Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 18.10.1963, Blaðsíða 4
I STRAKOFANUM Útsýn frá Cetalu. Fremst á myndinni sjóst nokkrir strókofanna. Hvernig myndi ykkur lítast á að búa í strákofa? Margar frumstæðar þjóðir ala aldur sinn í slíkum híbýlum, en í allri menningunni hér í Norð- urálfu eru þau löngu úr sögunni. Þó ekki alveg. Dreifð um strendur Miðjarð- arhafsins eru að minnsta kosti fjórtán þorp, og sum stór, sem samanstanda nær eingöngu af strákofum. Þetta eru að vísu að- eins sumarbústaðir, og öll þorp- in eru í eigu sama félagsskapar- ins: „Club Mediterranée“, Mið- j arðarhafsklúbbsins. Þessi ágæti félagsskapur mun vera lítt þekktur á landi hér, og er mér nær að halda að við hjónin séum fyrstu og einu með- limir íslenzkir. Eftir sérlega ánægjulega þriggja vikna dvöl í strákofa, þykir mér ekki fráleitt að kynna ofurlítið þetta skemmtilega líf- erni. Það er bezt að byrj a ferðalag- ið í París, því þar á klúbburinn heimili og aðalstöðvar. Laugardaginn 31. ágúst 1963 er hellirigning í París. Við kom- um hingað í gærkvöldi og erum að leggja af stað, ásamt öðrum meðlimum „Club Mediterranéé“, til Cefalu. Sá staður er á norður- strönd Sikileyjar, um það bil 70 km. frá Palermo. Þar er eitt af stærstu strákofaþorpum klúbbsins. Mótsstaðurinn er kaffihús eitt, rétt hjá j árnbrautarstöð- inni Gare de Lyon. Við erum komin þangað á tilsettum tíma, kl. 10,45. Þar er nú mikið um að vera. Fólk drífur að úr öll- um áttum, með farangur sinn, og allir reyna að troða sér inn til að verða ekki holdvotir í rigningunni. Þrátt fyrir alian gauraganginn finnum við fljót- lega rétta aðila, og fáum far- seðlana. Svo er að drífa sig yfir götuna og inn í stöðina. Við einn pallinn stendur heljarmikil lest, skýrt og skilmerkilega merkt: „Club Mediterranée, Train special, Cefalu“. Svona er þetta stórt fyrirtæki, að það hefur sínar einkalestir, og þessi mun rúma svona sex til sjö hundruð manns. KI. 12.58 er ekið af stað. Við erum svo heppin að vera aðeins þrjú í klefa, en þeir eru annars ætlaðir fimm, og eru víst flestir fullsetnir. Þetta á nú að vera 4) Verkamaðurinn heimili okkar í nærri því tvo sólarhringa, á meðan við ferð- umst yfir nær þvert Frakkland, eftir endilöngum þeim langa skaga Ítalíu og góðan spöl á Sikiley. A bekkjunum eru ágæt hvílu- rúm, en aðeins fyrir tvo. Hinir verða að sofa í segldúkskoj um uppi um alla veggi. En það er nú ekki kominn háttatími, og hugsum ekki meira um kojurnar í bili. Lestin skröltir áfram, suðaust- ur yfir Frakkland. Landið er fagurt og frítt, eða að minnsta kosti það, sem við sjáum af því, en rigningin hindrar nokkuð víðsýni. Farþegar eru allir í há- tíðaskapi, því nú eru þeir á leið- inni í sólskinið. Mest er þetta fólk á ungum aldri, en þó má sjá fólk á öllum aldri, jafnvel öldunga. Það er alls staðar söng- ur og gleði. Það er komið kvöld, þegar við komum að Alpafjöllum, og fegurð náttúrunnar hulin myrkri og regni. Þegar líður á kvöldið halla konurnar sér á bekkina, en ég skríð upp í striga- koju. Hún er dálítið hörð, og auk þess fj aðurmögnuð, svo stundum hendist ég í háa loft. En þetta er allt í bezta lagi, brátt er maður farinn að hrjóta. Næsta morgun er komið glaða sólskin og hiti. Alparnir eru langt að baki. Við höfum farið í gegnum eitthvert gat í nótt, en þau eru mörg í gegnum fjöllin á þessum slóðum. Við erum kom- in góðan spöl suður eftir Italíu, og höfum á aðra hönd Miðjarð- arhafið himinblátt. Um hádegisbil erum við í Rómaborg, eða réttara sagt ein- hvers staðar í úthverfi þeirrar frægu borgar. Tæplega hálftíma dvöl, og rétt tími til að verzla ofurlítið við karlana á stöðvar- pallinum, en þeir falbjóða vöru sína, svaladrykki og ís, með ítalskri mælsku. En sé það rétt, að allir vegir liggi til Rómaborgar, þá liggja þeir líka þaðan aftur, og áfram höldum við suður á bóginn. Síðari hluta dags komum við til Napólí. Ég ætla ekki að fara að lýsa landslagi á Ítalíu, það hafa svo margir aðrir gert. En það er fallegt við Napólíflóann, og þar sem landi hallar hér mjög í sjó fram er Napólí ein þeirra fáu meiri háttar borga, sem sést að talsverðu leyti út um lestar- glugga. Rétt hjá okkur rís Vesúv- íus ósköp friðsamlegur í sólskin- inu, og hinum megin við flóann hyllir undir Kaprí. Og enn höldum við áfram, suður eftir Kalabríuskaga. Þessi landshluti er sólbrunninn og fremur hrjóstrugur. Mest fjöll. Fólk er sagt hér það fátækasta