Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.12.1966, Síða 1

Verkamaðurinn - 20.12.1966, Síða 1
Verkamaðurinn GLEÐILEG JÓL Tíminn líður. Hvert árið af öðru siglir sinn sjó. Enn eru jól framundan, síðan áramót og nýtt ár. Síðan í desember í fyrra hefur hver maður mátt sjá á bak einu ári ævi sinnar. Það hefur ekki verið lengi að líða, þegar litið er til baka, þó að mörgum hafi orðið sumar stundir þess langar. Og framundan er tími reikningsskila, b'æði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu þess orðs. Senni- Iega eru merkust og þýðingarmest reikningsskil hvers manns við sjálfan sig, uppgjör liðins árs: Hvað vann ég til gagns, hvað gerði égHil góðs, varði égtíma mínum skynsamlega fyrir mig og fyrir aðra. Svörin verða misjöfn, enda auðveldara að vera vitur eftirá en meðán hverful stund líður. Þess skyldu þó allir minnast, að liðinn tími kemur aldrei aftur, unnið verk verður eigi aftur tekið, það sem átti að gera en ekki var gert kemur ekki að sömu notum þótt síðar verði unnið. Og var svo ekki sumt unninna verka óþurftarverk. Hvað skyldu þeir hugsa austur í Viet Nam um jólin bandarísku hermennirnir, sem þangað hafa verið sendir til að myrða innfædda landsmenn, karla, konur og börn. Skyldi ekki hvarfla að þeim meðan herprestarnir lesa jólaboðskapinn, að betur hefðu verk þeirra verið óunnin, að þeir hefðu meira gagn gert með því að vinna friðsamleg störf heima í landi sinu og sjálfir notið meiri hamingju. En stríðsprestar heimsins krefjagt mannfórna. f>eim er ekkert heilagt. Mammon til dýrðar skulu hin Verstu verk unnin. Til eflingar hans gengi skulu saklausir skotnir, hengdir eða kæfðir. Honum til dýrðar eru sprengjur gerðar og vítisvélar. Sjálfur mun sá guð hlæja að heimsku manna, en þeir fáu, sem auðsins njóta fagna eyddu skoti eða sprengdri sprengju,.því að þá þarf að framleiða í staðinn. Mönnunum virðist lítið muna áfram, enda þótt mikið sé um menningu og mannkærleika talað. En eru ekki komandi jól einmitt tilvalinn tími til að hugleiða, hvað jafnvel fámennar þjóðir eins og við Islendingar getum gert til að stöðva blóðsúthellingarnar og kvalastunurnar í Viet Nam og annars staðar þar sem vopnakóngarnir láta elda hatursins brenna. Því ber öllum að taka höndum eaman um að gera árið 1967 GLEÐILEGT ÁR BERGTROLL Gamli bergþursinn Það húmar, er kvöldsett að kalla, og koldimm verður fljótt nótt, ég einn legg nú upp til fjalla, en öll hér í dal er gnótt. Á fjallsins víðótt er fann' styggð, allt fok þar og auðn og kal, en vin'leg er vist í mann'byggð, allt vænt grænt og frítt um dal. Og hugsa sér, prinsessan hvíta sem hérna ó ferðinni var, ó hjassan língul að líta, einn lystugur fengur bauðst þar. Þau smóflónin hin sig hópa og hrædd langt benda fljótt öli og hlaupa úr vegi og hrópa: svei, haf þig burt stórt Ijótt tröll! En hún var mildeyg og hýreyg, svo hlýtt og þýtt tillit ég só, ég ófreskjan illeyg og píreyg, því allt gott oss flýr sem það mó. Mig iangað' að lað'ana, kysso, þó Ijótur sé trantur ó mér, , og hamp'enni, hljóðlego sussa og hjala: snopp'fríð smó, lulla sér! í sekkinn ég setj'ana vildi, og síðar ó jól'borð fyllt mat, til agna þó et'ana skyldi, nett eldað, sett ó gyllt fat. En hum, hum, ég heimskur drjóli, því hún ein ó brosið millt, ég, hum, hum, er fórheimskur fóli, og fæddur með þurs'höfuð villt. Þó monnsdóttur tröll skal ei tako, vér tröll erum tröll, ojó, að et'ana, indælið staka, oss yrði freisting ei smó. Vist grætur oft einmaninn grimmi, sem grunnhyggnin lykur um, vart mildost þó dómurinn dimmi, upp dalinn ég klumpast, hum, hum. D. Á. DANÍELSSON þýddi. 1953.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.