Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 03.01.1964, Blaðsíða 7
Furstinn eftir Machiavelli HLJÓTT var um afmæli frægs rit- verks á árinu sem leið. Þá voru liðin 450 ár síðan Machiavelli samdi hina kunnu bók sína „II Principe” (Furstinn). Þessi bók er tæpar hundrað síður og ekki efnis- mikil. Hins vegar er hún ekki gleymd, þótt langt sé um liðið síðan hún var saniin, og þetta sýn- ir, að bókin er athyglisverð. Nicolo Machiavelli fæddist árið 1490 og lézt 1527. Hann var lág- vaxinn og grannur maður svart- iiærður með þunnar, samanbitnar varir, lítið nef og lítil óróleg augu rjndir háu enni- Hann var sagn- .fræðingur og stjórnarerindreki og var sendimaður fæðingarbæjar síns; Flórenz, í Frakklandi, Þýzka- landi og Rómaborg. A þessum tíma var Ítalía klofin í smáríki, sem sum voru undir er- lendum yfirráðum. Machiavelli íiáði svo langt að hann varð kanzl ari í Flórenz, en honum var vikið frá völdum. Bylting, sem gerð var í borginni, leiddi til þess, að Me- diei-ættin tók við stjórnartaum- unum, og þar með lauk blómadög- um Machiavellis. Þegar hann losn- aði úr fangelsi hóf hann nýtt líf -— sem rithöfundur. ★ HAFINN YFIR SIÐALÖGMÁL Þekktasta bók hans ber heitið ..Furstinn”. Þar dregur hann með skarpri rökvísi mynd af þeim vald- hafa, sem með þyrfti, ef sameina ætti Ítalíu í eitt ríki. Af samtíðar- mönnum höfundar svaraði hinn illa þokkaði ævintýramaður Ce- sare Borgia þelzt til myndarinnar. Það var því föðurlandsástin, sem myndaði baksvið bókarinnar, nokkurs konar miðalda-föðurlands- ást að vísu. Machiavelli lifði nefni- lega á aðlögunartímanum milli KASTLJÓS miðaldanna og síðari tíma og hann verður að skoða í ljósi hinna mis- kunnarlausu stjórnmála endur- reisnartímabilsins. Þess ber einnig að gæta, að Ni- colp Machiavelli hefur af síðari kynslóðum verið talinn helzti kennimaður valdastefnunnar. Sagt hefur verið, að hann hafi gert stjórnmálaheimspekina að hreinni tækni — eða spurningu um það, hvað þjóni hagsmunum ríkisins. Að hans skoðun eru stjórnmál- in hafin yfir öll siðalögmál og reglur. Ríkið er náttúrufyrirbæri, vísindalegur hlutur, sem lýsa skal og skýra. Og náttúrufræðingurinn gerir sig ekki að dómara fiskanna í hafinu eða tígrisdýranna í frum- skóginum. Hann lætur sér nægja að rannsaka lifnaðarhætti þeirra, skilyrði þau, sem dýrin bua við, og möguleika þá, sem þau hafa til , þess að þrífast. Slík sjónarmið leggur Machia- I ■ velli til grundv. pólitískum skrifum j sínum. Hann telur, að öll ríki séu háð nokkurs konar áskapaðri hringrás. Ríki, sem náð hefur æðsta stigi blómgunar stefnir mis- kunnarlaust í átt til verri tíma, hnignunar. Eina ráðið til björgun- i ar telur hann furstann, foringjann mikla, sem getur lagt grundvöll að nýju blómaskeiði. ★ GÓÐÍR EIGINLEIKAR SKAÐLEGIR Og hvernig á þessi fursti að vera? Eitt kunnasta atriði úr bók- inni veitir vitneskju um það: „Það er því ekki nauðsyn- legt, að fursti hafi góða eigin- leika, en þó er nauðsynlegt, að hann virðist hafa þá. Já, ég gerist svo djarfur að segja, að þegar hann hefur þá og er á- vallt tryggur þeim, eru þeir skaðlegir, en þegar hann ein- ungis virðist hafa þá eru þeir gagnlegir. Það mó gjarna líta út fyrir, að hann sé miskunnsam- ur, tryggur, mannlegur, guð- hræddur, réttsýnn .... Það verður að gera sér grein fyrir, að til eru tvær baráttuaðferðir — vopn laganna og vopn valds- ins. Hin fyrrnefnda er sérstæð i li ;&//.; Machiawelli. fyrir mennina, hin fyrir dýrin. En þar sem hin fyrrnefnda kem ur oft ekki að notum verður að grípa til hinnar. