Elding


Elding - 19.05.1901, Blaðsíða 2

Elding - 19.05.1901, Blaðsíða 2
90 ELDING. og sem stöfuðu af því, að feornið féll á fáum árum geysilega í verði sök- um samkepni frá Ameríku og víðar að. Þá reis öll bændastétt- in í Danmörku upp eins og einn maður, tók upp alveg nýja stefnu í búnaði og fylgdi henni fram af aðdáanlegu kappi og dugnaði. Þeir hættu að byggja alt sitt traust á kornræktinni, tóku upp kvikfjár- rækt í stórum stýl og settu fé- lagsbú á stofn til smjör- og ost- gerðar. Þetta snarræði bænda- stéttarinnar, þegar ekki var annað fyrirsjáanlegt en gersamlegt hrun í efnalegu tilliti, bjargaði ekki aðeins högum hennar við, heldur leiddi þjóðina inn á nýja fram- farabraut til enn meiri efnalegrar velgengni en áður, og flestir munu vera á því, að þetta sé mest- megnis að þakka áhrifum alþýðu- háskólanna. Það má þannig óhik- að segja, að alþýðuháskólarnir eigi að miklu leyti skilið heiður- inn fyrir að hafa gert Dani að einni af ríkustu þjóðunum í Ev- rópu, þar sem þeir áður voru ein af fátækustu þjóðunum* Ef ég svo að lokum ætti að einkenna alþýðuháskólastarfið í örfáum orðum, þá finst mér ekki hægt að gera það með öðru betur en því, að vísa til heiðaræktunar- innar í Danmörku. Það sem hér hefur verið unnið í verklegu til- liti, — að breyta viðáttumiklum sandauðnum og gróðurlitlum heiða drögum í frjóvsamar ekrur og fagra skógarlundi —, það sama hafa háskólarnir unnið í andlegu tilliti, og væntir mig að flestir muni telja það hlutverk fagurt og þýðingarroikið. „Lokín.“ Eg get vel liðið „Lokin“. Þau minna mann eitthvað svo þægilega á gamla daga. Annars er alt orðið breytt, alt komið í nýjar skorður og búið að fá nýtt snið. Það er eins og einhver deyfðar- og alvörubragur á fólkinu, eins og einkver þunglama- legur hversdagsblær yfir öllum há- tíðum og tyllidögum. Þrettándinn og sumardagurinn fyrsti, þessir tveir fornlslenzku tyllidagar, heyrast varla *) Mönnum hefur talist svo til, að eignahlutfallið hjá einstaklingunum meðal eftirtaldra þjóða væri þannig: Á Bretlandi 247 pd. sterl.; í Danm. 230 pd.; á Brakklandi 224 pd.; áÞýzkalandi 150 pd. og á Bússl. 55 pd. nefndir á nafn lengur, og „að farp í réttirnar11 er nú alveg komið úr „móð“. Lokadagurinn er einn eftir. A „Lokunum11 bregður ennþá fyrir dálitlu af hinni góðu gömlu íslenzku glaðværð og kátínu. Eg sé ekkert á móti því að menn, sem þræla eins og skepnur mestan hluta ársins, taki sér einn eldhúsdag á árinu,—notabeneiöllu „skikkelsi“ - , og lyfti sér dálítið upp, og þó þessi almenni eldhúsdagur ekki geíi tilefni til neins annars, þá gefur hann rnanni að minsta kosti oft tilefni til hjart- anlegs hláturs, og það er svei mér ekki litils virði nú á þessum tímum, þar sem í hverju spori leggur á móti manni kaldan gustinn af alvöru lífs- ins, svo hláturinn eins og frýs á vörunum og verður í hæsta lagi að raunalegu brosi. Nei, dýrð sé „Lok- unum“ með allan ysinn og þysinn, fjörið og kátínuna, glensið og glað- værðina! í öllum búðum er blindös. Á strætunum er umferðin nærri því eins og i stórborgum. Margir eru góðglaðir, sumir slompfullir og allir kátir og hressir í bragði. Áflog og riskingar sjást varla. Elestir hafa