Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 4

Voröld - 22.04.1919, Blaðsíða 4
Blg. 4 VORÖLD. Winnipeg, 22. apríl, 1919 kemur út á hverjum þriðjudegi. Otgefendur og eigendur: The Voröld Publishing Co., Ltd. Voröid kosta $2.00 um árið I Canada, Bandaríkjunum og á fslandi. (Borgist fyrirfram.) Ritstjóri: Sig. Júl. Jóhannesson Ráðsmaður: J. G. HJaltalín. Skrifstofur: Rialto Block, 482% Main Street—Parmers Advocate Bldg. (gengið inn frá Langside Street) Talsími Garry 42 52, Friðarþingið par hefir ekki alt verið sem sléttast og feldast. Wilson forseta hefir í mörgum atriðum greint á við hina þjóðhöfðingjana; hefir hann stundum unnið og stundum tapað. Svo að segja öll mál hafa verið útkljáð af einurn fjórum mönnum; Wilson, Lloyd Georg.e, Clemeneeau og Orlando. Wilson virðist hafa verið miklu nær þjóðstjórnar hugmyndinni en allir hinir, og miklu meiri fólbsins maður. Fyrir skömmu var í svo hart komið að hann símaði eftir skipi sínu frá Ameríku og var það þannig skilið að hann ætlaði að yfirgefa friðarþingið. En sættir munu hafa komist á og hann varð kyr. Blöðin á Frakklandi taka málið misjafnlega; sum telja Wilson ráðríkan og ópraktiskan dagdraumamann; önnur telja hann sannan vin alþýðunnar. Blöðin fá eklti að flytja annað af þing- inu en þeim er leyft, og koma þau stundum með stórar eyður þar sem eftirlitsmenn stjórnarinnar hafa tekið úr þeim heila greinarkafla. pessu una blaðamenn þar illa og hafa allskonar heitingar í frammi. Nú er sagt aðsamningamir séu þegar tilbúnir frá hálfu banda- tnanna, en verði ekki birtir fyr en þjóðverjum sé skipað að skrifa undir þá; er talið víst að það verði um 15. næsta mánaðar. Hafa pjóðverjar þegar lýst því yfir að ef samningarnir séu ekki nokkurn- veginn sanngjamir þá undirskrifi þeir ekki. “pað er betra að fara aftur í stríð og halda áfram þangað til síðasti maður er fallinn, en að taka friði sem þýddi þrældóm’’ segir Tribune að forsætisráðherrann hafi sagt. Deila er risin upp á milli Nottlieliff’s lávarðar og Lloyd George á Englandi og er hún afar svæsin. Segir Lloyd George Norcliffe vera fullan afbrýðissemi vegna þess að hann hafi ekki verið kosinn fulk trúi á friðarþingið, en Northcliffe segir að Lloyd George hafi bragð- ist trausti þjóðarinnar, skilji ekki tákn tímanna og sé til þess óhæfur að stjóma. Er búist við að þessi deila verði bæði löng og hörð því báðir era ofurkappsmenn. _ ö Þýðing sjónleika Vér stöndum á tímamótum. í fyrsta skifti í sögu Vestur-lslend- inga hefir komist á almenn breyting til þjóðvakningar og viðhalds tungu vorri.Undir því hvernig þetta fyrirtæki hepnast er það komið hvemig oss tekst að varðveita þá helgu dóma er vér höfum flutt með oss vestur um haf. Eitt af því sem sterkaii þráð getur myndað í þjóðemisþátt vorn era íslenzkir sjónleikir. pað hefir verið viðurkent frá því fyrsta að sögur fara af að fátt hafi meiri áhrif en velortir og velleiknir sjónléikir. par sem líf þjóðarinnar er framleitt í lifandi myndum og þær eðlilega leiddar fram fyrir alþýðu. Eins og ohreinn maður sér það þegar hann lítur í spegil að honum er þvotta þörf, þannig sér óhrein þjóð það í spegli fjónleikanna að henni er endurfæðingar þörf. Velritaðar sögur, fagurlega ort kvæði, skarplega skráðar greinar —alt þetta hefir sína mikla þýðingu og sín sterku áhrif, en það getur aldrei jafnast við sjónleika. pegar sálir mannanna era látnar koma fram á leiksviðinu og opin- bera í daglegu lífi allar sínar sorgir, alla sína gleði, allar sínar hörm- ungar, alla sína