Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 01.12.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 1. desember 1961 VERKAMAÐURINN 5 HAUSTIÐ fellir laufin af trján- um og knappana af blómjurtun- um, sem skreyttu umhverfið meðan sólin enn skein hátt á lofti. Þannig býr náttúran gróðr- inum hvíld um stund og varð- veizlu til næsta vors þegar sólin skín aftur hátt á himni og kallar gróðurinn til nýs lífs á nýju vori. Svipað er farið mannsæv- brekku í Öxnadal, og kona hans Halldóra Þóra Rósa Jónasdóttir Jónssonar prests að Miklabæ, Jónssonar. Jón Kristjánsson bar nafn langafa síns séra Jóns á Miklabæ. Foreldrar Jóns, Kristj- án og Halldóra, voru bláfátæk og nokkuð barnmörg. Madama Þóra Rósa Sigurðardóttir, seinni kona og ekkja séra Jóns á Mikla- prófs. En aðstæður voru ekki góðar til slíkra framkvæmda, því þá var hann orðinn fjölskyldu- faðir og átti mörg börn, og því eðlilega fátækur. En vinir hans og sveitungar í Akrahreppi hvöttu hann til farar og lögðu fram nokkurt fé honum til styrktar. Og loks kom þar að draumur hans um skólaveru tvítugt, byrjaði að segja til börnum og unglingum í Akra- hreppi, og þar til hann lét af smábarnakennslu í Hrafnagils- hreppi. Hitt ber þó eigi lægra hve afar farsæll kennari hann var og ástsæll af nemendum sín- um. Prúðmennska hans og hlýtt umburðarlyndi við þá nemend- ur, sem tornæmari voru, löðuðu 1. Þórir málarameistari á Ak. f. 1898. Kona hans er Þórey Steinþórsdóttir. 2. Þorbjörg Stefanía, f. 1902, gift Valdimar Kristjánssyni, Ak. 3. Sigríður Jónína, f. 1906, gift Georg Jónssyni, Rvík. 4. Margrét Oddný, f. 1908, gift Jónasi Lilliendahl, Rvík. Jón Kristjánsson kennari - Minningarorð inni. Haustið — efri árin — fella laufin og blómin af lífs- meiðinum, hratt eða seint eftir því hvað haust ævinnar er snemmbúið eða hægfara. Af lífsmeiði eins aldurhnig- ins samferðamanns hefur nú hægfara haustið fellt blöð og barr til undirbúnings nýs gróð- urs á landinu handan við sýni- lega heiminn. Og ég efast ekki um að hinum horfna verði að sinni einlægu og bjargföstu trú, að á nýju lífsvori í æðra heimi verði honum veitt víðtækari og betri vaxtarskilyrði þar, sem lífsmeiður hans fær að bera ný litrík blöð og blóm. Einu sinni var sagt eitthvað á þessa leið: „Þegar gott barn deyr, koma englar af himnum og bera í faðm Guðs.“ Ég trúi því að slíkt föruneyti hafi hlotnast Jóni Kristjánssyni við vista- skiptin. Jón Kristján Kristjánsson var fæddur á Miðsitju í Skagafirði 16. jan. 1876. Hann andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu mánu- dagsmorguninn 20. nóv. 1961, og skorti því aðeins um tvo mán- uði á 86. aldursár. Síðastliðið sumar gekk hann undir allmik- inn uppskurð og virtist hressast nokkuð í bili, — en aðeins í bili, því í október sl. tók sjúk- dómurinn sig upp aftur, sem leiddi til aldurtila hans eftir um mánaðarlegu á sjúkrahúsinu. Ég hitti Jón Kristjánsson á heimili hans, Kristnesi, skömmu áður en hann lagðist banaleguna og dvaldi hjá honum alllanga stund. Ekki duldist mér að lík- amskraftar hans voru mjög að þrotum komnir. Samt spilaði hann fyrir mig sálmalag og fat- aðist eigi. En það var mér á- nægjuefni að finna ljóslega að andlegur máttur hans var enn lítt eða ekki skertur. Minnið var enn trútt og hugsunin