Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 56

Eimreiðin - 01.07.1895, Qupperneq 56
136 Médicale 30. júní 1894, Því Þar segir hann ýtarlegast frá máli þessu. Þær ritgjörðir, er nú vóru taldar, eru um skaðleg áhrif ljóssins, en N. Finsen hefur líka athugað aðra eiginleika sólarljóssins og er seinasta ritgjörð hans um fjörgunarafl þessL Hann skýrir þar frá tilraunum, er hann hefur gert til þess að rannsaka það. Hann reyndi það fyrst á froskaeggjum. Fóstrið er aflangt í laginu og liggur svo samanbogið í egginu eins og kröpp skeifa. Ef tekið er eptir því, hvernig það þroskast, má sjá, að það tekur stundum hreifingar innan í egginu, er líður að því, að það fari að fara úr því. fíreifingar þessar eru optast eins; í einu vetfangi beygir það sig til gagnstæðrar hliðar, svo að það liggur öfugt við það, sem það lá áður. Ef sólarljósið skein á eggið, þá tók fóstrið miklu optar þessar hreifingar. Finsen reyndi þá á salamandra eggjum, hvernig hreifingar þessar yrðu, er hann ljet bláa, rauða, gula og græna sólarbirtu skína á þau, og eins hvernig þær vóru, er eggin vóru í skugga. Fóstrið liggur eins í þeim og i froskaeggjum og hreif- ingar eins glöggar. Tilraunir þessar sýndu tvennt, 1) að Ijósið hafði mikinn mátt til þess að koma fóstrinu til þess að hreifa sig, og 2) að máttur þessi var mestmegnis hjá bláu og tjólubláu litunum. Finsen ól upp pöddur af þessari tegund og sá, hve fjörugar þær vóru, er þær komu í dagsbirtuna og höíðu verið í myrkri; sumar ól hann upp i rauðu Ijósi og urðu þær jafnan fjörugar, er þær kornu i dagsbirtuna; en aptur á móti brá þeim hvergi og vóru rólegar, sem hann hatði alið í blárri birtu, enda vóru þær þegar orðnar vanar við bláu og fjólulitina. Finsen hefur reynt þessi áhrif ljóssins á ýmsum kvikindum, ánamöðkum, eyrnatvistum (forficula), bekkbítum (oniscus) og hlaup- bjöllum (pterostichus). Allir kannast við ánamaðkana, og er því bezt jeg segi frá, hvernig fór fyrir þeim. Finsen tók 20 ánamaðka og ljet þá i öskju alllanga og dreifði þeim jafnt um botninn. Fyrir lok notaði hann glerræmur rauðar, gular, grænar og bláar, og var hann vanur að nota svona lit gler til þess að ná litum ljóssins. Til þess að halda glerræmum þessum saman, setti hann þær í umgjörð, og Ijet hann þær í þeirri röð, sem nú var sagt. Eptir nokkra stund vóru allir ánamaðkarnir skriðnir undir rauða glerið. Hann sneri þá við lokinu, svo að þar varð blátt Ijós, þar sem áður haiði verið rautt; og er hann eptir nokkurn tíma gáði að öskjunni, vóru ormarnir komnir aptur undir rauða glerið. Þessa tilraun gerði hann hvað eptir annað bæði í vanalegri dagsbirtu og i sól- skini; varð endirinn ávallt sá, að maðkarnir skriðu undir rauða glerið. Stundum lágu þó nokkrir þeirra undir græna eða gula glerinu, og einstaka sinnum bar það við, að einn og einn lá kyr undir bláa glerinu, hnipraður saman í kuðung, en þessar undan- tekningar vóru varla teljandi. Undir rauða glerinu lágu maðkarnir kyrrir í einum kökk, en er lokinu var snúið við og bláa og fjólu- lita ljósið fjell á þá, leið eigi langt (1 til x/2 mínúta) þangað til ormarnir tækju að hreifa sig og skriðu fram og aptur. Aptur á 1 Lyset som Incitament. Nogle Experimenter. Hospitalstid., nr. 8, 1895.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.