Alþýðublaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.06.1964, Blaðsíða 3
SEGIR IYRKNESKA SUÓRNIN AF SÉR? Ankara, 19. júlí. (ntb-reuter). Tyrkneska þingið samþykkti I dag traust á samsteypustjórnina í stefnu hennar í Kýpurmálinu. En seinna skýrði dómsmálaráð- herrann svo frá, að stjórnin mundi ekki fara frá völdum þrátt fyrir mjög nauman meirihluta. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram lýsti Ismet Inönu forsætis- ráðherra því yfir, að ef atkvæða- greiðslan leiddi í ljós, að mjög naumur meirihluti styddi stefnu stjórnarinnar mundi hann ekki fara til Washington að ræða Kýp- ur-deiluna við Johnson forseta. í atkvæðagreiðslunni greiddu 200 þingmenn tillögunni um traust á stefnuna í Kýpurdeilunni ? at- kvæði. 194 voru á móti, en tveir mættra þingmanna sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Góðar heimildir herma, að stjórnin muni segja af sér vegna hins nauma meirihluta. Frá New York berast þær frétt- ir, að í umræðum Öryggisráðsins um Kýpur-deiluna hafi skýrt ver- ið tekið fram, að Grikkland hyggi ekki á innrás á Kýpur. Utanríkisráðherra Kýpur, Spyros Kyprianou, hvatti tyrkneska full- trúann að gefa sams konar yfir- lýsingu. Konur í Suður-Afríku mótmæla fangelsisdómum yfir Mandela og félögum hans. FSING ÞYNGD UÐUR AFRlKU Höfðaborg, 19. júní. (NTB-R.). Öldungadeild Suður-Afríku- þings staðfesti í dag lagafrum- varp, þess efnis, að dauðarefsing nái einnig til manna, sem liljóta fræðslu í skemmdarverkum inn- an landamæra ríkisins. Áður en atkvæðagreiðslan fór fram, sagði Balthazar Vorster dómsmálaráðherra, að síðastliðinn sólarhring hefði uppvíst orðið um þrjú ný skemmdarverk og þar me?T hefðu fjögur skemmdarverk verið unnin síðan Nelson Mand- ela og sjö menn aðrir voru dæmdir í ævilangt fangelsi. Stjórnin í Suður-Afríku hefur bannað öllum skipum, sem tekið geta farþega eða farm, að sigla nær Robben-eyju en eina sjómílu án leyfis. Robben-eyja er fanga- nýlenda, og þar eru Nelson Man- dela og aðrir þeir, sem dæmdir voru í Rivoniaréttarhöldunum í haldi. MYNDIN sýnir afrískar konur mótmæla dómunum yfir Mandela og félögum hans á dögunum. Á spjöldunum stendur: „Við erum stolt af leiðtogum okkar” og „l>ið afplánið ekki dóminn meðan við lifum.’” Konurnar héldu mót- mælafundinn fyrir utan dóm- húsið. Krustjov og Krag ræða heimsmálin Kaupmannahöfn, 19. júní. (ntb). Eorsætisráðherrarnir Nikita Krústjov og Jens Ottó Krag ræddu í dag á breiðum grund- velli öll þau mál, sem ofarlega eru á baugi í heiminum, en töl- uðu ekki um svokölluð kjarnorku vopnalaus svæði, að því er Krag forsætisráðherra skýrði frá í morgun að loknum viðræðunum, er stóðu í tvær klukkustundir. Hann sagði einnig, að viðræð- ur þær, sem hann hefði átt við Lyndon Johnson forseta í Wash- ington í síðustu viku, liefði eðli- lega haft áhrif á mál þau, sem ;liann bar upp, og svör sín í við- íræðunum við Krústjov. Krag sagði, að viði'æðurnar hefðu verið óformlegar og vin- samlegar. Hann hélt því fram, að jvarla hefði nokkurt það vanda- mál', sem ríkti í heiminum, ekki borið á góma. En þar með væri ckki sagt, að nokkurt sérstakt vandamál hefði verið tekið til rækilegrar meðferðar. Blaðamaður nokkur innti hann sérstakiega eftir því, hvort þeir hefðu rætt um kjarnorkuvopna- laus svæði. Hann svaraði: — Það efni ræddum við yfirleitt ekki um. Upplýsingar Krags staðfesta það, sem diplómatar í Kaupmanna höfn höfðu gefið í skyn, þ. e. að sovézki forsætisráðherrann virðist vilja forðast að taka fyrir umdeild vandamál, sem Sovétrík- in