Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 01.10.1965, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 01.10.1965, Blaðsíða 3
HERIM VERÐIIR AÐ FARA lllar ófriðarblikur hafa verið á lofti í hciminum að undanförnu og eru enn. Lengi hafa menn óttast, að ófriðurinn í Vietnam kynni að breiðast út, og enginn veit nema svo kunni að fara einhvern dag- inn. Opinber styrjöld var hóð milli Indlands og Pakistan fyrri hluta þessa mónaðar, og þótt vopnahlé eigi að heita þar nú, getur aftur blossað upp fyrirvaralaust. Valda- menn í Kína hafa lótið uppskótt, að þeir hefðu ekkert ó mófi styrjöld við Bandarikin. Og viðar eru blik- ur ó lofti. ffér ó Islandi situr her Banda- rikjamanna. Dvöl hans býður órós heim, ef Bandaríkin kynnu að lenda í striði. Þvi er nú meir að- kallandi en nokkru sinni fyrr, að hinn erlendi her hverfi burt af is- lenzkri grund, því að sé hér enginn her, er lítil hætta ó að órós verði gerð ó okkar lond. A síðasta þingi fluttu ollir þing- menn Alþýðubandalagsins tillögu til þingsólyktunar um uppsögn „varnarsamningsins" milli Islands og Bandorikjanna. Ekki hlaut hún samþykki ó Alþingi, enn eru of margir alþingismanna blindaðir af trúnni ó mótt vopnanna. En tillög- unni fylgdi ógæt greinargerð, sem blaðinu þykir rétt að vekja eftirtekt ó nú, þegar enginn veit nema kalt stríð breytist i heitt, þegar minnst varir. Fer greinargerðin hér ó eftir óstytt. (Miilifyrirsagnir eru blaðs- ins). Ævarandi hlutleysi Hinn 1. deseraber 1918, þeg- ar ísland gerðist fullvalda ríki, átti sér stað atburður, sem um margt var einstæður í sögu síð- ar.i tíma. íslendingar voru lang- samlega fámennust fullvalda þjóð í veröldinni, þá aðeins rúm lega 90 þúsundir manna. Full- veldiskynslóðin gerði sér ljóst, að fámennið markaði íslending- um sérstöðu um margt, lagði þeim sérstakar skyldur á herðar, hvatti til varkárni, en einurðar og festu í öllum skiptum við um- heiminn. Islendingum datt ekki í hug að einangra sig. Þeir voru staðráðnir í að byggja hér upp nútímaþjóðfélag, taka eðlilegan þátt í samskiptum ríkja, en gæta í hvívetna sæmdar sinnar og sjálfsvirðingar. Flestum var ljóst, að það gæti kostað fórn- ir að varðveita og efla íslenzkt sjálfstæði. Ætti svo sárafámenn þjóð að fá valdið hlutverki sínu, hlaut hún að forðast að láta annarleg sjónarmið draga hug- ann frá íslenzkum vandamálum. Forustumenn Islendinga á þess- um tímum báru gæfu til að leggja grundvöll að sjálfstæðrj stefnu í utanríkismálum. Það gerðist, þegar lýst var yfir ævar andi hlutleysi landsins. Þá var vel af stað farið og viturlega. Þjóðin stóð einhuga að baki þess ari inikilvægu ákvörðun. Menn skildu, að hlutleysi í hernaði hæfði betur en nokkuð annað fámennri og vopnlausri þjóð, sem kaus að vera fullvalda og eiga einvörðungu friðsamleg skipti við aðrar þjóðir. Eðlileg utanríkisstefna Allt fram yfir stofnun lýðveld- isins 1944 mátti segja, að íslenzk ir stjórnmálamenn og íslenzk þjóð fylgdi nokkurn veginn þeirri utanríkisstefnu, sem eðli- leg var smáríki, er v.ildi halda sjálfstæði sínu og sæmd. Frá ár- döguin fullveldisins hafði þjóð- inni fjölgað um þriðjung. Efna- hagurinn hafði stórbatnað og möguleikarnir til að efla at- vinnuvegina og treysla íslenzka menningarsókn voru meiri en