sælu, þar sem þær sumar birtast bjartar eins og þær væra svipur og líking hins algóða, en aðrar era svartar eins og fylgjur hins illa anda; þar sem ástríður berjast gegn ástríðum, ást og hatur lieyja orastur; þar sem opinberaðar eru hinar leyndustn athafnir og jafnvel hinar leyndustu hugsanir—Já, þar geta mennimir séð sínar eigin sálir og annara. pangað fara menn af öllum stéttum, á öllum aldri og þar verða þeir fyrir ósegjanlegum áhrifum. pótt hinir ungu fáist ekki til þess að sækja fyrirlestra eða ræður, þá sækjast þeir eftir sjónleikum. Ef vér gætum komið upp leikflokki þar sem alíslenzkir leikir væra sýndir öðru hvoru og með þá farið út um bygðir íslendinga, mundi það festa margt íslenzkt orð í huga hinna ungu og vekja marga kugsun sem aldrei hefði vaknað ella. Sjónleikir úr íslenzku þjóðlífi að fomu og nýju gætv’ nnnið krafta- verk fyrir þjóðemis viðhald vort. Vilja þeir ísleudingar—menn og konur—sem leikhæfileika hafa taka saman höndum og mynda leik- félag? Hermenn vorir Fyrir skömmu var það auglýst að Voröld hefði byrjað upplýsinga og aðstoðar skrifstofu fyrir hermenn. Hafa mjög margir notað sér þetta og það hefir orðið mönnum að liði á ýmsan hátt. í þessu blaði er mál telcið til athugunar sem hermenn vorir ættu að gefa meiri gaum en hingað til hefir verið gert. það er viðvíkjandi hinum nýju lögum sambandsstjómarinnar um land og peningalán handa hermönnunum. Á því er enginn efi að hér er um mál að ræða sem mikils er vert. Oss vitanlega hafa Islendingar ekki notað sér þann hagnað sem þessi lög bjóða, nema sárfáir; er það þó víst að margir íslenzkir her- menn era bæði hér í Manitoba og Saskatchewan sem gæti búið sér góða og glæsilega framtíð með því móti. Skilyrðin til þess að geta fengið land eða lán eða hvortveggja með ákvæðum þessara laga era þau sem hér segir: Að umsækjandi hafi verið í landher eða sjóher Canada meðan þetta stríð stóð yfir, og farið úr hemum með óflekkuðu mannorði. Verða umsækjendur að mæta fyrir nefnd sem um það dæmir hvort þeim bcri þessi hlunnindi og hvort þeir liafi nægilega þekkingu á bún- aði. Geta þeir fengið keyptar 320 ekrar af landi (eða minna) sem eklti kosti meira en $5,000.00; skuli þeir sjálfir borga af því 10% eða $500.00 mest, en hitt ($4,500.00) lánar stjórnin og borgar út í höna um lcið og kaupin eru gerð. , Auk þessa lánar stjórnin $3,000.00 til þess að byggja hús, kaupa gripi og áhöld. Alls er því lánið alt að $7,500 og skal það borgast á 25 áram og af því greiðast 5% vextir. Eru þetta svo góð kjör að betri verða ekki kosin. Meðal íslendinga er fjöldi liermanna sem bæði geta uppfylt skil- yrðin sem ákveðin eru að því er mannorð og búnaðarþekkingu snertir og ættu þeir sannarlega að færa sér þessi hlunnindi í nyt. Hermannasktifstofa Voraldar verður hér eftir opin kl. 11 til 12 f.h. að 482% Main Street, og viljum vér hér með áminna þá sem ein- hverra upplýsinga þurfa viðvíkjandi þessum landakaupum og lántöku að koma þangað; vér getum gefið allar upplýsingar sem þar að Mta, og gerum það ókeypis. Sómi þjóðar sinnar Christjan Síverts, landi vor frá'Victoria, kom til bæjarins á föstu- daginn á leið austan frá Ottawa. Hann er forseti í félagi hinna Can- adísku pósta og var kosinn til þess að flytja mál þeirra og kröfur fyrir Ottawastjóminni. Síverts er maður ötull og fylginn sér, skynsamur, ritfær og ágætlega máli farinn. Hann er einn hinna atkvæðamestu verkamannaforingja í Canada eins og bezt sézt á því að honum hefir vérið trúað fyrir þeirri stöðu sem hann skipar. Hann er á sextugs aldri, en svo unglegur og fjörlegur að vel mætti halda að hann væri ekki fertugur; áhugi og sálarbirta eru beztu vamarmeðul við elli- mörkum. Hugrekki?