Verkmannablað - 01.05.1913, Blaðsíða 4

Verkmannablað - 01.05.1913, Blaðsíða 4
4 leikjanna, hlutverka skiftingu, lát- bragði leikenda og fara silkiglóf- um undur smáar misfellur, sem hugsanlegt er, að gætu varpað fölskva á listina og unaðinn. Og fólkið streymir í Iðnó, og ldkararnir troða krónum í pyngjur sínar og pyngjunum í koffortin svo lengi, sem rúm leyfir. Og ekki er hætt við að þeir beri okkur illa söguna þegar heim kemur. Hún hlýtur að verða eitthvað á þessa Ieið: »íslendingar eru hámentaðirmenn. í höfuðstaðnum kann hver maður dönsku. Og svo eru þeir kurteisir, að þeir látast hafa gleymt sinni eigin tungu, ef útlendingur er nær- staddur. Smekkvísir eru þeir á feg- urð alla og listelskir öllum þjóð um fremur. Vorkvöldin eru fögur í Reykjavík, en ekki getur fegurð miðnætursólarinnar aftrað bæjarbú- um frá að hörfa inn í hús og sitja þar við lampaljós yfir sjónleikjum. Þið haldið að íslendingar séu fá- tækir. En það er mikill misskiln- ingur. Atvinnuvegir Reykvíkinga liggja að miklu leyti í dái hálft árið. En þó þurfa þeir alls ekki að neita sér um skemtanir hinn helminginn. Þeir geta hæglega mist tíma til þess. Og þeir geta borgað brúsann. Ef þið efist um það, þá gerið svo vel að líta ofan i koff- j orún.« Engan slcyldi undra þótt frásögn þeirra verði ekki alveg nákvæm, sem heildaryfirlit. Þeir lýsa auðvitað hlutunum eins og þeir kynnast þeim. Það er ekki alveg áreiðanlegt að þeir viti það, að »trollararnir« fylgja ekki nákvæmri áætlun, eru stundum svo lengi úti, að háset- arnir missa af einu leikkvöldi eða tveimur. Þeim gæti Iíka sézt yfir það, að þótt »skútukarlarnir« vildu allshugarfegnir sigla inn á hverju kvöldi, til að fara í leikhúsið, þá geta óhagstæðir vindar hamlað því. Það er líka hugsanlegt að þeir »finni« aldrei hafnargerðarmenn- ina, sem vinna 12 kl.t. á dag og sleppa ekki verkfærum fyr en kl. 8 á kveldin — einmitt á sömu mín- útu, sem hringt er til leikja í Iðnó, — en eru komnir í grjót- ' sprengingar og malarmokstur á morgnana, löngu áður en land- eyður rumska. Og það væri ef til vill ekki svo bagalegt, þótt þessir verkamenn og fleiri falli úr í frásögninni. Það er sem sé dálítið vafamál fyrir VERKMANNABLAÐ sunmm, að atvinnuvegirnir þoli það, að þessir menn sitji við sjónleika á virkum dögum um há-bjargræðis- tímann. Auðvitað verða þá hinir, sem gagnvart úllendingum halda uppi heiðri bæjarins, að leggja meira á sig og leggja meira af mörkum í þarfir leik-atvinnunnar. En það ætti að mega jafna einhvern veginn. Þeir, sem á landssjóði lifa ættu að geta fengið ofurlitla launahækkun á næsta þingi, þó ekki væri meira en svo sem 6 — 8 hundruð kr. á mann á ári. Og svo væri hægur hjá að leggja nýjan toll á nauð- synjavörur. Atvinnuvegirnir þola það. Finnur. Það vóru lög íyrrum, að menn urðu að fá sér vegabréf hjá yfir- valdi til þess að geta ferðast frjálsir inn í annað Iögsagnarumdæmi. Slík vegabéf eru enn í góðu gengi á Rússlandi, en munu nú vísast horf in annars staðar um hinn svo nefnda siðaða heim. Þetta vegabréf eða passa, sem hér fer á eftir, gaf Ben. Oröndal vinnukonu sinni, sem flutt- ist vistferlum frá honurn og orðar hann auðvitað á sína vísu. Afskrift af passa þessum mun vera í fárra rnanna höndum, en eftirsjá að hann glatist, svo einkennilegur sem hann er og iíkur Gröndal. Því er hann prentaður hér og hljóðar svo: Hér með kunngerist, að stúlkan Vilborg Sigurðardóttir ætlar nú vist- ferlum héðan úr bænum og norð- ur í Húnavatnssýslu og er hún til þess fullkomlega frjáls; hvort hún vill heldur fara í norður, vestur, austur eða suður og eftir öllum strikum kompássins, hvort hún held- ur vill ganga eða hlaupa, stökkva, klifra, skríða, fara á handahlaupum, sigia éða fljúga; áminnast hér meö allir kallmenn um, að fikta ekkert við Borgu, fremur en hún sjálf vill leyfa, og engar hindranir henni að gera, ekki bregða henni hæl- krók né leggja hana á klofbragði, heldur láta hana fara frjálsa og óhindraða og húrrandi í loftmu, hvert á iand sem hún vill, þar eð hún hefir hvorki rænt né drepið mann, ekki stolið né logið, ekki svikið né neitt gert, sem á verður haft. Lýsist hún því hér með frí og frjáls fyrir öllum sýslumönnum og hreppstjórum, böðlum og be- sefum, kristnum og ókristnum, guð- hræddum sem hundheiðnum, körl- um og konum, börnum og blóð- tökumönnum, heldur áminnast allir og umbiðjast að hjálpa nefndri Borgu og greiða veg hennar, hvort heldur hún vill láta draga sig, aka sér, bera sig á háhesti, reiða sig í kláf- um, reiða sig á merum eða múl- ösnum, tryppum eða trússhestum, gæðingum eða graðungum, í hrip- um eða hverju því sem flutt verð- ur á. Þetta öllum til þóknanlegrar undirréttingar, sem sjá kunna passa þenna. Enginn sóknarprestur þarf að skrifa hér upp á. Reykjavík 5. maí 1886. B. Oröndal. Frá Danmörku. Kosnir vóru (20. maí) til fólks- þingsins danska 43 vinstrimenn, 32 jafnaðarmenn, 31 gerbótamenn og 7 hægrimenn. Jafnaðarmenn vóru 24, en eru nú 32. Skipa þeir nú, með ger- bótamönnum, meiri hluta í þing- inu, og er það í fyrsta sinni. (Eftir ísafoid.) i § K 1 5? K i laflii kostar 5 aura töiublað hvert, Afgreiðsla fyrst um sinn i Austur- stræti 18, Bréfum og öðrum erindum til blaðsins veitir viðtöku form.»Dags- brúnar , Pétur G.Guðmundsson, bók- bindari, Ábyrgðarmaður: Jón Jónsson. Greinar um hafnarvinnuna koma í næsta blaði. Munið eftir, verkamenn.að snúa ykkur til Verkmannablaðsins með alt, sem ykkur varðar sérstaklega, og þannig er vaxið, að koma þarf til almennings vitundar. Prentsmiðja D. Östlunds.

x

Verkmannablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkmannablað
https://timarit.is/publication/216

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.