Voröld


Voröld - 12.03.1918, Blaðsíða 2

Voröld - 12.03.1918, Blaðsíða 2
Bls. 2 VORÖLD Winnipeg, 12. Marz, 1918 □ □ RáðsmaSur: Jón G. Hjaltalín Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Skrifstofa: 482i/2 Main St., Rialto Block, Winnipeg r Utundan íslenzki málshátturinn, “að hafa útundan,” er öllum kunn- ur; allir hafa heyrt hann, og margir hafa fundiö hvað hann þýðir. Aö hafa útundan var og er notað í þeirri merkingu aöal- lega aö foreldrar gerðu upp á milli barna sinna; færu illa með eitt þeirra, og veittu því ekki sömu þroska- og lífsskilyrði og hinum. Fornsögur íslendinga geta um þetta oft og tíðum. Allir muna eftir frásögninni um þá sem lögðust í öskustó, eins og það var kallað. Einn pilturinn, sonur hjónanna var nokkurskonar viðundur, einþykkur og einkennilegur, og svaf ekki í rúmi sem aðrir menn, heldur svaf hann í eldaskála og var oftast illa tilhafður. Aðrir menn á heimilinu litu hann hornauga, spyrntu við honum fæti þegar færi gafst, gerðu gys að honum, stríddu honum og fóru illa með hann að ýmsu leyti. Og það sem ljótast var af öllu, var það, að faðir hans var ekki eftirbátur annara í því að misþyrma honum í orðum. Aftur á móti voru mæður þessara einkennilegu drengja hlífiskjöldur þeirra, líkn og lífsvörn, og lágu auðvitað til þess margar ástæður ef rakið er til róta. f fyrsta lagi er móðurástin þess eðlis að hún fer ekki eftir neinu utanaðkomandi, í öðru lagi elskar móðirin venjulega heitast og innilegast þau börn sín sem að einhverju leyti eru veikluð og erfitt eiga. f þriðja lagi hafa þessi olnboga böm umgengist móðurina fremur en alla aðra; hún hefir haft auga á þeim daglega; hún hefir hugsað um og kynt sér lyndisein- kenni þeirra og veikleika; með öðrum orðum, hún hefir skilið þau, og skilningur á framkomu manna er oft nægilegur til þess að vægja dómana og draga úr beiskjunni. Sannleikurinn er sá, að þessi olnboga- og öskutóa börn voru oft meiri hæfileikum gædd en alment gerist. Þegar eitt- hvað kom fyrir til þess að vekja þessa menn og reisa þá á fætur til þess að rísa upp og hrista af sér öskuna, þá urðu þeir afbragð annara manna. Það kom oft fyrir að þeir risu úr öskustónni, foru á fund feðra sinna og báðu þá um fé og farar- eyri til þess að leita gæfunnar í fjarlægð. Oftast var þá föð- urhjartað hart og kalt, og föðureyrað þykt, og allri hjálp neitað. Móðirin tók þá stundum til sinna ráða, leiddi þetta oln- bogabarn úr garði með gjöfum, bænum og tárum, og oftast fór hún með það á bak við bónda sinn. En það brást sjaldan að öskustóar-barnið varð afbragð annara manna. Það voru ekki einungis piltbömin sem fengu að kenna á því, að vera höfð útundan. Flestir muna eftir sögunni um systurnar þrjár, þar sem ein var höfð útundan, og hún var æfinlega sú er mest var í spunnið, og flestum kostum var gædd. Þessar sögur eru að sönnu ýktar og sumar heilaspuni; en þær eru ekki spunnar úr engu. Dæmi hafa verið til og eru til. Það er ekki tilgangur vor að rekja raunasögu þeirra barna sem útundan hafa verið höfð, þótt sumar þeirra séu oss ná- kunnar. En það var annað sem vér höfðum í huga er vér byrj- uðum þessa stuttu grein. , Vér vorum á gangi á Aðalstræti í Winnipeg nýlega Blindur maður gamall og veikbygður stóð á horninu á Portage- götunni og Aðalstræti; hann hélt á stórri kippu af skóreimum og bauð til sölu þeim er fram hjá gengu. Veðrið var nístandi kalt. Þessi blindi maður var í gömlum snjáðum dúkfötum, en fram hjá honum gengu sællegir menn og sjálegar konur í dýr- um loðskinna fötum. Maðurinn var blár í gegn af kulda, og fingurgómarnir voru svo tilfinningasljóir að hann átti erfitt með að ná reimunum, þá sjaldan að kaupandi fékst. Vér héldum áfram eftir Aðalstræti þangað til vér komum að William; þar var annar maður sem staulaðist áfram á hnján- um; hann hafði mist báða fæturna fyrir neðan hné í slysi eða stríði eða hann hafði