-- Blindni?— Þrái?— eða hvað? “Hann er að” segja menn þegar úr hófi gengur með eitthvað. þannig eru menn farnir að segja um minnisvarða klausurnar hans B. L. Bandwinssonar. Hann skrifar í belg og biðu í hverri viku og fer að eins og sauðkindin heima sem datt ofan í mógröfina, reyndi að komast þar upp úr sem bakkinn var hæstur og klifraði og krafsaði þar þangað til hún varð uppgefin, datt á kaf ofan í vatnið og drukn- aði. Henni datt ekki í hug að reyna fyrir sér annarstaðar, þótt þar hefði verið auðvelt að bjargast. Baldwinson gengur fram hjá öllum röksemdum og öllum grund- völluðum mótbárum. í þeirri grein sem frá honum birtist nú er hver silki húfan upp af annari; þessar eru þær helztu: 1. Að gamalmenna heimili, bamahæli og líknarstofnanir séu eigingirnis stofnanir. -Ný kenning. 2. Að allar líknarstofnanir séu með öllu óskyldar stríðinu og eigi ekkert skylt við það. Hér er beinlínis farið vísvitandi með ósann- indi; sá sem á tilfinningar, sem ckki eru með öllu sloknaðar hlýtur að mótmæla þessu við þá daglegu sjón sem honum ber fyrir augu í Win- nipeg sem bein afleiðing af stríðinu. 3. Að af þvx meirihluti á fundi í Winnipeg FÉKST til þess að standa ekki upp á móti þessum minnisvarða þegar Einar Jónsson var liér, þá sé hann sjálfsagður. . það er að segja: Winnipegmenn eru allir Vestur-lslendingar sem þörf er á að telja. 4. Að myndastytta var reist af Thorvaldsen og Jóni Sigurðssyni, því eigi að reisa þennan minnisvarða, sem er ekki myndastytta af neinum manni. Hér er það auðséð hversu skammsýnn ritarinn er, þar sem hann ruglar saman þessari mynd af vissum manni við margbrotið listaverk af hugmjnidum. 5. Að minnisvarðinn verði eingöngu afleiðing stríðsins; bara minning þeirra sem féllu af fúsum vilja. Sá varði sem hér var sýndur er alls ekki þannig; það vita þeir sem myndimar sáu. Meira í næsta blaði. Bændur og búnaður (Nýmæli) Eins og kunnugt er byggjum vér þann hluta Canada sem yngstur er og þroskaminstur að því er iðnað snertir. Eigi Vestur Canada að ná þeirri fullkomnun sem þörf er á þá þarf þar að koma upp allskon- ar iðnaður; og til þess eru öll föng ef framkvæmdir og samtök brestur ekki. Eitt hið allra nauðsynlegasta í þessu efni er að stofna verkfæra- framleiðslu, hefjast handa og smíða akuryrkjuáhöld af ýmsu tagi. Slík stofnun ætti að komast á fót í Winnipeg og það sem allra fyrst. Vér vitum til þess að fleiri hugsa líkt oss í þessu efrii. Svo langt hefir það komist að því mun hafa verið hreyít á síðasta þingi, ekki með framkomnu framvarpi, en það mun hafa verið í undir- búningi og kemur væntanlega fram á næsta þingi í haust eða vetur. Sá sem þetta hefir með höndum mun hafa hugsað málið rækilega og verða tillögurnar í þessa átt, eða svipað því: 1. Að eitthvað þurfi að taka til bragðs tafarlaust til þess að létta þá tollabyrgði sem bændur era bundnir með álögum á akuryrkju- verkfæri. 2. Að fylkisstjóminni sé skylt og að það- sé stefna hennar að veita bændum alla mögulega aðstoð og efla búnað með þeim iðnaði er honum gæti verið til eflingar. 