Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Page 60

Eimreiðin - 01.07.1895, Page 60
140 Yngstu skáld Dana. Eins og kunnugt mun vera, var dr. Georg Brandes frumkvöðull og vegryðjandi nýrrar stefnu i skáldskap Dana um 1870. Sú stefna hefur almennt verið nefnd »realisme« og snýr sjer að lifinu, atburðunum og mönnunum, eins og það ber fyrir augu þeirra, lýsir þvi satt og náttúr- lega án þess að skrýða þá nokkurri annari blæju en skáldskaparlistarinnar sjálfrar. Öll hin helztu skáld Dana flykktust um Brandes sem flokks- foringja, svo sem Drachmann, Schandorph, J. P.Jakobsen o. fl., og allt fram á þennan dag á Brandes öndvegissætið i danskri fagurfræði, þrátt fyrir það að honum hefur ekki verið hleypt í prófessorsstöðu við há- skólann sökum hinna mjög svo frjálsu skoðana hans. Enn þann dag i dag er liann að sönnu flokksforingi eldri og yngri skálda Dana, sem með aðdáun og lotning fyrir hinum skörpu gáfum hans og skarpskygni i ritdómum rita i hans anda, en þó hefur nú á siðustu tímum myndazt flokkur af ungum skáldum, sem boða nýja trú, ef svo rná að orði kveða, hvað skáldskap snertir. Pessi ungu skáld, sem vóru áður ákafir Brandes- liðar, gáfu sanna og náttúrlega mynd af mannlífinu, skýra og nákvæma, og ortu hispurslaust og dularlaust um ást og æsku, sorg og gleði. En á siðustu árurn hafa þeir orðið fyrir áhrifum frakkneskra skálda og hafið nýja stefnu, er þeir nefna »symbolisme«, stefnu sem lýsir sjer i óljósum táknunum alls þess, er fyrir auga, eyra eða huga ber í því vetfangi sem það er sjeð, heyrt eða hugsað; skáldið segir oss aðeins það, sem i fljótu bragði og einstakt ber fyrir augu hans, eyru og sál, — hitt verður hver að segja sjer sjálfur, eða maður verður með öðrum orðum að skilja hálfkveðna visu; sá, sem les, verður að skálda sjálfur eða ráða i hið dularfulla mál. Pessi skáld eru miðaldarleg í anda, og yfir skáldskap þeirra margra er einhver drunga- og draugablær. Peir verða opt dreym- andi og óljósir sem Heine; mál þeirra hefur opt á sjer bifliublæ; það er iburðarmikið og fullt af samlíkingum og lýsingarorðum, frumlegum í því sambandi, sem þeir brúka þau, t. d. er þeir lýsa litum og litbrigðum. Peir tala um »hvit bros«, um »andlit hvít sem tunglskin í maí eða sem isblómum hjeluð rúða«, um »kinnar kafrjóðar sem kveldroði*, um hina »hvitu þrá« (den hvide længsel) o. s. frv. — Peir hirða minna um rím en efni og.yrkja opt i prósa.— Peir hafa til skamms tíma gefið út timarit, er nefndist »Taarnet«. Titilblaðið bar þegar vott um eitthvað sjergæðislegt, og frumlegir þykjast þeir umfram allt vera; titilblaðið var mórautt með fornfálegu letri og svartri umgjörð og yfir nafninu skein sólin, en undir því var jurtarstöngull með geislablöðum. — Ritstjóri tima- ritsins var Jóhannes Jörgensen; eptir hann eru margar stórar frásögur og tekst honum opt vel upp. Auk hans rituðu í tímaritið af kunnum mönnum skáldið Thor Lange, sem þýtt hefur margt og mikið úr rúss- neskum skáldritum og fengið doktorsnafnbót fyrir rit sitt um skáldið Alexis Tolstoj, mesta lýriska skáld Rússa á þessari öld; ennfremur Stucken- berg, Sofus Michaélis, efnilegt ljóðaskáld, lipur og þýður, Sofus Clausen o. fl. Sem dæmi skáldskapar þessa set jeg hjer þýðing tveggja kvæða i prósa:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.