kalið. Þessi maður var að selja skósvertu, sem hann hafði í smá- dósum í stórum poka eða tösku sem hékk við hlið hans. Og enn héldum vér áfram og komum norður að Logan götu. Þar mættum vér konu tökulega búinni og skjálfandi af kulda; hún leit út fyrir að vera pólsk. Kona þessi stóð á gatnamótum með heilmikið af dagblöðum undir vinstri hend- inni. Hún otaði blaði að hverjum sem fram hjá gekk og bað alla að kaupa. Vér gátum ekki gengið hugsunarlaust fram hjá þessu fólki. Vér gátum ekki annað en reynt að skygnast í huga vorum inn í kringumstæður þess. Vér sáum þessa þrjá ein- staklinga—tvo menn og eina konu—þegar þau voru ung og saklaus börn; ef til vill voru þau þá í góðum foreldra húsum, og alls ekki höfð útundan. Vér sáum þau aftur í huganum þegar þau voru á þroskaárunum með f jölda af framtíðarvonum. Eitt var víst, og það var það, að hvemig sem æfi þeirra hafði verið áður, þá voru þau nú orðin olnboga börn, og höfð útundan. Á góðu heimili er ekkert barn haft útundan. Þar er þeim mun betur farið með börnin sem þau eru veiklaðri; þar er ekki sá sterkbygði látinn hafa hlýjustu fötin og feitustu bitana. Þar er ekki þeim veikasta hrundið úr vegi af hinum sterkara; þar njóta allir jafns, og sé í nokkru tilliti gert upp á milli fólks þá er það þannig að sá veiklaðri nýtur hins betra, en hinn sterk- ari hins lakara. En hví er ekki sama lögmál látið gilda á stóra heimilinu— í mannfélaginu ? Hví sér ekki ríkið um það að allir séu látnir hafa þá atvinnu eina sem þeir eru hæfir og færir til? Hvers vegna er það látið viðgangast á því heimili að sumt af börnun- um gangi iðjulaust í fínum og óhóflega dýrum klæðum og neyti matar og drykkja fyrir tugi dala á dag, þegar önnur börn á sama heimili skjálfa af klæðleysi, titra af matarskorti, og skjögra af þreytu og lúa? Hvernig stendur á því að fótalausir menn eru ekki á þessu heimili látnir hafa einhverja þá atvinnu sem ekki knýr þá til að ganga? f stuttu máli, hvernig stendur á því að sumt af börnunum á mannfélagsheimilinu eru höfð útundan? í heiðingjalöndum, svokölluðum, væri þetta ef til vill skilj- anlegt, en hjá þeim þjóðum sem telja sig kristnar og kveðast fylgja kenningum meistarans mikla, virðist það koma bein- línis í bága við alt sem kent er. Hér í landi gengur maður í kirkju að hlusta á fagrar ræður, þar sem lagt er út af kenningum Krists. f einni kirkj- unni er lagt út af setningunni: “Það sem þér gjörðuð einum af þessum mínum minstu bræðrum, það hafið þér mér gert.” Og svo leggur presturinn áherzlu á það að tímanleg og eilíf farsæld sé undir því komin að fylgja þeirri reglu að breyta við alla aðra eins og maður sjálfur vildi láta við sig breyta. Og söfnuðurinn lofar ræðuna einum rómi. En að lokinni messu fer fólkið út; á leiðinni frá kirkjunni mæta safnaðarmenn—og presturinn sjálfur—þeim hrygðar myndum sem hér er lýst að framan, og enginn virðist veita þeim verulega athygli. Lazarus liggur enn við dyr hins auðuga manns, og hundar sleikja sér hans; það geta menn séð á Aðalstræti í Winnipeg, daglega. x Levitinn og fariseinn ganga enn þá 'fram hjá hinum særða og veika manni, og láta hann afskiftalausan; en Samaritinn gerir sitt bezta honum til líknar og hlýtur fyrir háð og jafnvel ofsóknir. Og margir eru svo blindir að þeir sjá ekki mótsögnina í þessu; mótsögnina í því að boða og prédika kenningar Krists hins kærleiksríka, en breyta í lífi sínu sem heiðingi. Hvenær skyldi mannfélagsheimilið verða svo fullkomið áð það hætti að hafa veikluðustu börnin út undan ? Hvenær skyldu augu mannanna opnast fyrir því sannleiksljósi að Kristur kom ekki í heiminn til þess aðeins að láta prédika kenningar sínar, heldur lifa eftir þeim? ^ Manitobaþingið. Norrisstjórnin kom til valda fyrir tæpum þremur árum. Miklar voru þær vonir sem menn gerðu sér um framtíð hennar og framkvæmdir. Roblinstjórnin hafði verið við völd í 16 ár og