Alþýðublaðið - 25.06.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 25.06.1964, Blaðsíða 16
Ánægja með Færeyjaför Reykjavík, 24. júní — HKG 1.EIKARAR, Ieikstjóri og liöfund ur leikritsins HART í BAK, ásamt leikhússtjóra Leikfélags Reykja- vikur eru komnir heim úr fyrstu leikferð íslenzks leikflokks 'il Fær eyja. Blaðamenn ræddu í gær við l)á Brynjólf Jóhannesson, Gísla Halldórsson, Guðmund Pálsson, Steindór Hjöfleiftfcsin og Svein Einarsson, leikhússtjóra. Skorti jþá orð til að lýsa hrifningu sinni af þeim móttökum, sem leikflokk- H.Æ.V. fundur ú Húsavík Húsavík, 24. júní. — SJ. BOÐAÐ hefur verið til stofn- fundar félags um varnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum á Húsavík, föstudaginn 26. júní klukkan 9. Fundurinn verður haldinn að Hlöðufelli. Þar mætir prófessor Sigurður Samúelsson og flytur erindi. urinn fékk í Færeyijmn, — og að því er sjá má af dómum færeyskra blaða um leikrit og leik hefur lirifningin verið gagnkvæm. Eins og áður hefur komið fram i fréttum blaðsins frumsýndi Leik félag Reykjav. leikritið Hart í baki júní í Sjónleikarhúsinu í Þórsiiöfn Áætlaðar voru þrjár sýningar á leiknum í Færeyjum, en vegna mikOlar aðsólknlar var efnt til fimm sýninga og var alltaf liús- fyllir. Sýningar voru á hverju kvöldi, en á daginn skoðuðu hinir ís-: lenzku gestir sig um á eyjunum. Þeir heimsóttu meðal annarra Pál Patursson, kóngsbónda í Kirkju- bæ, fóru til Nolseyjar og víðar. Hvarvetna var þeim tekið sem kærkomnum frændum og vinum. íslendingarnir bjuggu á einkaheim ilum í Þórshöfn, á meðan á heim sókninni stóð, og kynntust sökum þess mun betur fólkinu, sem land ið byggir, — en ef þeir hefðu dval izt á hótelum. Færeyingar færðu Leikfélagi Framh. á bls. 13 Ahugi á byggingu lönaöarmannahúss ELZTA iðnaðarmannafélagið á Idndinu, Tðnaðarmannafélagið í lífeykjavík, hélt aðalfund hinn 21. rnaí sl. í Baðstofu Iðnaðarmanna. iFOrmaður félagsins, Guðmundur Hé Guðmundsson, húsgagnasmíða- meistari, setti fundinn og flutti skýrslu um störf félagsins á síð- asta ári. Á árinu starfaði mál- fnndadeild í félaginu og var starf- semi hennar mjög blómleg. í lok ræðu sinnar baðst for- inaður uodan endurkosningu, en liann liafði gegnt því starfi sl. 24 ár. Var þá lagt fram skjal, þar sc-m nokkrir félagsmenn skoruðu á hann að gefa kost á sér aftur og varð hann við þeirri áskorun. Fór síðan fram kosning milíi hans og Ingólfs Finnbogasonar, húsa- smíðameistara, og var Ingólfur kosinn formaður með nokkurra at- kvæða mun. Aðrir í stjórn eru þeir Guðmundur Halldórsson liúsa- smíðameistari, varaform., Leifur Halldórsson mótasmiður, gjaldk., Vilberg Guðmundsson rafvirkjam., Framh. á 13. síðu. Fjallabaksferð á hestum í júlí HIW kunni liesta- og ferða- rataður, Guðni Kristinsson, bóndi í Skarði i Landsveit hefur ákveðlð að efna til Fjallabaksferðar liinn ttrl júlí næstk. Farið verður á tohstum, og lagt af staö frá Skarði. Þútttakendur þurfa að sjá sér fyr- fcftniat og hafa með viðleguútbún- «ð. Tjöld og liitunartæki verða WÉveguð. Frá Skarði verður riðið inn að Lándmannahelli. og síðan í Land- rítínnaiaugar. Þá liggur leiðin að Skárði aftur. Ferð þessi tekur 7 daga, og er kostnaður reiknaður 550 krónur á dag. • Þátttakendur geta komið á eigin hestum, og drag ast þá frá 240 krónur hvern dag. Með í ferðinni verður jeppabif- reið, og flytur hún allan farang- urinn. Þeir, sem áhuga hafa á því, að taka þátt í þessári ferð, getá tilkynnt þátttöku á Ferðaskrif- stofu ríkisins, sími 11-540, eða haft beint samband við Guðna Krist- insson í Skarði. Þess má geta, að í ferðinni verða farnar báðar Fjallabaks- leiðirnar, sú nyrðri og syðri. Sigurvegarinn í kokkteilkeppninni, Róbert Kristjánsson. mWVWMWWAHVWWWW sem umboðsmaður Gordon’s Gin, Konráð Axelsson gaf. Önnur verðlaun voru Campari flaska úr silfri, sem umboðs- maður Campari, Björn Thors gaf, og þriðju verðlaun voru bikar frá samtökum barþjóna og auk þess voru nokkur auka verðlaun. Úrslit lceppninnar voru þau, að fyrstu verðlaun hlaut Ró- bert Kristjánsson, sem er fram reiðslumaður á Mímisbar, Ilót- el Sögu. Önnur verðlaun hlaut Stefán Þorvaldsson ,Hótel Borg, og þriðju verðlaun hlaut Jónas Runólfsson, Sjálfstæðishúsinu Akureyri. Hann lilaut að auki bikar frá umboðsmanni Cinz- Barþjónar hófu kokkteilkeppni Reykjavík 24. júní, EG. 