skýr og birtan yfir lífsfyrirbærunum og innsýninni til æðri landa, enn hin sama og jafnan áður. Foreldrar Jóns Kristj ánsson- ar voru Kristján Þorsteinsson, bóndi á Miðsitju og síðan Þver- bæ, tók Jón Kristjánsson í fóst- ur og ól hann upp sem sitt eigið barn, því sjálf átti hún ekki barn. Snemma bar á góðum gáfum og námfýsi hjá Jóni. Hann varð alllæs á ungum aldri og las allar þær bækur, er hann komst hönd- um yfir. Hann var fróðleiksfús og minnugur og varð því á ungl- ingsárum betur að sér bóklega en almennt gerðist. Var það draumur hans, og fóstru hans, að hann gengi skólaveginn og yrði prestur, sem verið hafði langafi hans og nafni séra Jón á Miklabæ. En af því gat þó ekki orðið og ollu því aðallega á- stæður, sem ekki voru sjálfráð- ar, og ekki varð til hliðar bægt. Verður ekki nánar að því vikið hér, enda einkamál Jóns. Honum var snemma yndi að miðla öðrum af því, er hann vissi meira um en þeir. Og inn- an við tvítugt var hann farinn að kenna börnum og unglingum í Akrahreppi. Þó ekki gæti orðið af lang- skólanámi, brann menntaþráin í brjósti hans. Eftir ferminguna fékk hann nokkra tilsögn hjá sr. Birni Jónssyni á Miklabæ, þó stutta tíma í tvo vetur. Taldi Jón að sú tilsögn hefði verið sér notadrjúg til frekara sjálfs- náms. Hann hafði mikið yndi af að kenna, og má óhætt segja að kennslustarf hafi verið honum í blóð borið, enda hafði hann til þess marga ágæta eðliskosti. Þegar fræðslulögin gengu í gildi var hann ráðinn barnakennari í Akrahreppi, og kenndi þar frá 1908 til 1920. Með tilkomu fræðslulaganna var sú ákvörðun tekin að kennarar með prófi frá Kennaraskóla Islands, skyldu sitja fyrir öðrum um kennslu- störf. Vaknaði þá á ný þrá Jóns Kristjánssonar til frekara skóla- náms, svo hann gæti staðið jafnt að vígi og stéttarbræður hans með prófi. Eigi gat hann hugsað til þess að verða, máske, að láta af kennarastarfi vegna vöntunar rættist er hann var orðinn nær hálffimmtugur. Haustið 1920 brauzt liann til suðurferðar og settist í Kenn- araskólann sem óreglulegur nemandi, með ráðum og sam- þykki skólastjórans séra Magn- Jón Kristjánsson. úsar Helgasonar. Las Jón utan- skóla námsefni 2. og 3. bekkjar, og vorið 1921 lauk hann prófi í uppeldis- og kennslufræðum með góðri einkunn. Hafði þá öðlast réttindi sem fullgildur barnakennari. Mun það sennilega fátítt, ef ekki einsdæmi í sögu skólans, að nemandi á þeim aldri braut- skráðist þaðan með kennararétt- indum, og við þær aðstæður, sem Jón hafði við að búa. Sýnir þetta ótvíræða námshæfileika samfara þrautseigju og brenn- andi áhuga fyrir kennslustarfi. Að loknum þessum námsferli réðist hann áfram barnakennari í Akrahreppi, frá 1921 til 1924. Þá réðist hann kennari í Saur- bæjarhreppi frá 1924 til 1928, og loks í Hrafnagilshreppi frá 1928 til 1938. Sagði hann þá af sér föstum kennslustörfum, en kenndi áfram söng við barna- skólann í Hrafnagilshreppi. Auk þess hafði hann á hendi, af og til, smábarnakennslu heima og heiman fram urn áttræðisaldur. Kennaraferill Jóns Kristj ánsson- ar var því orðinn ærið langur, allt frá því að hann, innan við börnin að honum. Til að leitast við að jafna muninn á næmari og tornæmari nemendunum, taldi hann ekki eftir sér að taka þau í aukatíma, ótilkvaddur og endurgjaldslaust. Starfið rækti