BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.11.1989, Blaðsíða 5
Mýrum liggur vegur niður að Krossnesi. Þar skammt frá var kauptúnið á Bryggju um fjölda ára skeið eða allt til 1943 en nú er þar vinnuheimili fyrir afbrotafólk. Byggð Grund- arfjarðar er ný og stendur á Grafarnesi. Jörðin Gröf er í útjaðri þorpsins en Grund, býlið sem fjörðurinn dregur nafn sitt af, er nokkru aust- ar. Við Vindás má fara leið til vinstri kringum Eyrarijall sem dregur nafn sitt af Hallbjarn- areyri, þar sem margir fornkappar bjuggu. Hallbjarnareyri var ein fjögurra jarða sem konungur gaf árið 1672 undir holdsveikra- spítala, en hann var starfræktur þar til ársins 1845 og sér þar rústir. Á þessari leið er kirkju- staðurinn Setberg. Þar sátu margir þjóðkunn- ir prestar. Leiðin liggur áfram um Kolgrafar- fjörð inn Hraunsflörð og yfir brúna um Mjó- sund sem byggð var fyrir tæpum 30 árum. Hraunsfjörður var fyrsti fjörðurinn sem var brúaður. Þar er nú umfangsmikil laxarækt. Víða á Snæfellsnesi eru form náttúrunnar til augna- yndis. Þá er komið í Helgafellssveit, sögusvið Eyr- byggju. Áður var farið inn með Straumhlíð og um Árnabotn sem frægur er í þjóðsögum um Árna sem þar bjó. Gamla leiðin í gegnum Berserkjahraun er afar falleg. Þá er beygt til hægri fljótlega eftir að komið er yfir brúna yfir Mjósund. Við Hraunflöt er Selvallavatn og mjög skjólsælt og þangað fara margir til að eyða helgum og eins í rana Berserkjahrauhs þar sem valin tjaldstæði eru í fallegu umhverfi og berjalandi. Bjarnarhöfn er út við sjó til vinstri, merk jörð þar sem Björn aust- ræni festi búsetu. Þar má enn sjá götuslóða þann sem norskir þrælar Víga-Styrs, berserk- irnir, ruddu í gegnum hraunið og segir frá í Eyrbyggju. Drápuhlíðarfjall er upp af vega- mótum sem liggja í Stykkishólm, en aðalleið- in liggur um Skógarströnd og inn Dali. Á leið- inni þangað er Úlfarsfell og Kárstaðabotn, frægir sögustaðir Eyrbyggju. Stykkishólmur stendur yst á Þórsnesi, sérkennilegt bæjar- stæði á klettahæðum. Útsýnisskífur eru við hótelið og bókasafnið sem greina frá helstu stöðum við Breiðafjörð. Mörg gömul hús eru varðveitt í Hólminum. Þar hafa í yfir hálfa öld starfað nunnur úr Sankti Franciskusreglunni við rekstur sjúkrahúss, leikskóla, prent- smiðju o.fl. Frá Stykkishólmi er boðið upp á bátsferð um inneyjar Breiðafjarðar. Enginn ætti að láta það tækifæri fara fram hjá sér enda er skoðunarferð um eyjarnar flestum ógleymanleg upplifun. Á Þórsnesi eru nokkrir sögufrægir staðir. Fyrstan er að nefna landnámsjörðina Hofstaði við samnefndan vog, þangað sem Þórólfur mostraskeggur kom að tilvísan öndvegis- súlna og byggði þar bæ. Næstan má nefna Helgafell, sem landnámsmaðurinn lagði mikla helgi á. Þykir hlýða að ganga þaðan frá leiði Guðrúnar Ósvífursdóttur og ef farið er að settum reglum má bera fram þrjár óskir þegar upp er komið. Afla má sér upplýsinga um regl- urnar á bænum. Á Þórsnesi eru einnig Þing- vellir sem var þingstaður þórsnesinga til forna. Þar eru ummerki sem talin eru gefa til kynna hvar þingið var háð og þar má sjá Drit- sker hvers er getið í Eyrbyggju. Þegar sól fer að hníga til viðar er ekki úr vegi að fara upp í Kerlingarskarð og njóta sól- arlagsins og í algleymi þeirrar fegurðar sem við ykkur blasir, er við hæfi að kveðja ykkur og þakka samfylgdina. □ 5

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.