BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 14

BFÖ-blaðið - 01.10.1988, Blaðsíða 14
ingar á þessu sem og öðru, en menn ættu að vera varfærnir í því að kaupa notuð innflutt dekk. Miklu áreiðanlegra sé að kaupa sóluð dekk, þar sem aðeins er notaður fyrsta ílokks belgur í sóluð dekk. Niðurstaðan er því þessi, að menn geta hvort sem er keypt sóluð eða ný. Endingartími að meðaltali er um einn þriðji minni á sóluð- um, enda kosta þau um einum þriðja minna heldur en ný. Lítum þá aðeins á nagla í hjól- börðum. Naglar veita meira öryggi Síðastliðinn vetur spunnust nokkur blaða- skrif vegna auglýsingar gatnamálastjóra Reykjavíkurborgar um að menn skyldu ekki setja negld dekk undir bíla sína, þar sem þau slíti svo malbikinu og kosti milljónir vor hvert að gera við eftir skemmdir, sem negldir hjól- barðar valda á gatnakerfi borgarinnar. Var í því tilviki ekki tekið tillit til öryggisþátta, heldur aðeins gengið út frá þeirri forsendu, að naglar slitu malbikinu og því þyrfti að hvetja menn til þess að nota þá ekki. Yfirleitt eru 80-90 naglar að meðaltali í hverjum hjól- barða og kostar hver nagli með ísetningu 8- 8.50 kr. þannig að verðið er um 700 kr. á hvern hjólbarða. Ekki fékkst hjá neinum opinberum aðila yfirlýsing um það, hvort æskilegra væri að nota nagla eða ekki, hvorki Bifreiðaeftirlitið né lögreglan vildu láta hafa neitt eftir sér. Hins vegar voru viðmælendur sjálfir á sínum bílum með nagla yfir veturinn og allir löggu- bílarnir í Reykjavík eru á negldum hjólbörð- um, sem segir sína sögu. Þar á bæ þurfa þeir oft að bregða skjótt við, aka hratt á köflum og hjálpa. Þá er talið betra að vera á negldu. Ekki reyndist unnt heldur að fá upplýsingar frá Umferðarráði né hjól- barðainnflytjendum um hemlunarvegalengd með eða án nagla. Hjá FÍB, sem mælir ein- dregið með negldum hjólbörðum, fengust þær upplýsingar, að hemlunarvegalengd væri um 20-50% styttra á hjólbörðum með nöglum. Færi það eftir því, hvort mynstur væri „gott“ og hversu margir naglar væru í hjólbarðan- um. Menn voru sammála um það, að öryggið væri meira með því að nota nagla í dekkin. Sérstaklega, þegar skyndilega launhálku 14 geri. Þá þýði lítið að vera á vetrarhjólbörðum með góðum gripum. Hins vegar megi menn ekki setja allt of mikið traust á neglda hjól- barða, þar sem á stundum geti hjólbarðar, sem eru farnir að slitna, en þó með nokkra nagla á stangli, gefið falskt öryggi. Þá séu góðir vetrarhjólbarðar betri. „Góð“ mynstur var oft minnst á í samtölum við hjólbarðasérfræðinga og þá var oft vitnað í mismunandi tegundir hjólbarða, sem hefðu betri mynstur heldur en aðrir. Fer það efa- laust eftir sérvisku hvers og eins í þessu máli sem og öðru. Þó er mikilvægt, að skurður mynstursins skerist af og til á, þar sem sam- felldur slitflötur á barðanum minnkar við- námið, sem barðinn veitir. Á sumum hjólbörð- um er sami slitflötur alla leiðina, e.t.v. 10% af yfirborði barðans. Þar með hefur tapast dulít- ið af viðnámi, sem gæti komið með því að láta skurðinn á gripunum ganga á misvíxl. Tryggingaraðilar telja nagla til bóta, og meðan ekki sé til neitt betra en naglar, þá séu þeir tvímælalaust til bóta í umferðinni, þótt ekki komi til að menn séu álitnir vera í eitt- hvað minni rétti ef þeir nota ekki nagla. Það verður ekki álitamál fyrr en menn eru með minna en 2 mm djúpar riflur á hjólbörðunum. Þá er útbúnaðurinn orðinn ólöglegur, og menn því e.t.v. álitnir vera sakaraðilar að óhappinu með vanbúnu ökutæki. Þá má minna á, að þar sem gatnamálastjór- inn í Reykjavík hefur lofað því, að saltaustur verði aukinn og því sé ekki þörf á að vera á nöglum, þeim mun meiri tjara verður leyst upp úr malbikinu. Sest hún gjarnan á hjól- barðana og minnkar viðnámsgetu þeirra í hálku. Ættu menn af og til að þrífa tjöruna af slitfleti barðans með efni, sem fæst á flestum bensínstöðvum. Þannig geta bíleigendur sjálfir fylgst með ástandi hjólbarðanna þegar þeir eru að þrífa þá. Því stundum vill það brenna við, að menn eru ekkert að athuga ást- and barðanna allan veturinn, láta aðra setja þá undir, og því vita þeir í mörgum tilvikum lítið um, hversu slitnir hjólbarðarnir eru. Það er ekki nóg að bæta bensíni af og til á bílinn og líta síðan ekkert á annað í bílnum. Hjólbarð- inn er sá hluti af bílnum, sem einna auðveld- ast er að fylgjast með án þess að líta undir vél- arhlífina - eitthvað, sem sumir gera aldrei ótilneyddir. Og umfram allt: Ekki spara með því að aka um á lélegum hjólbarða. Það getur endað illa. -pþ.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.