hann ætíð með stakri alúð og samvizkusemi, sem þeim einum er fært og ljúft, sem ann því heilshugar og trúir á þýðingu þess. Auk barnakennslunnar, sem telja ber aðalæfistarf Jóns Krist- jánssonar, átti hann sér annað hugðarmál, sem hann unni heils- hugar og vann ötullega að alla tíð, en það var söngmenntin. Ungur að aldri lærði hann að leika á orgel, og meðan hann dvaldi í Skagifirði var hann organisti og söngstjóri við þrjár kirkjur þar í sveit. Eftir að hann fluttist inn í Eyjafjörðinn hafði hann þar á hendi samskonar starf, einnig við þrjár kirkjur. Hann stofnaði kirkjukóra við þær allar og stjórnaði þeim allt fram um 1950. Var starf þetta hjartans mál hans, sem hann vann að með lífi og sál. Vorið 1898 gekk Jón Krist- jánsson að eiga heitmey sína og æskuvinu Rannveigu Sveinsdótt- ur. Hún var fædd 1881, dóttir Sveins bónda í Varmavatnshól- um í Oxnadal, Þorsteinssonar, og konu hans Ingibjargar Jóns- dóttur. Móðir Rannveigar dó.frá henni nokkurra ára gamalli, og faðir hennar fór síðar til Ame- ríku. Eftir lát Ingibjargar í Varavatnshólum var Rannveig tekin í fóstur af þeim hjónum á Þverá í Oxnadal, Stefáni hreppstjóra Bergssyni og Þor- björgu Friðriksdóttur. Þar ólst Rannveig upp til 17 ára aldurs. Hún var kona fríð sýnum. Yfir- bragðið var heiðskírt og milt. Hún var ástrík eiginkona manni sínum. Árið 1928 varð Jón fyrir þeirri sáru sorg að missa hana. Hún dó á Kristneshæli. Þau eignuðust 15 börn. Fjögur þeirra dóu í bernsku, og eina dóttur misstu þau um tvítugt. Hin börnin, 10, komust öll upp og eru á lífi: 5. Sóley, f.^1909, ógift í Kaup- mannahöfn. 6. Jón Arason, málaram., Ak., f. 1913. Kona hans er Hjördís Stefánsdóttir. 7. Halldóra Sveinbjörg, f. 1914, gift Karli Magnússyni, Ak. 8. Björn alþm., Ak., f. 1916. Kona hans er Þórgunnur Sveins- dóttir. 9. Sigurður Sæmundur, f. 1919, bifreiðarstj. á Ak., ógiftur. 10. Lilja, f. 1921, gift Hall- grími Indriðasyni, Kristnesi. Jón Kristjánsson giftist annað sinn 1932. Seinni kona hans var Sigrún Jóhannesdóttir bónda í Miðhúsum Þórðarsonar. Hún var hin mætasta kona, greind og góð húsmóðir. Hún andaðist í febrúar 1958. Eftir að Jón giftist annað sinn hófu þau hjón búskap á Holti í Hrafnagilshreppi og síðar á Espigrund, nýbýli frá Espihóli. Við búskap voru þau til 1952. Eftir lát seinni konunnar dvaldi Jón að mestu í Kristnesi hjá Lilju dóttur sinni. Ég átti því láni að fagna að kynnast Jóni Kristj ánssyni mjög náið um mörg ár og njóta vin- áttu hans. Og hvergi hefi ég fundið hreinni og óeigingjarn- ari hugsanir hjá nokkrum manni en honum. Frá honum stafaði jafnan birta og hlýja. Því var svo gott að vera í návist hans. Þessar eigindir voru runnar frá dýpstu rótum geðslags hans og guðstrúar. Jón Kristjánsson taldi sjálfur að hann hefði verið æfumaður, og má það til sanns vegar færa. Honum hlotnaðist sú gæfa, sem margir fara á mis við, að vinna það æfistarf, sem honum var hugstæðast frá æsku: barna- kennsluna, og finna fullnægju og vinnugleði í starfinu. Hin söngelska sál hans fékk aðstöðu til að lauga sig í lindum lags og hljóma, og vinna söngmenntinni gagn og frama. Jón átti engan óvildar- eða öfundarmann, en marga vini og velunnara. Hann kvaðst gerla Framhald á 7. síðu.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.