Alþýðublaðið - 24.12.1964, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 24.12.1964, Qupperneq 10
FRÍIV3ERKI . . . Framh. af 5. síðu. Að síðustu má geta þess, að nú álveg nýlega er komin út bók, sem ber nafnið „Furðuheimur Frímerkjanna” og er höfundur hennar Sigurður Þorsteinsson. — Hennar verður e.t.v. getið nánar síðar. í Frímerkjamiðstöðinni, Týs- götu 1, stendur yfir sýning á Jólamerkjum frá öllum Norður- löndunum og verður opin til jóla. Áðgangur er ókeypis. (. yr Halldórsson og eiga þau þrjú böm. Sigrúnu Sigurmundu, 12 pra, Borghildi Rún, 8 ára og ^lagnús Halldór, 8 mánaða gaml- an. Sjá má að á því heimili er nóg að gera, en samt gefur hús- tnóðirin sér tíma til að sinna tímafrekum ritstörfum. -• Magnea naut farkennslu til 12 óra aldurs, stundaði síðan nám í tvo vetur í tóvinnuskóla á Sval- barði. — Það var varla von að konur skrifuðu bækur meðan flestar þeirra voru óskrifandi. og mis- munur kynjanna svo mikill, að konan var því sem næst ambátt mannsins og þorði varla að láta hugsanir sínar, í ljós hvað þá að sýna manninum að hún væri jafn- ingi hans og oft jafnvel honum fremri. Af konunni var aðeins krafist að hún kynni að koma „mjólk í mat og ull í fat.” Þá var hún góð vara á giftingar- markaðnum. Mér finnst að áður fyrr hafi takmark lang flestra kvenna verið hjónaband, að pipra þótti ömurleg ævi. Nú eru konur búnar að finna sjálfar. sig og hví skyldu þær ekki svala fróðleiksfýsn sinni og menntafýsn? Af aukinni mennt- un kemur það svo af sjálfu sér, að þær fara að láta ljós sitt skína, jafnvel þótt ljósið sé að- eins lítil týra. — Mínar bækur skrifa ég að- eins sjálfri mér til ánægju, ekki til dægrastyttingar, því með daginn hef ég nóg að gera. Það hafa á- reiðanlega verið á öllum öldum konur eins og ég, sem lifðu í sínum söguheimi að hálfu, en gáfu ekki neinum hlutdeild í hugsunum sínum og hripuðu þær ekki einu sinni á blað. Tilviljun réði því, að mín fyrsta bók kom fyrir almenningssjónir, og þótt enginn stórviðburður væri það í þjóðarsögunni, er ég þeirri konu sem kom mér af stað mjög þakk- lát. — Enn hafa ritstörf mín ekki bitnað á heimilisstörfunum, hvað sem verður. Eg var ekkert dug- legri húsmóðir fyrr meðan ég bara hugsaði sögurnar, en skrif- aði þær ekki. Og þegar ég skrifa segi ég eins og Nikkólína: „Nótt- ina á ég sjálf.” Hugleiðing Framh. af 5. gíðu. áhyggjufullur í veskinu sinu. Hún sagði: — Þetta er allt í lagi. Þú gef- ur mér þetta einhvern tíma seinna. Við þurfum hvort sem er að eiga eitthvað í janúar. En það er einmitt í janúar, sem menn ætla að fara að verða svo óskaplega sparsamir, leggja fyrir vissa upphæð á mánuði og byrja nýtt líf. Og í janúar hefur líka orðið mikil breyting á verzlunum i Reykjavík. Þá eru þær eins og stjórnmálamenn eftir kosningar, tómar, með þreytusvip, geisp- andi. Nú er allt mögulegt kennt við jólin. Nú eigum við ekki aðeins jólasveina og jólahangikjöt. Við eigum líka jólabækur. Við eigum það sem sagt jól- unum að þakka, að það hefur risið ný bókmenntagrein á Sögueynni. Og þetta er afburðagóð bók- menntagrein: bækur, sem ekki eru neitt sérstaklega fallnar til að lesa þær, heldur til þess að gefa þær vinum sínum. Og þótt þær séu ekki ennþá seldar eftir vigt, fer verðlagið þó ekki síður eftir útliti en innihaldi. Og svo koma jólin. Þau eru eins og eyðan á milli þess tíma, er ég lýk við síðustu peningana, unz ég fer að hafa áhyggjur af víxlunum, sem falla í janúar. „Den tid, den sorg.” Þau koma bara í sálina, þegar Hjá mér eru þau alltaf bund- in við veður. Það verður að vera eitthvert jólaveður. En það má heita sama, hvaða veður er. .. Það snjóar í logni, snæ- flyksurnar svífa silalega til jarð- ar, eins og þær ætli alveg að gefast upp við að koma sér alla leið. Mjallarvoðin er þykk, og allar slóðir eru djúpar og dular- fullar. meðap drífan er að má þær út. Og niður af húsþökum slúta losaralegar hengjur. .. .. Eða það er alauð jörð, frost- laust, tungl veður í skýjum. Allt loftið óskaplega troðfullt af myrkri, en þó hér: og hvar geilar með einhverri skimu. Og það er hvorki kalt né hlýtt. .. .. Eða það er frost og hrein- viðri, föl á jörð eða svellað. Mik- il kyrrð og fótatak manna heyr- ist