Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 20.10.1967, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 20.10.1967, Blaðsíða 5
Húsavík !Taxtana verður að viðurkenna Skipulagið rætt. I símtali við Albert Jóhannes- son, formann Verkalýðsfélags Húsavíkur, fregnuðum við að þar hefði verið haldinn fundur fimmtudaginn 13. október. Fundurinn fjallaði um tillög- ur til breytinga á lögum og skipulagi Alþýðusambands Is- lands. Snorri Jónsson fram- kvæmdastjóri sambandsins sat fundinn og útskýrði í hverju breytingarnar væru fólgnar. Fundurinn frestaði að taka af- stöðu til málsins þar til eftir þing Alþýðusambands Norður- lands, sem haldið verður á Siglufirði dagana 21.—22. okt. Verzlunarhættir Húsavík 16. okt. í morgun flutti Fiskiðjuver Húsavíkur fiskverzlun sína í nýtt húsnæði, á götuhæð hússins. Er þar um að ræða verzlun, sem beðið hefur verið með óþreyju, og er einn liður í stórfelldri upp- byggingu Fiskiðjuversins, sem Vernharður Bjarnason stóð fyr- ir. — Með tilflutningi þessum skapast gjörbreytt viðhorf til matarkaupa, einkum yfir vetrar- mánuðina, en þá er oft á tíðum snjóþungt Búðarárgil og flug- háll Kaupfélagssneiðingur erfið leið að gömlu fiskbúðinni. í hina nýju fiskbúð er gengið af að götunni, og er hún jafn nærtæk sem apótekið og brauð- erðin. Þá mun og hafa verið við vöruúrval búðarinnar ýmsum sósum og baukamat, sennilega til bragðbætis saltfisk- inum, sem oft á tíðum hefur þótt í bágbornara lagi. Vonandi kappkostar fiskbúð- in aukin vörugæði í hlutfalli við bættan húsakost. Málsháttur vikunnar: Bílífið gerir búkinn sjúkan. O bætt Snær Karlsson, formaður. Áðalfundur Árvakurs. Þriðjudaginn 10. okt. ’67 hélt Byggingamannafélagið Arvakur aðalfund sinn í fundarsal Sjálfs- bjargar í Húsavík. I upphafi fundar voru samþykktir 8 nýir félagar, en síðan flutti formað- ur,Kristján Jónasson,skýrslu um starfsemi félagsins síðastliðið ár. Freyr Bjarnason, gjaldkeri, las upp reikninga félagsins og voru niðurstöðutölur þeirra 42.961.80 Síldai'NÖlí ii ii á II iikavílí Sunnudaginn 15. október er allmikið frost og grámi á jörðu. Við höfum tal af Ásmundi Bjarnasyni í húsakynnum út- gerðarfélagsins Flóka h.f. Ás- mundur er fyrrverandi sprett- hlaupari og íþróttaunnendum að góðu kunnur, en helgar nú útgerð og fiskverkun krafta sína. Flóki h.f. rekur söltunarstöðina Saltvík h. f. ásamt Kaupfélagi Þingeyinga, og í tilefni af því að söltun er fyrir skömmu hafin ræðum við aðallega um síldina. — Hvað er búið að salta mik- ið hjú ykkur? — Hjá Saltvík er búið að salta rétt um 1300 tunnur. — Gengur mikið úr síldinni? — Það læt ég vera, hún er bara nokkuð góð síldin, ef bát- arnir koma með hana ísaða og kælda. Fyrir skömmu fórum við i gegnum 1800 tunnur og feng- um úr þeim á sjöunda hundrað uppsaltaðar. Ég tel það hreint ek'ki svo slæmt eftir atvikum. — Hvernig er aðstaðan hjá ykkur, og hvernig gengur með vinnuajl? — Það er búið að byggja yfir planið hjá okkur, svo nú fer vinnan fram innanhúss. Við höfutn flokkunarvél, og er mikil bót að henni. Það hefur gengið furðu vel að fá fólk í söltunina. Söltunarstöðin „Saltvík h.f." — Myndin tekin í sumar. Nú hefur verið byggt yfir þcssa aðstöðu fyrir veturinn, og framtíðina. Fremst á myndinni er sildarflokkunarvélin fró Steini Steinsen. — Ljósm.: Pétur. Við höfum haft húsmæður og skólastúlkur héðan, og stúlkur úr sveitunum í kring. Þetta get- ur gengið þegar aðeins er