á Ítalíu, utan Sikileyjar. Sólin sest, og máninn kemur upp. Fullur. Landið er næsta æfintýralegt í tunglsljósinu. Hátt uppi á fjallatindum blika ljós ótal þorpa, og maður veit naumast hvað eru stjörnur og hvað ljós jarðarbúa. Svo förum við aftur að sofa. Einhvern tíma um nóttina kom- um við að Messinasundi. Þar er lestin tekin í sundur, sett út í ferju og flutt yfir til Sikileyjar. Þessi flutningur hefur í för með sér allmikið skurk og hávaða. Svo byrjar hið háttbundna skrölt á ný, og klukkan hálfsjö erum við i Cefalu. Þorpsbúar eru jafnan snemma á fótum á mánudagsmorgnum, en þá kemur lestin með nýjan farm sumargesta. Stöðvarpallur- inn er þakinn fólki, og sömu- leiðis veggurinn, sem markar landamæri þessarar nýlendu. Flestir eru klæddir sundfötum, en sumir hafa vafið um sig „Phareo“ að hætti íbúa Suður- hafseyja. Það er mikið sungið, hrópað og kallað. Að sjálfsögðu er forstjóri þorpsins mættur til að bjóða okkur velkomin, og auk þess sérstök viðhafnarhljóm- sveit. Leikur hún á lúðra svo fornfálega, að trúlega hafa þeir fundizt á sorphaug. Vandlátum músíköntum kynni að þykja tón- list þeirra dálítið fölsk, enda leika þeir ekki ævinlega allir sama lagið, en stemningin er í bezta lagi, og músíkin fellur í góðan jarðveg. Tónlistarmenn þessir eru klæddir á ýmsa lund, og sé ég t. d. ekki betur en að einn sé í afdankaðri kvenkápu. Foringi þeirra er glaðvær og rösklegur ísraelsmaður. Hann er skrýddur virðulegri presta- kápu og blæs pósthorn. Farangurinn er handlangaður út um gluggana og skilinn eftir í einni bendu innan við hliðið, og okkur er fylgt til morgunverðar. Sem við höfum satt okkur, koma leiðbeinendur og leiða okkur í allan sannleika um fyrirkomu- lag og lifnaðarhætti í þessari ágætu nýlendu. Síðan förum við að huga að hafurtaski okkar, og hefur þá öllu verið raðað snyrti- lega upp á aðalgötunni. Hver finnur sitt dót og sinn kofa. Allt í þessu líka fína lagi. Skipulagið er með þeim ágætum, að ekki hefur það tekið hálftíma að koma öllum mannskapnum fyrir. Hér eigum við nú að búa næstu þrjár vikurnar. í strákofa með moldargólfi, eins og hreinrækt- aðir villimenn. Það er sveimér skemmtileg tilbreyting. Hvað er svo „Club Mediter- ' tí O ranee : Klúbburinn er franskt fyrir- tæki, og aðalmiðstöð hans er í París, en umboðsmenn hefir hann í Belgíu, Englandi, Sviss, Ítalíu, Grikklandi og víðar. Yf- irgnæfandi meirihluti meðlima eru Fransmenn, en allra landa fólk sést þarna, hvítt og brúnt og svart. Hann hóf starfsemi sína árið 1950 í litlum tjaldbúðum á Mal- jorka. Nú mun meðlimatalan vera komin hátt á annað hundr- að þúsund, og á hann fjórtán sumardvalarþorp á ströndum Miðjarðarhafs, í ýmsum lönd- um. Auk þess hefir hann níu vetrardvalarstaði í Alpafjöllum og þrjá sumardvalarstaði í sömu fjöllum. Tilgangur klúbbsins er að gefa fólki kost á því, á sem ó- dýrastan hátt, að eyða sumar- leyfum sínum í umhverfi sem gerólíkustu því hversdagslega. Þorpunum við Miðjarðarhaf- ið eru valdir staðir í sem feg- urstu umhverfi, venjulega langt frá troðnum túristaslóðum. Ég hefi að vísu ekki dvalið í nema einu þessara þorpa, en mér er tjáð, að þau séu hvert öðru lík. Ég taldi ekki kofana í Cefalu, en fljótt á litið munu þeir alls rúma hátt á annað þús- und manns. Á milli strákofanna eru mestmegnis olívu- og sítrónu tré, auk allskonar runnagróðurs, sem ég kann ekki að nefna. 1 hverjum kofa búa ein hjón eða þrír einhleypingar. í útjaðri þorpsins er gömul höll. Þar eru skrifstofur og bú- staðir starfsfólks. Framan við höllina er stórt opið svæði, með miklum pálmagróðri. Þar er mat ast, á daginn undir sólhlífum og á kvöldin undir pálmakrón- unum og stjörnunum. Átta manns sitja við hvert borð, og geta um fjögur hundruð matast í einu. Það er hreinasta tilvilj- un ef maður situr til borðs með sama fólkinu oftar en einu sinni. Matur er mikill og góður, vínið óskammtað og máltíðir sérlega fjörugar athafnir. Skammt frá höllinni er mið- depill þorpsins, barinn og dans- pallurinn. í barnum fást hinar fjölbreyttustu veitingar, kaffb öl, ís, ávaxtasafi, viski, koníak, svo eitthvað sé talið. Men11 drekka mikið af ávaxtasafa og kaffi. Það er gott í hitanum- Og svo fá menn sér vitanlega einn léttan við og við. Þess ma geta, að ekki sjást menn drukkn- ir hér um slóðir. Föstudagur 18. október 1963 EF'I'IK SlbTltlbU HELCiASUN, Kl l.l.Snilt

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.