langar leiðir. Þetta er afskaplega dularfullt veður. Það mundi vera drauga- gangur, ef það væru ekki jól. En á jólunum er ekkert óhreint á ferli. Ekki einu sinni seðlar í veskinu. Sigvaldi Hjálmarsson. J3ÚDDA Framh. iaf 13 síðu. feitan, þrjózkan mann, sem hefði enga póiitíska stefnu". Herforingjar steyptu Huong af stóli um síðustu helgi og þar með hefur þriðju ríkisstjóminni í Suður-Víetnam verið steypt á einu ári fyrir tilverknað búddatrúar- manna. Frá indlandi Búddatrú í Asíu er mismunandi land úr landi. Hvarvetna, þar sem hún hefur skotið rótum, hefur hún tekið á sig svip þeirra trúar- bragða, sem fyrir voru, og hvorki sameiginlegur leiðtogi né sameig- inlegar kenningar tengja búdda- trúarmenn saman. IndveTskur furstasonur, Sidd- hartlva Guatama, grundvallaði búddatrúna. Hann var alinn upp við allan þann munað og glæsileika sem tilheyrði við hirðir ind- verskra fursta til forna. S'agan segir að eitt sinn hafl 40.000 dansmeyjar dansað honum til heiðurs. Þegar hann skyldi kvænast gat hann valið milli 500 fegurstu ung- meyja landsins. Mynd Búdda En þegar hann var 29 ára að aldri ákvað hann ‘allt í einu að af- neita þessa heims gæðum og boða meinlætalifnaði. í 45 ár ferðaðist hann um Indland og prédikaði kenningar sínar og ein af dæmi- sögum hans fjallaði um fátækan mann, sem varð eitt sinn fyrir því að eftirlætiskanina hans stökk inn í eld til að verða steikt á báli svo að soltinn eigandi hennar gæti fengið sér eitthvað að borða. Eld- urinn magnaðist og í honum sást mynd Búdda. Það er þessi dæmi- saga sem búddamunkar þeir, sem hafa brennt sig á báli á götum Saigon, hafa tekið sér til fyrir- myndar. Búddatrú er algengust trúar- bragða i Burma, Thailandi og Indó Kína. Aðrar miðstöðvar eru Tíbet og Ceylon, en búddatrúin á sér einnig marga áhangendur í Kína og Japan. Aftur á móti eru furðu fáir búddatrúarmenn í heim- kynnum trúarinnar, Indlandi. Þar fylgja aðeins 3.3 milljónir manna boðskap B.údda. — Aktuelt. maút. ... MESSUR Framhald af 4. síðu urjón Þ. Arnason. Messa kl. 2. Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Annar jóladagur messa kl. 11. Séra Jakob Jónsson. 3. jóladagur. Messa kl. 11. Sérá Sigurjón Þ. Árnason. Kópavogskirkja. Aðfangadagur Aftansöngur kl. 11. Jóladagur messa kl. 2. Annar jóladagur messa kl. 2. Messa í Nýja Hæli kj 3f30. Séra Gunnar Árnason. Fríkirkjan í Reykjavík. Messutilkynningar. Aðfanga- dagur. Aftansöngur kl. 6. Jóla dagur messa kl. 2. Annar jóla dagur blarnaguðsþljónusta kl. 2. Sr. Þorsteinn Björnsson. Messutilkynningar. Breiðagerðisskóli. Aðfanga- dagur. Aftansöngur kl. 6.00. Jóladagur. Hátíðamessa kl. 2. Séra Felix Ólafsson. Aðventkirkjan: Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 6. Jóladagur. Guðsþjónusta kl. 5. Júlíus Guðmundsson. Eilliheimilið Grund: Aðfangadagskvöld kl. kl. 6. Heimijisprestur. Jóladagur kl. 10 árdegis. Séra Magnús Runólfsson. Annar jóladagur kl. 10 árdegis. Séra Hjalti Guð mundsson. Sunnudagur 27. des. kl. 11, útvarpsmessa. Heimilisprestur predikar. Séra Hjalti Guðmundsson annast alt arisþjónustu. Söngflokkur Grensásprestakalls annast söng inn. Gústaf Jóhannesson, söng stjóri við hljóðfærið. Heimilis prestur. Neskirkja. Aðfangadagur. Aftansöngur kl. 6. Jóladagur messa kl. 11. Annar jóladagur messa kl. 2. Gamlárskvöld messa kl. 6. Séra. Jón Thorarensen. Aðfangadag- ur: Miðnæturmessa kl. 23.30. Sr. Frank M. Halldórsson Jóla dagur: Messa kl. 14, sr. Frank M. Halldórsson. Annar jóladag ur: Messa kl. l|, sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudagur 27. des. (Þriðji jóladagur). Barna- samkoma kl. 10, sr. Frank M. Halldórsson. Lúðrasveit drengja leikur jólalög stjórn- andi Páll Pampichler Pálsson. Lögreglulcór Reykjavíkur syng ur. S.tjórnandi Páll Kr. Pálsson. Sr. Frank M. Halldórsson les jólaguðspjöllin. * BILLINN Bent an Icecar Sími 1 8 8 3 3 Eiginmaður minn Sveinn Helgason fyrrverandi yfirprentari, Mjölnisholti 6, MVerður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. desember kl. í'i'' • . |Í 2 e. h. — Fyrir hönd aðstandenda Kristín Árnadóttir. V I? ' :7ij> Jó; - ■ (iþ.'Ái.Cjií'iý'd J 10 24. des. 1964 — ALþYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.