Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 35

Eimreiðin - 01.09.1914, Blaðsíða 35
I9I veru einskonar efnablöndun (Emulsion), þar sem hinar allra-smá- gerðustu eggjahvítuagnir séu blandaðar saman við sölt og sýrur ýmsra frumefna, þó á þann hátt, að hárþunnir veggir af þessum fitukendu efnum aðgreini hver efnasambönd fyrir sig og umhjúpi þau, og hafi á þann hátt afarmikla þýðingu fyrir líf og starfsemi frumlanna. Þessar »lípóídu« himnur hindra og snögga innrás eða útstreymi af vökva frá frumgerfinu. Rannsóknir og tilraunir Kræpe- líns og margra annarra hafa sannfært menn um, að vínandi, að minsta kosti í stórum skömtum, hafi áþekk áhrif á frumlur mið- taugakerfisins og sjálf svefnmeðölin. Ölæðið og önnur skaðleg áhrif ofdrykkjunnar á taugakerfið ætti þá í fyrstu að orsakast af trufiun hinna fitukendu efnasambanda, sem aftur hefir í för með sér breytingar á frumgerfi tauga — einkum heilafrumlanna. Með- an menn ekki neyta nema smáskamta af áfengi, raskast ekki hið innra jafnvægi í frumlunum og hinar fitukendu himnur verða fyrst gagnfærar fyrir vínanda, annaðhvort eftir afarstóra skamta af víni, sem druknir eru á stuttum tíma, eða eftir langvinna og mikla áfengisnautn. Jafnvel eftir hina dýpstu ölvímu ná frumlurnar sér þó bráðlega aftur, og nýtt innra jafnvægi kemst á laggirnar. En við sifelda ofdrykkju verða frumlur líkamans, og einkum frumlur taugakerfisins, fyrir óbætanlegum skemdum. Vínandi hefir tiltölulega mjög lítil áhrif á líkamshita mannsins. Það þarf mjög mikið af áfengi, næstum drepandi skamta, til að færa hitastigið niður að mun. 3—4 staup afbrenni- víni hafa t. a. m. engin áhrif á eðlilegan (normal) líkamshita; en í hitasótt lækkar áþekkur skamtur hitann um svo sem 0,1—0,2 stig. í snöggri (acut) vínandaeitrun getur hiti líkamans lækkað um mörg stig, og þessvegna er þeim oftast bráður bani búinn, er drekka sig fulla úti á víðavangi í köldu veðri. Áfengi í stórum skömtum lamar það frumlakerfi í heilanum, sem regluskorðar fram- leiðslu og útgufun hitans, og sömuleiðis það kerfi, er stjórnar taug- um æðaveggjanna, Áfengi hefir yfirleitt mikil áhrif á taugar æða- veggjanna. Eins og allir þékkja, kemur oftast fyrst roði í andlit manna, er þeir sitja að sumbli; seinna verða þeir vanalega fölari, einkum ef fast er drukkið. í djúpri ölvímu sækir blóðið meir og meir til innýflanna, þar eð blóðæðar þeirra nú þenjast út. Hið rauða nef brennivínsberserkjanna kemur einnig af lömun æða- tauganna. Áhrif vínandanautnar á blóðið eru ekki sérlega mikil. 13'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.