meðferðis brennivinspytlur, sumir fullar, sumir hálfar, sumir tómar og sumir ekki nema bara tappa úr pytlu. Og vinirnir hópa sig saman til að drekka skilnaðarskálina, og pytlan og pontan ganga á víxl á milli þeirra. Þeir fara í mannjöfnuð og metast um,hver hafi „dregið“mest ogrifja upp gamlar endurminningar frá vertíð- inni. Og þegar svo skilnaðarstund- in kemur, fallast þeir í faðma, kyss- ast heitt og innilega 3, 4, B kossa, svo glymur í skoltinum og fög- ur tárin streyma niður eftir vöngun- um. Og sveitakallarnir vappa á milli hópanna og fala „tros“, því nú er viðkvæðið ekki lengur „grásleppa upp á eina meri“, heldur „tros upp á eina meri“. Mest er „lifið í tuskunum“ í Hafnar- stræti og þar í kring. Þar er hrein- asta ös fram eftir öllum degi. Eg átti leið um strætið þegar fór að liða á kveldið. Þá var alt orðið kyrt og rótt á sjálfu strætinu, en í portum og krókum og kimum eimdi ennþá eftir af „Loka“-lífinu. í sund- inu milli Thomsens- og Thordalshús- anna, sat einn náunginn flötum bein- um á jörðunni og söng Passíusálm- ana með grátkvakandi raustu. Þeg- ar ég kom vestur á móts við „Alex- öndru“ var ð á vegi íyrir mér mað- ur, sem hafði mist hattinn sinn.- Hatturinn lá skamt frá honum og loks- ins kom hann auga á hann. Eftir langa mæðu tókst honum að ná hatt- inum upp, en það var eins og hann, kannaðist ekki við hann. Hann sneri honum lengi á milli handanna og hristi höfuðið. Loksins virtist hann þó 'að minsta kosti vera búinn að átta sig á, að það væri virkilegur hattur sem hann hefði fundið, en skildi auðsjáanlega ekkert íþessu. Hann komtilminmeð hattinn,, og spurði, hvort ég ætti hann ekki. Eg stakk upp á því við hann aftur á móti, hvort það gæti ekki verið að hann ætti hattinn sjálfur. Hann horfði fyrst á mig alveg forviða og „protesteraði“ í kröftugasta máta, en loksins hugkvæmdist honum að þreifa upp á höfuðið á sér, og þá fann haun að hann var ber- höfðaður. Það hafði honum aldrei komið til hugar! Mór varð síðan gengið niður á Bæjarbryggjuna. Út úr skotinu hjá „Edinborgar“-pakkhúsinu kom mað- ur með brennivínsflösku í annari hendinni og saltaðan steinbít í hinni. Hann veifaði brennivínsflöskunni eins og kylfu og kvað með gi'imdar- röddu um leið og hann skók stein- bítinn: Gæðasljór með glæpafans Grímur fór til Andskotans. Þaðan hélt ég svo leiðar minnar, því ég tók eftir að það var orðið' framorðið. Á stakkstæðinu fyrir fram- an „Edinborgar“-verzlunina og gömlu Þorláksbúð lá einn náunginn í faðmlögum við staurinn, sem þilskip- in eru undin upp við, og var engu likara en að jhann væri að hvísla að honum einhverju leyndarmáli; og. svona var nærri því i hverju spori. Svo fór ég heim í háttinn með þeirri sælu meðvitund, að ég hefði ekki lengi skemt mér eins vel og & „Loka“-daginn. Gamli Nói. Frönsku húsin. Sú fregn hefur flogið hér fyriiy að Erakkar væru í þann veginn að' selja „privat“-manni hér í bænum Erönsku húsin eða lóðina, sem þau standa á. Á móti þessu er nú ekk- ert að segja, að svo miklu leyti semi

x

Elding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Elding
https://timarit.is/publication/231

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.