Fósturjörðin - 03.04.1914, Síða 3

Fósturjörðin - 03.04.1914, Síða 3
FÓSTURJÖRÐIN. 23 Til vinanna. Eftir því sem næst verður kom- ist, þá er þessu nýja blaði tekið yfirleitt vel alstaðar á landinu; — en þó með alt of litlum áhuga al- ment, enn sem komið er. Vér höf- um því heldur góðar vonir um að geta haldið blaðinu áfram, þó það verði að fara hægt og varlega fyrst um sinn, á meðan það er að trj'ggja sér nægilegar tekjur til að lifa á, er vér vonum að verði þó á árinu. Vér þökkum vinsamlega þau vel- vildarskeyti blaðinu viðvikjandi, er vér höfum þegar fengið frá einstök- um mönnum hér og hvar; — og er mjög kært að fá sem flest slík, þeg- ar hugur og framkvæmd fylgir máli. Eitt af því sem oss ríður mjög mikið á, að því er blaðið snertir, er að fá duglega og áreiðanlega útsölu- menn (og áskrifenda-safnendur) sem allra fyrst, og sem allra flesta, í öll- um sveitum og bygðum landsins. Og vér viljum treysta öllum góðum, hugsandi mönnum og konum til þess, að stuðla að því, eftir megni, að vér fáum scm flesta slíka útsölu- menn, svo að blaðið komi-d sem allra fyrst inn á hvert einasta heim- ili á landinu. Blaðið kostar 3 kr. árgangurinn (52 blöð), — eins og jafnstór blöð hata kostað minst hingað til.------- En sé það borgað fyrir fram, þá kostar það ekki nema aðeins 2 kr, árg. —- Og er þannig allra ódgrusta blaðið á landinu eftir stærð. En auk þess, þá er þetta blað eina blaðið á landinu sem er eign almenn- ings, og er laust við að vera atvinnu- eða gróðastofnun einstakra inanna. Og jafnframt er það eina blaðið sem hér er til, og stofnað hefir verið beinlínis og eingöngu til þess, að gæta réttar og hagsmuna alþýðunn- ar í landinu, einnig með því, að kvetja hana til þess að æfa sig á því að hugsa og ræða um almenn mál, svo að hún geti haft þau áhrif sem henni ber, og nauðsynlegt er, á löggjöfina og stjórnartarið í land- inu. Allir sem unna alþýðunni réttar síns, hljóta því að styðja þetta blað. '70-rtn Tygtdrucfu. fécut/uíruJurtu) ■o&rrv rrwrvnó usncUrj&xfl £ahor €xcha ge. (Framh). Félag þetta, sem er afar-öflug stofnun, náði mjög mikilli útbreiðslu og alþýðuhylli í vesturfylkjum Banda- ríkjanna og víðar, á skömmum tíma. Af stofnun þess, hefir meðal annars leitt það, að ýmsar spurningar hafa komist á dagskrár þjóðanna, og þar á meðal þessar: Hvers vegna að meiri hluli mannkynsins, skuli skorta nægilegt lífsviðurværi í nægtafullri veröld; og vegna hvers að framleið- endur auðsins í heiminum, skuli vera fátækir yfirleitt? Labor Exchange félagið, (vinnu- skiftafélagið), er stofnað — og við- urkent þegar í byrjun, — sem fjár- hagslega hagkvæm og heilbrigð nauð- sinjastofnun. Það hefir stofnskrá sína frá ríkinu Missoure í Bandar., en stofndeild þess er i Independence, Mo. 1 apríl 1896 (eftir 6 ár), saman- stóð félag þetta af 120 deildum í 30 ríkjum í Bandar. I Californiu voru þá 26 slikar deildir í lél. með 2000 meðlimum, er þá áttu fleiri miljónir dollara virði af fasteignum auk ann- ars. Tilgangur félagsins hefir verið útlistaður í hundruðum blaða og tímarita urn þvert og endilangt land- ið, og sum þeirra hafa verið stofn- uð að eins til þess að útskýra til- gang og stefnu félagsins. í hverju riki Bandaríkjanna eru stofnendur deilda i félaginu, sem ferðast um til að halda fyrirlestra um félagið og málefni þess, og