saltað úr einum bát í senn og síðan numið staðar. Ég geri ekki ráð fyrir. að hægt væri að halda út lengi í einu. Fólk virðist ekki vera orðið eins ginkeypt fyrir þessari atvinnugrein og áður Framh. á bls. 7. kr. Reikningarnir voru sam- þykktir athugasemdalaust. Við stjórnarkjör urðu úrslit þau, að formaður var kjörinn Snær Karlsson með öllum greiddum atkvæðum. Aðrir í stjórn voru kosnir Gunnar Ingi- marsson og Aðalsteinn Skarp- héðinsson. I varastjórn hlutu kosningu Sigurjón Parmesson og Freyr Bjarnason. Trúnaðar- mannaráð skipa Sigurður Jóns- son pípul.m., Helgi Vigfússon húsgagnasm., Sigurjón Parmes- son múrari, Sigtryggur Sigur- jónsson húsasm., og til vara Har- aldur Þórarinsson og Sigmar Mikaelsson. Endurskoðendur voru kosnir Halldór Ingólfsson og Sigurður Jónsson. Rætí við Snæ Karlsson Vegna fréttar um aðalfund byggingamannafélagsins Arvaks höfðu aðstandendur Húsavíkur- síðunnar tal af hinum nýkjörna formanni, Snæ Karlssyni. — Hvað villu segja okkur um [>au verkefni, sem bíða ykkar, til úrlausnar? — Það þarf nú fyrst og fremst að fá þá kauptaxta, sem félagið hefur gefið út, viðurkennda. — Ákvæðistaxtar í múrverki og mótasmíði má segja að séu komnir hér á alls staðar, en mæl- ing á verkstæðisvinnu hefur ver- ið sniðgengin að mestu leyti. Tvö stærstu verkstæðin hér telja sig að vísu greiða sveinum kaup samkvæmt mælingu, en hún er heimabrugguð hjá viðkomandi forstjórum, og þeir hafa ekki leitað til mælingafulltrúa félags- ins hennar vegna. Það má að nokkru leggja þeim sveinum, sem þarna vinna sök á herðar, því með því að taka þessum hlut- um möglunarlítið aðstoða þeir vinnuveitendur sína við að brjóta lög og samþykktir síns eigin stéttarfélags, og styðja þá í baráttunni gegn því að hér nái að myndast sterkt og haldgott launþegafélag byggingariðnaðar manna. — Reiknar (>ú með róttœkum aðgerðum til úrbóta þessu á- standi? — Ég býst við, að hjá því verði ekki komizt, enda er, ef um samdrátt verður að ræða í atvinnulífinu, enn brýnni þörf á heilbrigðu og sterku stéttarfélagi til verndar atvinnurétti okkar iðnaðarmanna, ekki sízt meðan ekki er að fullu kveðin niður notkun ófaglærðra manna í ýms- um iðngreinum. Þannig fórust Stub Karlssyni orð um þau verkefni, sem honum og iðnaðarmönnum í heild er brýn nauðsyn að fylkja sér um og leiða til sigurs sem fyrst. Við- talendur óska Snœ og félögum góðs gengis í þeirri baráttu. Vísnaþdttur Þar sem bráðabirgðalög hafa átt allmiklum vinsældum að fagna hér- lendis undanfarið, má búast við að nokkur bráðabirgðakeimur verði af sumum vísunum, sem kunna að ber- ast þætti þessum. Hvatning. Landsins þegnar, lepjum grút, lútum stjórnar ráðum. Sultar ólar hnýtum hnút, hnífinn notum bráðum. Sildin. Sumri hallar. Söltun hafin. Síldin er á kostum laus. Unga stúlkan önnum kafin oní tunnu stingur haus. Utbæingur svarar Suðurbæing. Þitt ég glaður þakka taut og þína samúð hlýja. Virðist hálfgerð vetrarbraut vera þessi nýja. Frá Þingeyingum. Eyfirðingar ættu að senda okkur snotran fyrripart. Ég þekki til, og þori að benda á Þingeyingsins góðu art. Veðrið. Harkan þráast, gerir gljá, guggna strá í tómi. Kuldablá og krepjuð á kyrjar háum rómi. HÚSVÍ KINGAR! Síðasta blað af Verkamanninum seldist upp. Tryggið ykkur blað og gerist áskrifendur í síma 4-12-27. Áskriftargjaldið er kr. 200.00. Föstudagur 20. október 1967 Verkamaðurinn (5

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.