Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.09.1964, Blaðsíða 16
Ekki mikið slasaður Eeykjavík, 23. sept. —KG. PILTURIXN, sem lézt í slysinu viS m. s. Öskju í gær hét B.iarni Bjarnason og bjó á Melbraut 32 Seltjarnarnesi. Pilturinn, sem *neð honum var heitir Pétur Jó- liannsson Álftamýrj 30. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna og er ekki endanlega lokið við aff kanna meiðsli hans, en liann mun ekki vera neins staðar brotinn. Samkvæmt upplýsingmn frá rannsóknarlögreglunni mun slys- ið hafa orðið með þeim hætti, að þegar piltarnir ætluðu að krækja úr hcisinu hafði ekki verið slakað nægilega mikið á. Þeir kölluðu því og báðu um að meira yrði slakað, en fyrir mistök var híft og slóst þá heisið til og á piltana, sem stóðu milli bílsins og skipsins. Reykjavík, 23. sept. — KG. Eggerti Einarssyni héraðslækni í Borgarnesi hefur verið veitt lausn frá embætti frá 30. nóvem- ber að telja. Jafnframt hefur embættið verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrestur til 10. október. Þá liefur Valur Júlíusson lækn- ir verið skipaður héraðslæknir I Seyðisfjarðarhéraði frá 31. ág- úst að telja. Merkjasala Sjálfs- bjargar á sunnudag Á SUNNUDAGINN 27. sept. n. 1 k. er hinn árlegi merkja- og blað- ' eöludagur Sjálfsbjargar, landssam- >i>ands fatlaðra. Verða þá seld tnerki og blaðið „Sjálfsbjörg” um land allt. Verð á merkinu er kr. ' 10,00 og á blaðinu kr. 20,00. Af efni í blaðinu má t. d. nefna: Ávarp, eftir séra Björn H. Jóns- • «on, sóknarprest á Húsavík, Lausn ■ tieimsins, smásaga eftir Indriða G. Þorsteinsson, Gripið í taum, • fimásaga eftir Skúla Guðjónsson írá Ljótunnarstöðum, nokkrar MWWWWMWUWiWWV 17 ára piltur finnst fótalaus Blandford, Bretlandi, 23. sept. ÍNTB-Reuter). 17 ÁRA GAMALL skóla- ! drengur fannst I dag keflað- ur við veg nokkurn í Bland- ford, og höfðu báðir fæturn- ir verið höggnir af. Verksum ‘merki benda til, að hann hafi verið bundinn við járnbraut- iarte)na í grendinni. Síðan hafi járnbrautarlest ekið yfir hann og honum tekizt að komast upp bratta brekku og ,á veginn. Hann gat aðeins sagt þetta: — Þeir bundu mig. Hann var fluttur á sjúkrahús í flýti og líður vel eftir atvikum. Drengsins liafði verið sakn að úr skólanum síðan í fyrra kvöld. Skólinn heitir Bry- anston og þar hafa Feisal konungur af írak og bróðir Husseins Jórdaniukonungs stundað nám. -iWHWWWIWIWMMWMtMW vísur úr skemmtiferð, eftir Rós- berg G. Snædal, fréttir af starfi Sjálfsbjargar o. m. fl. Starfsemi Sjálfsbjargarfélag- anna, sem eru 10 að tölu með yfir 800 meðlimi, stendur með miklum blóma. Reknar eru tvær Vinnu- stofur á vegum félaganna og sú þriðja mun taka til starfa í haust. Á Akureyri er unnið að byggingu Vinnustofu og eru framkvæmdir langt á veg komnar. Þá er félagið á Sauðárkróki að koma sér upp snotru félags- og Vinnuheimili. Landssambandið rekur skrif- stofu að Bræðraborgarstíg 9, er veitir bæði einstaklingum og fé-1 lagsdeildunum margháttaða fyrir- greiðslu. Stærsta verkefnið er samtökin , vinna að er bygging Dvalar- og Vinnuheimilis fyrir fatlaða. Verð- ur sú bygging í Reykjavík. . Þetta er í sjöunda sinn, er sam- tök fatlaðra bjóða landsmönnum merki og blað. Hefur ávallt verið tekið vel á móti sölubörnunum, og þjóðin öll veitt samtökunum drengilegan stuðning í baráttu sinni fyrir bætt- um hag fatlaðra í félags- og at- vinnumálum. Eins og fyrr segir verða sölu- staðir um land allt, sjá félags- deildirnar um sölu, hver á sínu svæði, en velunnarar samtakanna á öðrum stöðum. f' Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, treystir á skilning og vfel- vild landsmanna, að þeír nú sém fyrr, taki sölubörnunum vel og leggi þar með sitt til styrktar !og efiingar samtaka fatlaðra. í Reykjavík, Kópavogi, Silfijr- túni: og Hafnarfirði, verða merlíin og þlaðið afgreitt í barnaskólijn- um, og á skrifstofu