Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 27

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 27
103 Þó hamra-skuggar höndum um þig spenni, úr hrika-bergi stuðlaföll þú slær, með mána-gullið gustað fram á enni, °g geiminn stjarna’ á floti þér við tær. En hvílíkt veldi! vöku uppi’ að halda í varmaleysu’ og allra-hliða þröng, í myrkra-djúp og undir ísinn kalda, og endalausa, að hrynja’ í sterkum söng. II. Úr öllum þínum söng er glötuð sálin, ef segi’ eg, foss minn, kvæðið eftir þig — já, þó að inn að hjarta huliðsmálin í hljómum þínum titri gegnum mig. III. »Er drápshríð mönnum ægði, jafnvel inni, hún æpti’ að þeim um veður-grimma nótt: Pið skylduð beita bylja-ilsku minni á bata-leið, sem hverjum stórum þrótt’. Og hvatur hugur vegu ætti að vita að veðurgerð, í bæ við fjall og ós, sem sneri minni helju upp í hita, og hríðamyrkurs nauð í glaða-ljós.« »Við alda-söng þann æsti ’ún höf og sundin, og æddi um land og vann þar skaðann sinn. En ég er foss, við fjalla-stallinn bundinn, og fel í straumlegg hita-neistann minn. Eg missa þarf ei mína fornu prýði í megingerð, né röst mín verða lygn, því listin veit að draga’ upp dverga-smíði sem dyratré að minni frjálsu tign.«

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.