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir fursta, að geta bæði notað manninn og dýrið vel .... Fursti má ekki treysta á fólkið segir Machiavelli. Auðvelt cr að vekja tilfinningar fjöldans og hinn erkir Islendfngar MERKIR ISLENDINGAR - Nýr flokkur II. Jón Guðnason fyrrv. skjalavörðiir bjó til prentunar. Bókfellsútgáfan. - Prentsmiðjan Oddi. Reykjavík 1963. SAFNRITIÐ „Merkir íslendingár” hefur náð almennum og að flestu leyti verðskulduðum vinsældum, er raunar „úrklippubækur”, en þar raðast mikill fróðleikur um menn, þjóðhætti og aldarfar. Þættimir eru tíndir til víðs vegar úr tímaritum og koma nú fyrir augu margra, sem ella færu þeirra sennilega á mis. Ennfremur telst sannkölluð liíbýlaprýði að jafn fal- legum bókum og þessum. Út er komið annað bindi af nýj- um flokki, sem hófst í fyrra, en ritstjórn hans hefur á hendi séra Jón Guðnason fyrrum skjalavörð- ur, sem er sjóðfróður um íslenzka mannfræði, og finnst mér hann leysa sína þraut vel, þegar á allt er litið. Valið var að sjálfsögðu auðveldara í byrjun, en miklu er af að taka, og séra Jón virðist ekki í neinum vandræðum að verða sér úti um efniskost, þó að skoðanir séu skiptar um einstaka þætti. En svo var líka um safnrit þetta undir verkstjórn Þorkels heitins Jóhann- essonar prófessors, og stóð hann þó betur að vígi. Þessi fyrirvari er sem sé ekkert vantraust á einn eða neinn heldur blessunarleg stað festing þess, að íslenzkir lesend- ur láta sér löngum sýnast sitt hverj um og hópast ekki skoðanalausir að bókum eins og sauðfé rekst í rétt. Mjög vírðist vafasamt að velja þessú safnriti æviþætti manná upp úr sögum frá forftöld eðá Sturlungadögum, enda nauðsynja- lítið. Samt tek ég með þökkum rit gerð Tryggva Þórhallssonar um Brand Jónsson biskup á Hólum, þó að hún sé fremur sagnfræði- leg könnun en ævisaga í venjuleg- um skilningi. Kemur þar tvennt til: Ritgerðip er stórfróðleg og svo prýðilega samin, að lestur hennar reynist manni unaðslegur. Miklu hæpnari er þátturinn af Lofti ríka Guttormssyni eftir Jón Þorkelsson þjóðskjalavörð. Þetta getur engan veginn talizt ævisaga, og auk þess sleppt því, sem mestu skiptir, en það er skáldskapur Lofts. Þó mun- um við manninn aðeins hans vegna og þeirra kvennamála, sem honum eru tengd. Hannes Þorsteinsson rekur ævi og störf Benedikts Jóns sonar Gröndals yfirdómara og skálds af ágætri þekkingu, en verður stundum fullyrðingasamur um of og ritar fremur af kröftum en leikni, þrátt fyrir allan fróð- leikinn. Samt kemst myndin af þessu óheppna heimsbarni en merkilega skáldi sæmilega til skila, og ritgerðin sígur smám saman fast til heildar. Jón Aðils gerir minningu Daða Níelssönar fróða drengileg skil, én eígi að síður mun sú grein helzt til laus á kostunum, enda vantar forsend- una fyrir lífsböli þessa einkenni-' lega gáfumanns, sém varð úti í tvennum skilningi. Sjálfsævisögu séra Jakobs Guðmuhdssonar á Sauðafelli met ég lítils og ætla, að hún sé hvorki fugl né fiskur. Æviþáttur Magnúsar Stephensens landshöfðingja eftir Jón þjóð- skjalavörð Þorkelsson sætir hins vegar góðum tíðindum og er frá- bær á köflum. Þó trúi ég, að Magn- ús landshöfðingi eigi enn ítarlegri eftirmæli skilið, því að hann mun hafa verið fáum líkur og rækt margþættan vanda með einstök- um hætti, raunar unnið bæði til lofs og lasts, en reynzt slyngur skipstjóri á tvísýnni siglingu. Jakob Jóh. Smári greinir mæta- vel frá Finhi Jónssyni prófessor, svo langt sem frásögn hans og könnun nær, en margt langar mann að vita fleira um Finn, og þá einkum manninn, því að hér er hann varla viðstaddur — minnsta kosti fjarlægur. Jón Trausti stikl- ar á svo stóru í þætti sínum af Þorsteini skáldi Erlingssyni, að tröllkonuhlaupi er líkast. Sjálfur