marg- ir þeirra hafa arfleitt félagið að eignum sinum. Labor Exchange félagið tekur ekk- ert tillit til aldurs, stöðu, trúarbragða eður stjórmálalegra skoðana meðlima sinna. Það eina sem gerð er krafa til i þvi efni, er það, að meðlimir séu ekki óbótamenn, slæpingjar eða séu þektir að því að vera kkaðlegir félagslitinu. Aðgangur að félaginu gildir fyrir lífstíð og kostar $ t,00 að eins. Það tillag er notað til að- stoðar við stofnun deilda i félaginu. Við inngöngu í félagið skuldbind- ur hver meðlimur sig skriflega til þess, að heimta aldrei almennan lögeyrir fyrir innlög sín til félagsins né vinnu, heldur að eins verðmiðil fél. vinnu eða vörur. Hvernig þessu er auðveldlega fyrir komið verður sýnt síðar. Sérhver deild, sem myndast í fé- laginu fær stofnskrá sína frá stofn- deild félagsins og kostar hún f 2,50. Hver deild kýs sína eigin embættis- menn. Meðan ein deild er fámenn og í byrjun, þá er vanalega komist hjá þvi að ráða launaðan verzlunar- eða framkvæmdarstjóra fyrir félagið, í þess stað má oft komast að hag- feldum samningum í þvi efni við t. d. ærlega handiðnamenn eða aðra, með vægum kjörum; þangað til að deildin er fær um að halda mann fyrir föst laun við þau störf. Gjaldmiðill félagsins eru þrens- konar ávísanir, er allar standa silt ákveðna verðgildi. Form slíkra á- vísana leggur stofndeildin til hverri nýmyndaðri deild þegar í bvrjun. Hver ein slík ávísun, gefur handhafa tilkall til hinnar tilteknu upphæðar, til útborgunar i hverju þv{ verðmæti sem félagið hefir á boðstólum, að frádregnu vöruhúsgjaldi. Ein þess- ara ávísana, er innlagsskírteini, og ber hún með sér fyrir hvaða vöru hún er gefin, verðgildi hennar og hvenær hún er útgefin. Til varúðar bera þessar ávísanir það með sér, að þær eru ekki innleysanlegar fyrir löglegan gjaldeyri (almenna peninga eða gull), þær eru undirskrifaðar af 2 embættismönnum viðkomandi deildar. Hverjum meðlim ber því að taka þennan verðmiðil félagsins sem gjaldgenga borgun fyrir innlög sín til félagsins. Það er og enda svo komið, að menn utan félagsins taka verðmiðil þess gildan tnjög alment. Þótl þessar ávísanir séu ekki enn þá löglegur gjaldmiðill, þá er hann engu að siður ómótmælanleg ávisun á verðgildi það í vörzlum félagsins, sem hún er gefin út fyrir; á sama hátt og bankaseðlar eru vanalega ó- mótmælanlega innleysanlegir fyrir gull, og þess vegna hjálpa þessar á- visanír fél. ósegjanlega mikið úr hinum hörmulega peningaskorti framleiðandanna. Hvenær sem slíkur verðmiðill gengur kaupum og sölum manna milli, þá skrifar seljandi nafn sitt á bakið á honum, þegar svo að hann kemur til innlausnar þá borgar fé- lagið hann út með ákvæðisverði í vörum. Númer, útgáfudagur, merki og upphæð hverrar ávísunar, er innfærð í þann hluta blaðs þess í ávísana- bókinni, sem hún er tekin frá, og er hún síðan borin saman við þann blaðsstúf þegar hún kemur aftur tíl innlausnar. Félagið skapar sjálft eftírsóknina eftir sínum eigin vörum, jafnframt og það leitast við að fullnægja henni. Það hvorki tekur vexti né geldur vexti af lánsfé i nokkru til- felli. Með þvi að félagið framleiðir verðmætið af jörðinni, og hagnýtir það sjálft til eiginbrúks á sínum eigin liúgörðum og verkslæðum, þá leiðir af því að sjálfsögðu það, að allur arður af framleiðslu og iðnaði lendir til