Sjálfsbjafg- ar, Bræðraborgarstíg 9. i Fimmtudagur 24. september 1964 Ertu annars búinn að skoða skipið? Þetta er gullfallegt og gott skip, skal ég segja þér. — Já, já, við erum búnir að mynda Það í bak og fyrir. Ertu búinn að vera lengi togaraskip stjóri? — Nærri 7 ár, þar af 2 ár með James Barrip. — Þú hefur þá verið skip- stjóri í þorska-tríðinu? — Ojá, ætli það ekki, segir Taylor og kímir. Við fórum svo ekki lengra út í þá sálma. — Hvað ertu annars búinn að vera Iengi til sjós á togur- um? — 18 ár og næstum alltaf á íslandsmiðum. — Hvað eru margir brezkir togarar núna útaf Vestf jörðum? — Ja, svona 40 skip. — Og hvað fiskið þið? — Aðallega kola og ýsu, en reyndar hvaða fisk sem er, þvi nú veiðist ekkert við Græn- LÆRÐIFÓTBOL Á LITLA-HRAUNI Reykjvík, 23. sept. GO. Richard Taylor skipstjóri á James Barrie frá Hull var ekki um borð í skipi sínu, þegar blaðamaður og ljósmyndarj AI- þýðublaðsins spurðu eftir hon um í dag. James Barrie lá utan á Wyre Vanguard við togara- bryggjuna á ísafirði og fyrir framan þá tvo lá gamall og friðsamur togari frá Grimsby, Northern Gem. Hann var þarna í Iöglegum erindageröum. Karl amir á Vanguard voru í brúar glugganum, þegar við komum og vissu ekkert um Taylor, kölluðu samt yfir og sögðu að sennilega væri hann uppi í réttarsal að hlýöa dómi sínum. Lögreglumaður' á vakt í James Barrie leiðretti þann fram- burð og sagði Taylor vera hjá hafnsögumanni staðarins, Ein- ari Jóhannssyni. Eftir að góðir menn höfðu lagt orð inn fyrir okkur hjá Einari hafnsögumanlni, geng- um við til stofu, þar sem Tayl- or sat yfir kaffibolla í bezta yf irlæti. Okkur fannst hann kát ur og hress, miðað við þann hroðalega dóm, sem viö bjugg- umst við að vofði yfir honura. Taylor er maður á að gizka tæplega fertugur. Hann er lág vaxinn og þrekinn og hið mesta prúðmenni í framgöngu. Okk ur fannst dálítið erfitt að kom ast beint að efninu, því að tví dæmdur Iandhelgisbrjótur hef- ur þó mannlegar tilfinningar, svo við sögðum eftir að hafa lieilsað manninum: — Jæja, hvað segirðu þá? — Ég er náttúrulega glaður og reyfur yfir sýknuninni. — Hvað segirðu maður, sýkn un? Varstu sýknaöur? Ég veit ekki hvort nokk- ur blaðamaður hefur nokkurn tima verið eins hissa, svo óvænt var fréttin og jafnframt ótrú- leg. Ræff við Richard Tayior skipsfjóra. — Og hversvegna varstu sýknaður? — Ég veit það satt að segia ekki alltof vel. Ætli það væri ekki betra að spyrja Gísla ís- leifsson að því. En þetta er mér talsvert ánægjulegri heimsókn en bær fyrri, sem þú hlýtur að vita um, þrátt fyrir að við er- um nú búnir að tapa 3 dögmn á fiskiríi. — Ilvað kostar svona bið á dag? — Ætlii það séu ekki um 400 pund á dag, eða 1200 pund eins og er (150.000 krónur). land, ekkert við Bjarnarey og ekkert í Hvítahafi, eða sama sem ekkert. Það er því mjög gott verð á ferskfiski í Bretl. núna og þá ekki sízt á íslands- fiski. — Komst þú ekki við sögu þegar mönnunum var bjargaö úr Northern Spray í haust? — Jú, reyndar. Ég var fyrst ur á vettvang þar sem togarinn lá strandaður undir Grænuhlíð inni. Við lögðum eins nalægt skipinu og við þorðum, en línu byssan okkar dró ekki yfir á móti rokinu, svo ég fór með skipið samsíða Northern Spray, innfyrir skerið sem hann var strandaður á, hlémegin, Ætlaði ég svo að láta mennina koma yf ir til mín á björgunarbátunum. Þetta hefði sennilcga allt geng ið ágætlega en þá kom Óðinn á vettvang og tók við björgun- inni. Svo. fékk Þórarinn silfur vindlakassann. Svona gengur það. Og Taylor hlær að þessari ó- heppnj sinni. —- Það-verður þá ekkert úr Saltfiskátinu hjá þér í blráö fyrst s.vona fór? — Ég veit nú ékki hvernig þessi saga komst á kreik með saltfiskinn, það var einmitt svo ágætur matur á Litla Hrauni og ég skal segja þér, að ég var Framh. á bls. 4 AWWMMHWMMMMWMWMWMMMWHWMWlWMWMMWMIMMMMWMMMMMWMMMMWW

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.