Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1899, Side 127
127
orðum, at mönnum mundi sýnask at snúask^til
hlýðni við Noregshöfðingja. Hann sagði ok svá, at
þá vóru eigi aðrir meiri menn á landinu en bræðr
hans, þá er Sæmund leið; en kallaði þá mjök sinum
ráðum hlita, þá er hann kæmi til. En við slíkar
fortölur slævaðisk skap jarlsins; ok gaf hann þat
ráð ti), at Islendingar skyldi biðja Hákon konung,.
at hann bæði fyrir þeim, at eigi yrði herförin«.
Skúli jarl hafði látið ákaft um þetta mál og vildi
eigi, að svo liti út sem hann hætti herförinni af
hviklyndi einu, og því gaf hann þetta ráð.
Snorri og þeir Islendingar, sem þá voru í Nor-
egi, báðu Dagfinn lögmann að flytja við konung, að
þessi ætlan fjelli niður. Dagfinnur var ráðgjafi kon-
nngs og hinn mesti vin Islendinga og tók þessu vel.
Kom þá svo, að stefna var til lögð, og mælti kon-
ungur til jarls eptir því sem segir í Hákonarsögu:
»Ætlan sú, sem hér hefir verit í sumar sýnist ráð-
inu ekki vitrleg; at herr sé gerr til Islands, því at
þat þikkir torsóttligt, en land þat hefir héðan bygðzt,
ok várir frændr ok foreldrar hafa kristnat landit,.
ok veitt landsmönnum mikil hlunnindi; eru þar ok
flestir menn saklausir við oss, þótt sumir hafi illa
gert til várra þegna, en þat man verða allra skaði,
ef landit er herjat. Nú vil ek biðja yðr, herra, at
þér látit niðr falla ætlan þessa fyri minn flutning«.
Þetta fluttu og margir aðrir; gaf jarl þá upp þetta
ráð.
Snorri hafði alls ekkert verið við riðinn deilu
Sæmundar Jónssonar og Norðmanna. Víg Orms
Jónssonar frjetti hann fyrst er hann kom til Noregs.
Orð hans máttu því mikið við jarl, og honum gekk
eigi annað til en að firra fósturland sitt frá því tjóni
sem vænta mátti, að það kynni að bíða, ef her yrði