fór þannig frá völdum að fjárdráttur, samsæri, óhóf, og allskonar óhæfur mörkuðu spor hennar hvar sem leiðin var rakin, ef trúa má því sem blöðin staðhæfðu, og framkom fyrir rétti. Norrisstjórnin lofaði mörgu fögru og góðu, og alment báru kjósendur til hennar fylsta traust. Hún lofaði jafn- rétti kvenna við menn; hún lofaði vínsölubanni; hún lofaði beinni löggjöf; hún lofaði réttlæti og sanngirni í embættaveit- ingu; hún lofaði bændum og verkalýð aðstoð; hún lofaði spar- semi, og hún lofaði því síðast en ekki síst að hætta ekki fyr en hinir seku f járdráttarmenn — ráðherrarnir — væru komnir þangað sem þeir ættu heima, sem hún sagði að væri í fangelsi. Stjórnin fór vel af stað; hún efndi loforð sitt við bindindis- menn, efndi það með heiðri og sóma. Hún efndi loforð sitt um það að veita konum atkvæði, þótt hún á hinn bóginn vanrækti þá siðferðisskyldu að mótmæla því að atkvæðin væru svo að segja samstundis tekin aftur af fjcJda þjóðhollra kvenna hér í fylki, eftir að þær höfðu fengið þau. Hún efndi, að svo miklu leyti sem í hennar valdi stóð, loforðið um beina löggjöf, jafnvel þótt sumum fyndist hún ekki að öllu leyti breyta samkvæmt anda þeirra laga síðar. Hún efndi að talsverðu leyti það loforð að hugsa um hag bænda og verkalýðs. Að því er síðasta atriðið snerti—sem um kosningarnar var gert að aðalatriði, er það að segja að þar brást stjórnin að miklu leyti. Aðeins einn maður, sem aldrei var annað en verkfæri í hendi aðalskálkanna var dæmdur í fangelsi, en þegar svo langt var komið að fangelsisdyrnar blöstu opnar við ráðherrunum—þeim sem aðallega höfðu verið taldir sekir, þá misti dómsmálastjórinn kjarkinn og kvaðst ekki mundu halda lengra; var því öllum hinum kærðu, nema Kelly slept án dóms og hegningar. Þetta atriði voru vonbrigði öllum þeim, er jafnt vilja sjá réttvísina ganga yfir háa sem lága, volduga sem vesæla. Að þessu leyti brást stjórnin algerlega, , og er það illa farið, því það gefur öðrum skálkum undir fótinn þannig að þeir treysta því, ef þeir komist hátt í tigninni, sé sér öll óhæfa óhult sér verði slept. Réttlætistilfinning þjóðarinnar hefir sjaldan eða aldrei fengið verri snoppung en þá þegar Hudson, fyrverandi dóms- málastjóri lýsti því yfir að hann ætlaði að láta málið falla niður. Ef mennirnir voru sekir, átti ekki að hætta fyr en síðasta spor hafði verið stígið til þess að fá þeim hegnt; ef þeir voru saklausir átti að sýkna þá með dómi og stjórnin átti að biðja þá fyrirgefningar á óhróðrinum. Stjórnin hefir því reynst bæði vel og illa; hún byrjaði ágætlega, en henni förlaðist fljótt. Nú er þriðja þing þessarar stjórnar ný afstaðið. Fyrsta þingið var frábærlega afkasta mikið og stórstigt; annað þingið var allgott, þótt minna kvæði að þvi; þetta þriðja þing hefir fjallað um nokkuð margt, en flest fremur atkvæða lítið. Rannsókn hafði verið heimtuð, og hún fengist viðvikjandi starfi Wilson’s þess er forstöðu veitti þeirri deild er ákveða skyldi skaðabótafé verkamanna. Það sannaðist fyrir réttin- um að þessi maður hafði verið fjárbruðlari i mesta máta, og óhæfur i stöðu sinni, en samt var honum ekki vikið frá embætti, sem þó hefði verið vægasta hegning hugsanleg. í þessu atriði förlaðist stjórninni. Eitt af aðalmálum þeim er fyrir þingið komu var krafa um að ákveðið skyldi lágmark vinnulauna; þetta mál afgreiddi þingið þannig að því var neitað, og var í þess stað ákveðið að láta nefnd fjalla um það, er skipuð skyldi fimm mönnum; tveimur völdum af verkamönnum, tveimur af verkveitendum, og einum útnefndum af stjórninni sjálfri. Við þetta er það að athuga að hér þarf ekki annað en að hafa óholl áhrif á einn mann—oddarmanninn— til þess að alt verði dæmt öðrum partinum í vil, og þeir sem þau óhollu áhrif geta haft eru ávalt öðru megin—verkveitanda eða auðmanna- megin. Þetta þykja ef til vill ósanngjarnar athugasemdir, en lítum á fyrri sögu