Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.01.1921, Blaðsíða 15
EIMREIÐIN] DR. MATTHÍAS JOCHUMSSON 15 ur, þegar hann kom í latínuskólann. Hann hafði verið í útlöndum og fengist við margt. En þótt hann [þannig hefði bæði andlegan og likamlegan þroska langt íram yíir skólapilta alment, þá tók hann þó fullkominn þátt i félagslífi þeirra og sýndi þar jafnan hið sama ljúflyndi og glaðlyndi, sem einkendi alt líf hans, enda var hann mjög vinsæll meðal skólabræðra sinna. Keskni og stríðni, sem oft vill bera á í slikum félagsskap, var hann öldungis laus við. Hann var, eins og síðar sýndi sig í öllu lífi hans, svo mikið góðmenni, að hann gat ekki fengið sig til að segja eða gjöra neitt, sem hann vissi að gat sært aðra eða gert þeim til gramt í geði. Eg gat þess áðan, að hann hefði gjört i skóla tækifærisvísu eina, sem piltum þótti gaman að, en þar var farið heldur óvirðulegum orðum um einn kennaranna og því vildi Matthías eigi að henni væri haldið á lofti, enda vissi eg eigi til, að hann gerði neitt slikt oftar. Eftir að Matthías var kominn úr skóla, vorum við eitt sinn saman þar sem rætt var um nokkur kátleg atvik, er snertu einn skólabróður okkar. Gerði hann þá út af því nokkrar gamanvisur, nokkuð gáskafullar. Þeim, sem hlut átti að máli, voru svo fluttar vísurnar, án þess getið væri um, hver hefði gjört þær. Varð hann þá mjög reiður. Höfundurinn hélt hann að væri maður sem honum var ekki vel við. En er Matthías vissi þetta, fór hann til hans og sagði honum, að hann hefði gert vísurnar. Rann hinum þá jafnskjótt öll reiðin, því þegar hann fékk að vita, að Matthías hafði gert vis- urnar, þá vissi hann um leið að þetta var ekki annað en græskulaust gaman. Vinsældir Matthíasar meðal skóla- bræðra hans komu meðal annars fram í því, hvað þeim þótti ákaflega vænt um það álit, sem hann fékk fyrir Úti- legumennina. Pað var svo langt frá, að nokkur öfundaði hann af því, að þeir voru allir samtaka í að halda heiðri hans sem mest á lofti. Meðan Matthías var í skóla las hann allmikið annað en það, sem snerti námsgreinarnar, einkum skáldskapar- rit. Eigi að síður gekk honum skólanámið vel, enda var hann ástundunarsamur og laus við alla óreglu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.