nokkru sinni. Hið unga íslenzka lýðveldi hlaut viðurkenningu jafnt stórvelda sem smáríkja og átti þess allan kost að ganga fram frjálst og óháð í fylkingu þjóðanna. Ekkert virtist sjálf- sagðara en að íslendingar neyttu þessa færis, kostuðu kapps um góð og heilbrigð skipti við önn- ur lönd og beittu áhrifum sínum, þótt takmörkuð væru, við hlið annarra óháðra ríkja til fullting- is kröfunni um allsherjar afvopn un og frið. Hlutleysinu fargað En við átturn ekki slíku láni að fagna. Þegar lýðveldisfáninn íslenzki var dreginn að húni, stóð heimurinn í bálL Sá eldur var að vísu slökktur ári síðar. í fyrstu virtust góðar horfur á, að þær þjóðir, er sameinaðar höfðu brotið morðvél fasismans, bæru gæfu til að skipa málum af einhug og raunsýni, tryggja afvopnun og varanlegan frið. En mannkynið reyndist enn sem fyrr sjálfu sér sundurþykkt, stormar ólíkra hugmyndakerfa tóku að geisa frá öndverðum heimshornum. Síðan hefur mann kynið búið við kalt stríð. Og fyrr en varði hafði vígstöðvum kalda stríðsins verið komið upp á íslandi. Yoldugasta ríki á vesturhveli jarðar sóttist hér eft- ir hernaðaraðstöðu á láði og legi. Eftir nokkurt hik og skamm vinna mótstöðu tókst að ginna andvaralausa valdamenn lands- ins til að fórna hlutleysinu. Síð- an hefur ekki verið um að ræða neina íslenzka stefnu í utanrík- ismálum. Upp frá þeim degi er hlutleysinu var fórnað, hafa flestar mikils háttar ákvarðanir, sem varða þau mál, verið teknar á erlendum vettvangi, af erlend- um mönnum, í þágu annarlegra sjónarmiða. Þetta er afleiðing þess, að vopnlaus þjóð var ginnt í herbandalag. Fyrstu árin eftir þau umskipti állu íslenzkir ráða- menn það til að ræða utanríkis- mál af nokkurri kokhreysti, eins og þeirra væri mátturinn og vald ið. Þá fullyrtu þeir ýmislegt, sem þeir reyndust síðar ekki menn til að standa við, svo sem það, að hér skyldi ekki vera her á friðartímum. En þeir komust fljótlega að raun um, að valdið var ekki þeirra í þessum efnum. Ymsar ákvarðanir íslenzkra valdamanna hin síðari ár verða og naumast skýrðar á annan veg en þann, að þeir telji sig bundna af samningum til þókn- unar og hlýðni við erlenda aðila. Og nú gæta þeir tungu sinnar betur en áður. Þegar utanríkis- ráðherra var að því spurður á Alþingi í fyrra, hvort leyfð yrði staðsetning kjarnavopna í land- inu, svaraði hann því einu til, að fram á slíkt hefði ekki verið farið. Meira gat hann ekki sagt. En afleiðing þess, að sjálf- stæðri íslenzkri utanríkisstefnu hefur verið varpað fyrir borð, er sú staðreynd, að valdamenn skirrast ekki lengur við að brjóta jafnt landslög sem sið- ferðilegan rétt þjóðar til að verða við tilmælum eða kröfum hernámsliðsins. Er þá ýmist við haft laumuspil eða gripið til skýringa, er reynast staðlausir stafir. Ekki var haft hátt um það, þegar Bandaríkjamönnum var í öndverðu Ieyfð útvarpsstarf semi í landinu, þvert ofan í á- kvæði íslenzkra laga. Og þó var enn laumulegar að farið, þegar sama aðila var veitt einkaleyfi til að reka hér sjónvarpsstöð, í fyrstu að vísu takmarkaða við herstöðina sjálfa, en i næsta á- fanga opnuð leið til sjónvarps- sendinga á svæði, þar sem býr meira en helmingur þjóðarinnar. Uppsögn Ekkert er íslenzku þjóðinni brýnna í dag en að losna úr þeim hlekkjum. sem