þessa lands í samskonar málum. Vér álítum að í þessu máli hafi þinginu förlast. Annað stærsta málið sem þingið fjallaði um var eignar- réttur giftra kvenna; fóru konur fram á að þær hefðu full eign- arráð á einum þriðja allra þeirra eigna er hjónin ættu. Nú eru lögin þannig að maðurinn á alt, en konan ekkert. Var það einnig ákveðið í þessum lögum að maðurinn mætti ekki selja eignir heimilisins án samþykkis konunnar. Þetta neitaði þingið að samþykkja, og er.oss óskiljanlegt að slíkt skyldi geta komið fyrir eftir alt það sem þessi sami flokkur hafði látið til sín sjást og heyrast um algert jafnrétti kvenna á dögum Roblin stjórnarinnar sælu. Þess ber að geta hér að F. J. Dixon, þingmaður fyrir Mið- Winnipeg fylgdi fast fram öllum þessum umbótafrumvörpum, en kom auðvitað engu til leiðar. Það eru heilræði sem “Voröld” vill gefa Norrisstjórninni, að ef hún hugsi um tvent: sína eigin framtíð og velferð fólksins þá reyni hún að gera betur til leiðar. Systurnar. “Venjulega kemur systrum illa saman, og sérstaklega séu þær aðeins tvær,” segir Kristofer Janson. “En þótt þeim verði oft skap brátt hvorri við aðra,” bætir hann við, “þá rennur blóðið til skyldunnar ef eitthvað mót- drægt mætir annari. Eru þess allmörg dæmi að systur sem aldrei gátu á sárshöfði setið voru fúsar að leggja líf og heilsu í hættu hvor fyrir aðra ef á þurfti að halda. Þetta mun vera rétt í báðum atriðum; rétt að systrum komi venjulega illa saman, og rétt að þær séu samt til þess reiðubúnar að verða verndarengill hvor annarar. Oss dettur þessi staðhæfing Kristofers Jansonar i hug í sambandi við Canada og Bandaríkin. Þessi tvö lönd eru í vissum skilningi systur, og því miður verður ekki sagt að þær hafi ávalt komið sér vel saman. Áður fyr—og jafnvel til skamms tíma—hafa þær verið all afbrýðissamar; hefir hvor um sig þózt hinni fegri og fullkomnari og svo langt hefir sú tilfinning rekið þær í gönur—þótt langt sé síðan—að þær hafa látið börn sín berast á banaspjótum. Það var aðeins fyrir viturleg ráð og umsvifalausar fram- kvæmdir tveggja manna að banvænar skærur milli þessara systra féllu niður. En skapið var það sama og það brauzt út á vissum tímum við viss tækifæri. Þannig minnumst vér þess að vestur í landi var maður kallaður landráðamaður fyrir það' að hann hóf Bandaríkjaflaggið upp á stöng við hlið Canadaflaggsins, 4. júlí. Canadamenn og Bandarík-jamenn köstuðust á hörðum orðum og brigsluðu hvorir öðrum um ýmislegt ósæmilegt á víxí. Sunnanmenn töldu Canadamenn daufingja og svefnpurkur en Canadamenn kölluðu hina vindbelgi og flautaþyrla. Árið 1911 var það talinn ljótasti bletturinn sem hægt væri að finna á manni að hann væri með frjálsri verzlun milli þess- ara landa. Önnur systirin mátti ekki rétta hinni brauðbita í' skiftum fyrir kjöt, eða eitthvað annað- nema borga sekt fyrir, sem kallaður var tollur. Og þetta var gjört að svo mikilli grýlu að hver sem gerði sig sekan í því að flytja kenningar um frjálsa verzlun, hann var talinn landráðamaður; það var álitið að systurnar kynnu að færast of nærri hvor annari og að vera sekur um slíkt var óskapleg synd. Nú er þetta breytt; nú hafa báðar systurnar lent í ógæfu, nú eiga þær báðar í stríði, nú eiga þær báðar í vök að verjast; nú þarf hvor á annarar hjálp að halda, og við það hefir þeim runnið blóðið til skyldunnar. Syðri systirin hefir fundið það út að hin er engin sofandi vofa, og sú nyrðri hefir komist að raun um að sú syðri er enginn flauta þyrill. Nú standa þær samhliða; þær líða saman og njóta saman; þær hugsa saman og framkvæma saman. Aldrei hafa börn þeirra kynst hvert öðru eins vel og ræki- lega og einmitt nú. Aldrei hafa þær fundið til hvor með annari í eins ríkulegum mæli og þær gera nú; nú fyrst hafa þær fundið að þær eru sannar systur; fundið sjálfar sig; fundið hvor aðra.

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.