Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1895, Side 66

Eimreiðin - 01.07.1895, Side 66
146 Og því jeg yður aðeins lofgjörð syng, en engin ráð. Þið vitið, góðir drengir, hve margar flugur flökta allt í kring, er fyrsti geislinn rósarknappinn sprengir. Hve sæl er enn þín unaðfangna tíð, þú ungi faðir, sem átt smáar dætur, — þig grunar fátt um allt þitt æfistríð og allar þínar löngu vökunætur — þær leiðir enn hin ljúfa móður-hönd, þær leika enn að barna-gullum sínum: þær eru blóm á blíðri sólskins-strönd, sem brosa sætt við föður-augum þínum. En er þær færast fram á þroska-skeið, og fara veginn, er þeim sjálfum hagar, þá verður stundum krókótt kossa-leið, þá koma, vinur, þínir svita-dagar. Þú sjerð þær girnast glys og fánýtt tál og gleyma öllum þínum spöku ræðum, en hún er ströng þín stóra föður-sál og stefnir beint að sínum dýrðar-hæðum; þar sjer hún rísa heiðan himin við sinn háa stofn er aldrei sveigjast lætur, sem stórir bjálkar standa úr hverri hlið þær stinnu greinar — þínar fögru dætur. Þar rís nú eikin bæði frið og bein og breiðir faðm við röðuls sumar-skini, og loks sjer fólkið hanga á hverri grein þar hárauð aldin — rí'ka tengdasyni. En fyr en þeirri háu hæð er náð, er hætt við truflist sálar þinnar friður, þá gagna stundum reyndra manna ráð; því ræð jeg þjer að setjast hjá mjer niður. Við kossa-flensi kannske gæti skeð jeg kynni ráð, sem gagnar ungum sprundum, þvi jeg hef, vinur, sitt af hverju sjeð og siglt hann jafnvel nokkuð krappan stundum. En vertu kátur, þvi er óhætt enn, sem æskan sjálf í tryggum faðmi geyrnir,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.