kemst hann frækilega yfir fljótið í ást sinni og aðdáun á manninum og skáldinu, en lesandinn situr eftir hinum megin á bakkanum og er litlu eða engu nær, nema að hafa orðið sjónarvottur að mikl- um en einhæfum tilburðum. Jón Jacobson f jallar nærfærnislega um minningu Hermanns Jónassonar frá Þingeyrum og lætur þó hjá líða að kasta á hann ljósi í hel- dimmum örlagaskugganum, en mann grunar einhvern veginn þau ósköp. Páll V. G. Kolka er sýnu stórtækari, þegar hann sækir og ver mál Guðmundar Björnssonar landlæknis. Kolka hefði víst orðið atkvæðamikill en kannski mistæk- ur lögfræðingur, og. vel scgir hann ;frá þessum umdcilda en sérstæða jnanni, fjölþættum og blæbrigða- ríkum gáfum hans og hugkvæmn- islegri framiakssemi á mörgum GUÐMUNDUR HAGALÍN sviðum, drættirnir í þeirri mynd eru harla skýrir. Hitt kann að vera, að Guðmundur njóti stundum upp- runa síns umfram málefni, þegar Kolka ber fyrir hann skjöldinn. Páll Eggert Ólason ritar trúverð- ugan þátt af Jóni Jónssyni Aðils prófessor, en fremur gætir þar mælgi en mælsku. Sennilega hef- ur PáU látið sér nægja uppkast. Greinin er svo flaustursleg að mál- fari og skipulagi, að hún hefur naumast verið hreinskrifuð. Þetta er næsta bágt vegna þess, að matið og skilningurinn á Jóni Aðils ber Páli skemmtilegt vitni.einurð hans athygli og andlegu sjálfstæði, en fljóthuganum lætur sýnu betur að skilja í leiftursýn en kryfja til mergjar og að safna af hreystilegu kappi en raða af hógværri natni. Loks kemur þá að ritgcrð Guð- mundar Gíslasonar Hagalíns um Benedikt Sveinsson. alþingismann og skjalavörð. Hún er langmestur fengur þessarar bókar, slíkur ævi- söguþáttur mun á fárra færi. Mig greinir að vísu á við Hagalín um Framh. á 5. síðu reyndi stjórnmálamaður getur not- fært sér þær. En þessar tilfinning- ar eru hvikular og eru slæmur grundvöllur yfirráða. Mun betra er, að fólkíð óttist stjórnandann - og til þess að viðhalda þessum ótta, verður furstinn að hafa her. Herinn á að sigra fjandmennina og kúga fólkið. Og herinn á að sæta góðri meðferð, því að hann er það eina, sem furstinn getur treyst á. Machiavelli hafði litla trú á málaliðum .— þeir voru bæði frú- lausir og ágjarnir. Aftur á móti hvatti hann eindregið til þjóðlegra herja og boðaði þá einföldu sögu- skoðun, að hrun Rómaveldis hefði byi’jað þegar Rómverjar leigði* erlenda hermenn til þess að gegna herþjónustu. ★ BÁÐHERRAR VINNI SKÍTVERKIN En furstinn skal vera gjafmildur og gera góðverk til þess að afla sér vinsælda og efla þar með yfir- ráð sín. En öðru hverju- neyðist hann til að sýna harðýðgi. „Um leið og sigurvegarinn sezt að völdum verður hann að í- huga vandlega öll hugsanleg of- beldisverk og vinna þau öll í einu. Þá getur hann komizt hjá því að vinna þau daglega. Þessi hugmynd kemur fram ann- ars staðar í annarri mynd: „Öllu ofbeldi verður að beíta einu sinni, svo að það komi ekki eins hart niður. Það mun valda minna hatri. Góðverlc niá Iiins vegar vinna eitt í einu og smám saman. Þannig munu.þau virðast mikil”. Önnur kunn tiivitnun er svohljóð- andi: „Furstinn verður að forðast að refsa og vera vondur. Til þess verður hann að nota ráðherra. Því næst getur hann vikið ráð- licrranum, og fengið þannig orð fyrir miltíi”. * MÚGURINN LÆTUR GLEPJAST En þekktasta skoðun Maéiiiav. sem hann gerir .grein. fyrir, er su, að. furstinn þurfi eklci að standu við gefin heit. Hann segir, aO fursti megi ekki hafa áhyggjúr af því að svíkja lqfofð ef hann sjái sér hag í því. Hann segir eun- Frainh. á 13. síðu ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. janúar 1964 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.