Þjóðstefna


Þjóðstefna - 31.08.1916, Blaðsíða 3

Þjóðstefna - 31.08.1916, Blaðsíða 3
þJÓÐSTEFNA þér getið komið fram í minn stað. Finnist erfðaskráin ekki á þeim stað, sem eg sá hana og eg skal segja yður hvar er, nú — þá er svo sem engu tilspilt hvað yður snertir. þér segið bara að and- arnir hafi blekt yður. En ef það reynist satt, sem eg segi, þá fáið þér hálf fundarlaunin og meiri lofræður í blöðunum en nokkur andatrúarharaldur hefur nokkru - sinni fengið". „Og hvað ætti mér“ spurði Jonni að lokum, að geta gengið til þess að vera að biðja yður um þetta ef eg segi yður ekki satt?“ Prinsinn svaraði engu. Hann sveiflaöi kristallskúlunni i skaut sér og laut höfðinu eins og hann væri að grannskoða hana, en í raun og veru var hann aðeins að tefja tímann til þess að geta íhugað alla málavöxtu og tók hann upp aftur spurningu Jonna með sjálf- um sér. Hvers vegna var þessi ókunni maður að biðja hann að- stoðar í þessari blekkingartilraun ef hann segði ekki sannleikann? Hins vegar kom honum ekki til hugar, að Jonni segði satt. Hon- um var sjálfum ótamt að ganga á „götu sannleikans“ og hann var þegar búinn að geta sér þess til hvernig á því stæði, að Jonni ætlaði að leiða hann út í þessar gönur. Og ástæðan var sú, að Jonni hlyti að vera leynilögreglu- þjónn, er væri að véla hann í einhverja gildru þar sem lögregl- an gæti svo gengið að honum, en prinsinn kærði sig hvorki um að óvingast við lögregluna né heldur að komast í nein kynni við hana. Óskaði hann yfir höfuð engrar íhlutunar af hennar hendi, heldur aðeins þess, að hún léti sig afskiftalausan. En fyrst að út í það var komið, að hún virtist nú ekki ætla að láta sig afskiftaiausan, þá sá hann þarna í kristallskúlunni ráð til þess, ekki aðeins að forðast gildruna, heldur einnig til þess að ónýta hana sjálfum sér í hag. í stað þess að gefa leynilög- regluþjóninum færi á að kæra sig, þá skyldi hann sjálfur kæra leynilögregluþjóninn og gerast hjálparmaður lögreglunnar. Hann ætlaði að hringja til hennar og segja henni að handsama mann, sem ætlaði sér að svíkja fé út úr frú Berent. Hann þrýsti á rafmagnshnapp í annari stólbríkinni án þess að Jonni yrði var við og heyrðist þá hringing frammi hjá ljóshærðu stúlkunni. Dró hún dyratjaldið til hliðar og gekk inn til þeirra. „Afsakið, Yðar Hátign“, mælti hún. „það hringdi til mín mað- ur, sem óskar að ráðfæra sig við yður viðvíkjandi Suður-Ame- ríku ríkisskuldabréfunum“. „Hann verður að bíða“, svar- að prinsinn. „Fyrirgefið, Yðar Hátign“ hélt hún áfram. „Hér er um miljón- ir að tefla!" þessi orðaskifti voru saman- tekin ráð þeirra til þess að gefa prinsinum ástæðu til að ganga fram í fremra herbergið þó að hann sæti á tali viö einhvern. Hafði hún þessa þulu yfir svo hátíðlega og af svo mikilli alvöru, að Jonni varð allur að smjöri. Prinsinn lokaði vandlega hurð- inni á eftir sér þegar hann gekk fram í herbergið, en tók ekki eftir því að hún hrökk upp aftur og þegar hann fór að tala í síma- tólið, þá varaði hann sig ekki á því, að Jonni heyrði hvert orð, sem hann sagði. „Halló!