félagsmanna sjálfra. Með þessu fyrirkomulagi, pru auð- vitað þúsund tækifæri fyrir einstaka menn til þess að komast í skuldir, eins og undir vanalegum kringum- stæðum; en jafnframt er og líka fundinn vegur til að borga skuldir sinar á réttum tímum án þess að neyðast til að selja eða veðsetja eignir sínar fyrir peningalánum með háum vöxtum, eins og nú á sér al- ment stað, og sem oft er vissasta ráðið til að eyðileggja hvers mans sjálfstæði og velmegun. Frh. tir frá Ui og viðar að, útvega ég eins og að undanförnu eftir pöntunum til allra hafna landsins: Skilvindur, — Baltic, Alexandríu og Diabolo — á 35 kr. og yfir. Prjónavélar, — »Dnndas« og »Fa- voriU — á 50 kr. og yfir. Dundasvélaprjona, á 15 au. st., en 100 st. á 10 kr. að eins. Davis-saumavélar, — stignar — á 80-120 kr. Þvottavélar, (nauðsynlegar á hvert heimili) á 30—60 kr. Pvottavindur, (nauðsynlegar á hvert heimili) á 10—20 kr. Patentstrokka, nr. 1—3 (minst 6 i einu) á 40—48 kr. Garðplóga, — með tilh. áhöldum (minst 6 í einu) á 25 kr. Steinoliu-gasvélar, nr. 1—3 (minst 6 i einu) á 20—50 kr. Suðuskápar nr. 1—5, úr járni eða eir, á 15—40 kr. Útungunarvélar, með tilh. á 130 — 200 kr. Lofthitunarvólar (er hér ætti helzt að lögbjóða í öll hús) á 550 kr. og vfir. Ennfremur: vindmylnur, möl- unarkvarnir, orgel, pianó, vagna, kerrur, aktygi, reiðhjól, byssur, bifreiðar (»bíla«), olíu-aflvélar, vatns- mótora fyrir smávélar innanhúss i sambandi við vatnsleiðslukrana. — Einnig allskonar smiðatól ogsmíða- vinnuvélar af öllu tagi fyrir tré- smiði og járnsmiði o. fl. / stórheildum útvega ég mél- og hveitivörur, sem og járn- og stálvörur beint frá Ameríku á lægra verði en allir. — Minsta pöntun i þeim vör- um í einu er 5 tonn af stálvörum og 100 sekkir (128 ®) af mélvörum. Sérstök kjör iil kaupmanna og þeirra, er panta vélar o. þ. h. fyrir minst 500 kr. eða hið tiltekna af mél- og stálvörum. Vörurnar eru nýjar og vandaðar í alla staði, verðið sanngjarnt og afgreiðsla og viðskifti öll strang- lega áreiðanleg. Full borgun (eða bankaábyrgð) með pöntun að mél- og stálvörum í stórheildum. Og einn fjórði verðs minst með pöntun að vólum o. þ. h., sem vanalega er til hér á slaðnum, og fullnaðarborgun við afhending i Rvík. Sumar af þessum vörum eru oft fyrirliggjandi hér í Rvik, svo sem skilvindur, prjónavélar, vélaprjónar, saumavélar, þvoltavélar og vindur. Hitt annað hér talið vaivilega útvegað eflir pöntunum. Upp i nýjar vélar gelur komið til mála að ég taki gamlar sauma- vélar eða prjónavélar og þá á sann- gjörnu verði eftir gæðum. Aðalpantanir að vélum o. þ. h. frá Ameriku, sendi ég vanalega i febrúar og júní, og endrarnær þó hvenær sem er, sé nægar pant- anir fyrir. Verð á mél- og stálvörum er lægsta markaðsverð að viðbættu flutningsgjaldi og 3°/o ómakslaun- um. — Það er nú t. d. í höfn hér: þakjárn nr. 26—24 á 1272—14 au. pd. og gott og ágætt hveiti á 9^/s —10^2 ey. pd. i stórheildum. Sinnið því, sem hér er l boði, kœru landsmenn! svo sem þið þarfnist þess, er hér er talið. — Pað borgar sig. — Og sendið ávalt pantanir yðar með nœgum fyrir- vara! Reykjavík, (hóu » a.) i marz 19U Stefan B. Jónsson.

x

Fósturjörðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fósturjörðin
https://timarit.is/publication/225

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.