3. Að stjómin veiti því annaðhvort “Grain Growers” félaginu eða einhverju öðru áreiðanlegu félagi ábyrgð til þess að það geti byrjað á akuryrkju verkfæra framleiðslu í stórum stíl, sem seld séu bændum með svo lágu verði sem hægt sé. Oss finst þessi hugmynd vera einstaklega góð og vér viljum ljá henni fullkomíð fylgi. Sambandsstjómin hefir þegar sýnt það að henni er alvara með að létta ekki tollabyrðinni af bændum, og þess vegna verða þeir annaðhvort að bera byrðina þegjandi hér eftir sem hingað til, eða taka til sinna ráða, helzt í samráði við fylkisstjómina ef hægt er. Hveitiverzlunin var til skamms tíma í höndum fárra auðmanna, eins og verkfæraverzlunin er nú; en “Grain Growers” félagið hóf sam keppni við þá og hefir það fyrirtæki orðið til mikillar blessunar. Eirns ætti að geta orðið með þetta. Með þessu móti væra tvær flugur slegnar í einu höggi. 1. Yerkfærin fengjust þriðjungi ódýrari en þau eru nú. 2. jietta veitti atvinnu fjölda manns við nytsöm störf og þarf- leg. Búnaðurinn er máttarstólpi þessa lands og þetta yrði honum til ómwlanlegra framfara. Nánar um-þetta mál síðar. Hugleiðingar (Niðurlag frá síðasta blaði) Eg hefi minst á verkafólk, kjör þess og kröfur. Lífsnið fólks yfir höfuð hlýtur að breytast. Fólkið þarf að færast nær náttúrunni, halla sér upp að brjósti hinnar sameiginlegu móður og finna og heyra hjarta hennar slá. Fólkið þarf að hafa tækifæri til langdvala þar sem það getur teygað af hinum lieilnæma og lífgefandi blálindum heiðlofts ins. Eg vænti þess að nautnin finnist í því framvegis miklu fremur en í hinni óstjórnlegu morðþrá sem einkendí þjóðirnar fyrir stríðið. Ef mér skjátlast ekki þá mun tíminn sanna að hermenn vorir sem heim koma frá Frakklandi liafa öðlast nokkurskonar annað eðli; í því fólgið að þeir þrá útiveru og lífsloft; þeir una ekki þeim inni- vistum sem líkari eru fangelsum en frjálsra manna bústöðum. peir hafa drukkið í sig löngun til íþrótta og heilbrigðra starfa undir beru loftí. pessari breytingu verðum vér að vera viðbúnir að niæta og eg fyrir rnitt leyti er í sjöunda himni þegar eg hugsa um þær framfarir sem í búnaði geta átt sér stað fyrir þessa breytingu. pað væri glæpur ef vér létum þetta tækifæri sleppa oss úr greipum. Ef vér þekkjum vitjunartíma vorn þá þýðir þetta það að aldrei framar þurfum vér að verða upp á nokkra aðra þjóð komnir með vist- ir. pað er að vissu gott og blessað fyrir stjórn vora að vinna að hagnaði af hjálendum vorum, en fyrsta og helgasta skyldan er þó sú, að færa sér í nyt hinar brosandi og frjóu lendur heima fyrir. Vér þurfum að gera landbúnaðinn svo aðlaðandi að fólkið fari þangað og geti orðið þar ánægt. Minnist þess að fólkið hefir ekki þyrpst til bæjanna af því það nenti ekki að vinna landið, heldur af því að þar hefir ekki verið lífvænt. pessu þarf að breyta. petta þarf að laga. Hin foma heimilishelgi þarf að rísa upp aftur. # * * Alþýðufólkið vill ekki fremur vera í bæjunum en úti á landinu, en kringumstæðurnar hafa rekið það liópum saman í bæina. Dýrtíð, álögur, ólög, óstjórn, misskilningur; alt þetta hefir farið í liersveitum vfir bygðir landsins og ógnað fólkinu þangað til þeð flýði inn í bæina —flýði frá erfiðleikum til örbyrgðar. # * * pegar eg hugsa um lifnaðarhætti vorra daga og allar þær villi- götur sem fyrirkomulag vorra tíma skapar, þá finst mér stundum eins Oig forfeður vorir og formæður vorar muni þá og þá rísa upp úr gröf- um sínum af gremju og xanþóknun. Aldarandinn er svo spiltur að menn eru til með að selja sálu sína fyrir landspildu eða nokkra pen- inga. aSvona er það nú samt í kverinu mínu, heima í Hólakoti” Sagt er að drengur einn heima hafa sagt þetta þegar presturinn vildi leiðrétta einhverja missögn hjá honum. pessu líkt fer milli okkar ritstjóra Lögbergs. Bókunum ber ekki