og ríkin í Skandinavíu greinir á um. Diplómatar í Kaupmannahöfn eru almennt þeirrar skoðunar, að Krústjov viiji fyrst og fremst nota ferð sína til Skandinaviu til að afla sér velvildar og hann alji ferðina gott tækifæri til að reka áróður fyrir kommúnism- anum og Sovétríkjunum. í dag heimsótti Krústjov land- búnaðarsýningu í Kaupmanna- höfbn. Veður var mjög gott í höf- uðborginni, sólskin og hiti. Krúst- jov og kona hans sýndu mikinn áhuga á ' sýningunni. Krústjov sagði, að Rússar hefðu áhuga á samstarfi með Dönum í landbún- aðarmálum. Krústjov var í mjög góðu skapi, hló og gerði að gamni sínu. — Hann klappaði uxum og kvígum, sem á sýningunni voru, opnaði á þeim ginin og horfði upp í þau. í kvöld hélt Krústjov langa ræðu á stúdentafundi í Kaup- mannahöfn. Hann minntist á samn- inginn um takmarkað tilrauna- bann og aðra samninga, sem dreg- ið hefðu úr spennu í heiminum. Hann sagði, að Rússar mundu ‘ Frh. á 14. sí'ðu. Stofnanir Reykjavíkurborgar loka líka á laugardögum Reykjavík, J.9. júní. — GG. REYKJAVÍKURBORG hefur nú tekið þá ákvörðun að taka upp sama hátt og ríkið og leyfa starfs- fólki stofnana sinna að vinna af sér laugardaga á tímabilinu 1. júlí til 30. september. Þetta nær þó ekki til bæjarútgerðarinnar, þar sem unnið verður, eins og ver- ið hefur. Fer hér á eftir tilkynn- ing frá skrifstofu borgarstjóra'um þetta mál. „t annarri grein dóms kjara- dóms frá 3. júlí 1963 segir svo: Á tímabilinu frá 1. júlí til 30. sept- ember ár hvert er heimilt með samkomulagi forstöðumanna hlut aðeigandi stofnana og -starfsmanna að fella niður vinnu á laugardög- De Gaulle boðiö til Rússlands París, 19. júní. (NTB-Reuter). Krústjov forsætisráðherra hef- ur boðið de Gaulle forseta í heim- sókn til Sovétríkjanna í lok þessa árs eða í vor, að því er góðar lieimildir í París herma í dag. Ilins vegar vill de GauIIe hvorki þiggja boðið né hafna því, og ó- sennilegt er, að hann geti heim- sótt Moskva fyrr en að loknum forsetakosningunum seint í næsta hausti. Sovézki sendiherrann, Sergei Vinogradov, afhenti de Gaulle heimboðið í dag og ræddi jafn- framt við hann góða stund. Sömu heimildir herma, að de Gaulle hafi svarað tveimur bréfum frá Johnson forseta. Svörin voru vin- samleg. Bréf Johnsons hafa' ekki verið birt, en talið er að þau standi í sambandi við heimsókn Balls aðstoðarutanríkisráðherra til Parísar fyrir hálfum mánuði. um, enda lengist dagvinnutími aðra daga vikunnar, svo að full vinnuvika náist á fimm dögum. (Framhald á 14. síðu). Frager leikur Bandaríski píanóleikarinn Mal- colm Frager, heldur tónleika í Iláskólabíói nk. mánudag kl. 9. Þetta verða einu tónleikar hans að þessu sinni liér í borginni. mMMWWWWWWWWWW Landhelgismál rædd í London London, 19. júní. ntb-r.). Nefnd norskra embættis- manna situr þessa dagana á samningafundum í London til að ræða rétt handa norsk um fiskimönnum til að veiða á ytra belti sex mílna fisk- veiðilandhelginnar, þegar hún verður stækkuð, að því er góðar heimildir í Lond- on herma. Viðræðurnar hófust á mið- vikudaginn og þeim mun sennilega 1 júka einlivern næstu daga. Heimildirnar segja fregnir blaða um, að erfiðleikar liafi skapazt á ráðstefnunni úr lausu lofti gripnar. Lagafrumvarpið um sex mílna fiskveiðilandhelgi var tekið til annarrar umræðu í málstofunni í dag. Ætlunín er, að veita undanþágur *á ytra beltinu til handa fiski- mönnum frá löndurn, sem hafa áunnið sér hefð til að veiða á þessu svæði. A- ALþÝÐUBLAÐIÐ - 20. júní 1964 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.