samningar um erlenda hersetu og aðild að hernaðarbandalagi hafa hneppt hana í. Með því móti einu að brjóta af sér slíkar viðjar geta íslendingar mótað að nýju sjálf- stæða og heilbrigða utanríkis- stefnu. Tillaga sú, sem hér er lögð fram, fjallar um annan þátt þessa máls, uppsögn herstöðva- samningsins frá 1951 og brott- för alls herliðs af íslenzkri grund. Rétt þykir að fara nokkrum orðum um þær röksemdir, sem fylgismenn herstöðvasamnings- ins 'hafa leitazt við að halda uppi honum til varnar. Fyrst er að nefna þá staðhæf- ingu, að hinn erlendi her eigi að - verj a íslendinga í hugsan- legri styrjöld. Þessari kenfiingu var mjög hampað á fyrstu árum hernámsins en nú trúir lienni vart nokkur maður lengur. A- stæðan er sú, að með tilkomu kjarnorkuvopna hafa orðið al- ger þáttaskil í öllum hernaði. Aður var hernaður tvíþættur, sóknarstríð og varnarstríð. En nú má segja, að annar þáttur- inn, varnarstríðið, sé með öllu horfinn. Því til sönnunar er þarf laust að nefna margar hernaðar- nýjungar á atómöld. Aðeins skal á það minnzt, að á síðustu tím- um hefur eldflaugatækni komizt á það stig, að hægt er að senda með hraða hljóðsins og ná- kvæmri öryggismiðun tortím- andi vetnissprengjur milli hvaða staða á hnettinum sem er. Hervernd er gagnslaus Með.þessar staðreyndir í huga hljóta íslendingar að svara þeirri spurningu, hvaða vernd sé að herstöð og heiiiði í landi þeirra í styrjöld. Svarið er ein- falt og afdráttarlaust: Herlið og herstöðvar veita enga vörn. En hervernd er verri en gagns laus. A sömu stundu og „vernd- arþjóðin“ lenti í styrjöld, yrðu herstöðvar hennar hvarvetna á hnettinum ófriðarsvæði og senni legt skotmark hijis styrjaldarað- ilans. Herstöð í landi okkar frá þjóð, sem ætti í styrjöld, hlyti nær óhj ákvæmilega að gera það að skotspæni þegar í upphafi kjarnorkustríðs. Nú er svo komið, aff engin þjóð í víðri veröld er þess megn- ug að verj a sitt eigið land í heims styrjöld, hvað þá heldur lönd annarra. Að því er „varnarleysi“ snertir, er okkur ekki vandara um en öðrum. Vissulega er það rétt, að á ógnartímum kjarnorku báls yrði enginn óhultur. En ríki án hers og herstöðva, sem lýst hefði yfir hlutleysi í hernaðar- átökum, væri stórum betur sett en hernumið land. Vopnleysi og hlutleysi dregur stórlega úr hætt- unni á skyndiárás í upphafi styrjaldar. Og á meðan vopn eru slíðruð, yrði slík afstaða til að draga úr spennu, ákall um af- vopnun, eina hugsanlega fram- lag smáþjóðar friði til viðhalds og verndar. Framh. á bls. 4. Vikublað. - Útgefendur Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Al- þýðubandalagsins í Norðurlandskjör- dæmi eystra. - Skrifstofa blaðsins er í Brekkugötu 5, Akureyri, sími 11516. - Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. - Áskriftarverð kr. 150.00 árgangurinn. - Lausasöluverð kr. 4.00 eintakið. - Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. - Prentað i Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Akureyri. Verkamaðurinn (3 Verk^rrifirturinn . .. * y # Sf ^ * * v. »<r r * Rústir í Pakistan cftir stríðið við Indverja. — Vilja íslendingor eigo það é hættu, oð svona verði farið með land þeirra og byggingar? Föstudagur 1. október 1965.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.