'með kokkteila sína á fundi al- anó, Albert Guðmundssyni. SAMTÖK íslenzkra barþjóna gengust fyrir kokkteilkeppni, sem haldin var í Súlnasal Hótel Sögu í dag. Slíkar keppnir eru árlega haldnar erlendis og tóku íslenzkir barþjónar þátt í slík- ri keppni á Ítalíu í fyrra, þar hlaut verðlaun, Símon Sigur- jónssón í Nausti. Tólf barþjónar kepptu á Sögu í gær, um það hver blandað gæti ljúffengastan drykkinn. Allar uppskriftirnar eru að sjálfsögðu frumsamdar. Keppnin var í þrem umferð um, og eftir fyrstu umferð féllu þrír úr, og þannig koll af kolli unz aðeins þrír voru eftir. Þeir munu síðan keppa þjóðasamtaka barþjóna, sem haldinn verður í Edinborg í haust. Allmargt gesta var viðstatt í Súlnasalnum er keppnin fór fram og tóku þeir þátt í að dæma. Sá háttur var hafður á, að fjórir gestir, tvær konur og tveir karlmenn dæmdu í hverri lotu. Fékk þá hver gestanna þrjú glös með mismunandi kokkteilum ,og vissu gestir ekki hvaða þjónn hafði blandað hvaða drykk. Síðan voru gefin stig fyrir hvem drykk, mest sex. Yfirdómnefnd sá um út- reikning stiganna og var hún skipuð þjónum. Fyrstu verðlaun voru bikar, Verðlaunakokkœill Róberts nefnist Astra Special og inni- heldur 3/6 Vodka (Wybrowa) 2/6 Grand Marnier (líkjör) 1/6 Creme de Banan og einn dropa sítrónusafa. Kokkteill Stefáns heitir Mu- stand og inniheldur 1/3 Kalilua ; (kaffilíkjör) 1/3 Cherry Heer- ing, 1/3 Gin (Gordon’s). Kokkteill Jónasar nefnist Hot Spring Cocktail og inni- heldur 2/ wiskí (Seagrams V. O.) 1/ Vermoutli (Cinzano, dry) og tvo dropa ananas sírup. Yfirdómnefnd skipuðu: Sím- on Sigurjónsson, Bjarni Bend- er, Leifur Jónsson, Sævar Júl- íusson og Danícl Stefánsson. WWVW%VWWWWWW»MWMWWWWVWWW*WWWWiW%WWWWmWWV SAFNIÐ DÆMT I SEKT Rcykjavík, 24. júní — HP. NÝLEGA var kveðinn upp dóm ur í máli, sem Baldur Óskarsson rithöfundur og Jón Engilberts mál ari liöfðuðu gegn Snorra Hjartar syni yfirbókaverði borgarbóka- safnsins um þetta leyti í fyrra. Hafði kona, sem vinnur á safninu, rifið myndir eftir Jón úr útlánsein tökum safnsins af bók Baldurs, Hitabylgju, sem Jón myndskreytti á sínum tíma, þar eð henni þóttu þær að sögn klámfengnar. Baldur og Jón vildu ekki við þetta una og höfðuðu því mál gegn yfirbóka verði safnsins. Dómur er nú fall inn í málinu, og vaf stefndi dæmd ur til að greiða eitt þúsund krón ur í sekt til rikissjóðs og kr. 3 þús. í málskostnað. Dómurinn var upp kveðinn í Bæjarþingi Reykjavíkur 26. maí sl., en málið var höfðað fyrir um það bil ári síðan. Lögfræðing- ur Baldurs og Jóns var Guðmund ur Ingvi Sigurðsson, en lögfræð- ingur Snorra Knútur Brunn. Málið var síðan gefið sem próf- mál við munnlegan flutning af beggja hálfu, og flutti Kristinn Einarsson það fyrir Baldur og Jón, en Logi Guðbrandsson fyrir Snorra. Dómurinn var uppkveð- inn af Valgarði Kristjánssyni, sem kvatt hafði tvo Iögfræðinga sér til aðstoðar, þá Sigurð Reyni Péturs son og Tómas Guðmundsson. EinS óg fyrr segir var stefndi dænlur til að greiða 1000 kr. sekt til rík issjóðs og 3000 kr. í málskostnað, enda hefur hér eflaust verið um ó- tvírætt brot á lögum um höfund arrétt að ræða. ÞJÓÐDANSAFLOKKUR í HEIMSÓKN FOSTUDAGINN 26. þ. m. kem ur þjóðdansaflokkur frá Enköping í heimsókn til Þjóðdansafélags Reykjavíkur og mun dveljast hér í vikutíma. Flokkur þessi er deild úr Svenska ungdomsringen för bygdekultur. í sambandi við þessa heimsókn verða skemmtikvöld, sýningar og ferðir út á landi. Laugardaginn 27. júní verður farið vestur í Hnappadal og verða sýndir bæði sænskir og íslenzkir þjóðdansar á skemmtun að Breiða bliki í Miklaholtshreppi um kvöld ið. Um hádegi á sunudag er gert ráð fyrir að verða í Borgarnesi og að sýna nokkra dans í lystigarð inum þar. Síðan verður ekið um Uxahryggi, Þingvöll og Haukadal og endað með sýningu á skemmti- kvöldi að Flúðum á sunnudags- kvöld. Miðvikudaginn 1. júlí verður skemmtikvöld á vegum-Þjóðdansa * Frh. á 14. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.