“ sagði prinsinn í srn- um allra þýðasta málrómi. „Halló! Látið mig fá lögreglustöðina!“ það sló köldum svita út um Jonna. Hann beið ekki boðanna og kvaddi hvorki kong né prest. Meðan prinsinn var að rekast í því að ná rétta manninn tali ruddist Jonni út um framdyrnar og þaut ofan stigann í hendings kasti. Prinsinn starði á þá ljóshærðú fullur ótta og undrunar. „Er eg að ganga af göflun- um ?“ varð honum að orði. „Eg hélt að hann væri leynilögreglu- þjónn og hann var þá ekki ann- að en hrekklaus fingralangur. Hér verður orðið troðfullt af lögreglumönnum eftir nokkrar mínútur og hvað á eg þá að taka til bragðs? Hvern fjandann á eg að segja þeim?“ „Að segja þeim!“ tók sú ljós- hærða upp eftir honum. „Ekki annað en það, að þér séuð að leggja upp í langferð“. Jonni þóttist nú vera kominn að raun um að það væri lang- snjallast að hafa engan í ráðum með sér. Hann varð að koma þessu í verk einn síns liðs og það tafarlaust ef svo skyldi reyn- ast að lögreglan væri á hælunum á honum. Afréð hann því sam- stundis að laumast heim í hús sitt þá um kvöldið og mundi hann fara þaðan aftur sem hver annar innbrotsþjófur. Ætlaði hann sér að ná erfðaskránni þar sem hún lá falin og koma henni aftur í járnskápinn. Hann hugs- aði sér að smeyja henni inn á milli einhverra skjala, sem ekki væru sérlega mikils virði og mundu menn þá telja víst, að ekki hefði verið leitað nógu vandlega í fyrstunni. Morguninn eftir ætlaði hann svo að ná sér í skip og halda eitthvað út í lönd. Jonni sá það í hendi sér, að þetta var enginn hægðarleikur og næstum frá- gangssök en hér var einskis annars úrkostur. þannig bar það til, að um mið- næturskeið var hann kominn aft- ur á þann stað, sem hann hafði ætlað sér að stíga aldrei á fæti framar. * * * Allt virtist þetta ætla að ganga honum að óskum. Veðrið var mjög hlýtt svo að allir gluggar stóðu opnir og dimmt í lofti; sá- ust aðeins örfáar stjörnur en af trjám og runnum bar nægan skugga, sem hann gat leynst í og læðst eftir Hann tróð sér inn um limgarðinn og skildi eftir skóna sína fyrir innan hann; hélt hann svo áfram með mestu varkárni. Eiginlega fannst honum þetta vera létt verk nema að því leyti að það særði mjög tilfinningar hans að vera að stelast á nætur- þeli inn í sitt eigið hús þar sem heittelskuð kona hans lá í hvílu sinni. Honum voru margar leiðir kunnar til þess að ná inngöngu í húsið og þegar hann væri á annað borð kominn inn, þá treysti hann sér til að fara um það allt hátt og lágt jafnvel þótt bundið væri fyrir augun á honum. Svefn- herbergi hans, þar sem bókin var, er erfðaskráin var geymd í, var ekki áfast við svefnherbergi konu hans, heldur eitt herbegi á milli. Voru milliveggirnir þykk- ir svo að ekki var hætt við að neitt þrusk heyrðist gegnum þá og gat hann því haft alla sína hentisemi í herbergi sínu nema ef svo skyldi vera, að Jóhanna hefði flutt þangað herbergisþernu sína eða einhverja aðra vildarmey. Frh. Nýir kaupendur að þjóðstefnu fá ókeypis það sem út er komið af blaðinu ásamt með ritinu „Stjórnarskrárbreyiingin og Abyrgð Alþingis.