saman. “petita er aldeilis ekki greinin sem ritstjóri Lögbergs þýddi,” segir hann nú í síðasta blaði um greinina sem eg tók upp úr grund- vallarlögunum Russnesku. Getur verið. En það er sú grein sem rit- stjórinn vísaði til og sagðist hafa þýtt. En hvaðan hann hefir þá grein sem hann kemur nú með veit eg ekki; hún er ekki til í lögunum; það er að segja þeirri þýðingu sem eg hefi hér við hendina, og sem birt var í blaðinu “Telegram” hér í bænum, 15. feb. s.l. En svo sýnist mer að hér muni vera um tvær mismunandi þýðingar, á sömu grein- inni að ræða. Og ber þeim saman um það atriði sem við deilum um. Hvorug greinin talar um afnám eignaréttar yfir höfuð, heldur aðeins að afnema “ einstaklings séreignarrétt að því er land snertir. ” Eins fer um tilvitnun ritstjórans í Websters orðabók. En þess má geta að margar útgáfur eru til af þeirri bók. Sumar stærri en Jónsbók eða Guðbrandarbiblía, aðrar eigi stærri en svo að stinga má þeim í vasa sinn. Sú sem eg hefi við hendina hefir þetta að segja: “Communalism:—A system in which communes or other small politieal units have very large powers, both as compared with tbe indi- vidual on the one hand and as compared with the central government on the other,—substantially equivalent to communism.” “Communism:—1. A system of social organization in which goods are held in common:—the opposite of the system of private property” “2. A system of social organization where large powers are given to small political units, or communes; communalism. ” “3. Any theory or system of social organization involving comm- on ownership of the agent of production, and some approach to equal- ity in the distribution of products of industry:—unformulated social- ism.” ‘'The popular use of the word communism conforms to the third of these definitions. ” Websters New International Dictionary—gefin út 1912 A íslenzku:—“Communalism: Félagsslripulag þar sem sveitir og aðrar smáar þólitískar heildir hafa mjög víðtækt vald, bæði gagnvart einstaklingnum annarsvegar og gagnvart miðstjórninni hins vegar.” “Communism: Félagsskipulag þar sem eignir eru sameiginlegar—• andstætt því fyrirkomulagi að hver einstaklingur eigi sér eignir. ’ ’ ‘‘2. Félagsskipulag þar sem sveitum og öðrum smáum pólitískum heildum er gefið mjög víðtækt vald — communalism. ” “3. Ilver sú félagsfræðileg kenning eða fyrirkomulag, sem felur í sér sameign þess er að framleiðslunni lýtur, og að einhverju leyti miðar að því að jafna skiftingu vinnu arðsins — óformlegur sócialism. “Almennast er að nota orðið communism samkvæmt þriðju skýr- ingunni. ’ ’ “nöff sedd! mister! eh?” Að öðru leyti er óþarfi að fara mörgum orðum um þessa leiks- loka grein ritstjórans. Hún er að öllu líkari því að hann sé þar að reyna að yrkja í óbundnum stíl, heldur en að rökræða mál. Ekki slcal eg neinu um það spá hve langt hann kann að komast í þeirri list, með tímanum, ef hann æfir sig vel og er iðinn; þó hortittir einsog t.d. “svana söngur manns sem er að sökkva” komi fyrir í þessu fyrsta skáldverki hans, er það tæpast tiltökumál. Ekki veit eg hvaða erindi þessi Gompers-grein á inn í þessar um- ræður. pað virðist svo sem hartn hafi nú lifað sitt fegursta sem “leiðtogi” verkamanna. Blöð þeirra tala nú um “Gomperism” með álíka mikiili virðingu og við tölum um “Rogerism” eða “Roblinism” H.Gíslason

x

Voröld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Voröld
https://timarit.is/publication/221

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.