“ sem hvortveggja verður sent þeim kosnaðarlaust með pósti. þeir af eldri kaupendum, sem kynnu að vilja fá ritið sent sér, skulu og fá það ókeypis meðan upplagið hrekkur til. Menn eru beðnir að taka vel eftir því, að borgun fyrir blaðið er ekki veitt móttaka, fyr en þess verður krafist af útgefendum blaðsins, og þá verður einungis reiknað hið ákveðna verð fyrir hvert tölublað, með því að þjóðstefna bindur sig alls ekki við ár- ganga, sem er úrelt fyrirkomulag og á alls ekki við hér á landi lengur en annarsstaðar. — TUXHAM-mótora og beztu smurningsolíurnar selur CLEMENTZ & CO. H|F, Þingholtsstræti 5. Reykjavík. Skrifstofutími 10—2 og 5—7 Sími 575. Gagnfræðaskólinn í Flensborg í Haföarfirði. þeir nýsveinar og eldri nemendur, sem hafa í hyggju að ganga gagnfræðaskólann í Flensborg næsta skólaár, verða að hafa sótt um skólavist til undirritaðs fyrir 15. sept. þ. á. Inntökuskilyrði eru: að nemandi sé 14 ára að aldri, hafi lært þær námsgreinir, sem heimtaðar eru til fermingar, hafi óflekkað mannorð og engan næman sjúkdóm. þeir, sem vilja setjast í 2. eða 3. bekk skólans og eigi hafa tekið próf upp úr yngi deildunum, verða að ganga undir próf að haustinu og sýna að þeir séu hæfir til að flytjast upp. Heimavistarmenn verða að hafa rúmföt með sér og tryggingu fyrir fæðispeningum í heimavistina. Námstími er frá 1. okt. til loka aprílm. Umsókn er bundin við a 11 a n skólatímann. Stúlkur jafnt sem piltar eiga aðgang að skólanum. Hafnarfirði 15. ágúst 1916. •• Ogm. Sigurðssori. Lífsábyrgðarfélagið 5) hefur fyrir stjórnendur tvo vitrustu, ábyggilegustu og lærðustu fjár- málamenn Dana, conferensráð V. Falbe Hansen og Direkteur Poul Lönborg. Félagið er sameignarfélag fyrir alla þá sem þar tryggja líf sitt. Vátryggingarfjárhæð 95 milljónir. Eignir23 milljónir. Félag þetta hefur aldrei farið í mál, en hefur haft ráð á að borga ávalt út tafarlaust og ávalt gert það. Flestir beztu fjármálamenn ríkisins eru trýgðir í því. Þeir sem vilja tryggja Iff sitt, til þess að auka lánstraust sitt, geta ekki verið of varkárir í vali, — Danmark er vegna auðæfa sinna og viturlegu stofnunar rétta félagið til líftryggingar. Láö: iðg'jöld. Hár bónus. Sá sem liefir verið líítryggður í 15 ár fær tvöfaldan bónus. Hráolíumótorinn ,Yesta‘ er sérlega góð mótortegund, sem er grandgæfilega reynd, og sem vinnur eftir „2-Takt Systemet". Mótorlnn „ Vesta“ þarf enga vatnsinnsprautingu. Mótorinn „ VestaK hefur rólegri, reglulegri og jaínari gang, en nokkur annar mótor. Mótorinn „Vestaa eyðir minna en allir aðrit bátamótorar. Mótorinn „Vestaa getur um lengri tíma verið í gangi án þess að vinna, og án þess að glóðarhausnum sé haldið heitum af lampa og sótar ekki. Mótornum ,Vesta‘ fylgir 2 ára ábyrgð og er það helmingi lengra en nokkur önnur mótorverksmiðja hefur. Mótor- ana útvegar verksmiðjan með 3 mánaða fyrirvara. , # Umboðsm. fyrir ísland: Magnús Guðmundsson, skipasmiður. Skipasmíðastöðin.

x

Þjóðstefna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðstefna
https://timarit.is/publication/224

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.