BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 15

BFÖ-blaðið - 01.06.1991, Blaðsíða 15
Félagsstarfið Ársþing BFÖ Þann 10. maí s.l. var haldið í Reykjavík 18. sambandsþing BFÖ. Þingið sátu fulltrúar deilda ásamt stjórn BFÖ og gestum. í skýrslu forseta BFÖ, Brynj- ars Valdimarssonar kom fram að starfsemin á síðasta ári var blómleg. Haldnar voru fjöl- margar keppnir um landið í ökuleikni, auk reiðhjólakeppna voru haldnar samhliða. BFÖ-blaðið kom ut í 4 tölublöðum, haldin var ráðstefna um ölvunarakstur og gefinn var út bæklingur um sama efni. Þá kynnti félagið rækilega frumvarp Árna Gunnarssonar og fleiri á Alþingi, þar sem kveðið var á um lækk- un áfengismarka í blóði ökumanna. Því miður náði frumvarpið ekki fram að ganga á síðasta þingi. Rekstrarafkoma félagsins var góð á síðasta starfstímabili, hagnaður varð rúmlega 700 þúsund krónur. Á þinginu var kynnt starfsáætlun komandi starfstímabils og Qöldamargar ályktanir voru samþykktar. Efnislega fjölluðu þær m.a. um eftirfarandi: 1. Lagt er til að „kílóaskattur“ af bílum renni óskiptur til umferðaröryggismála. 2. Skorað er á yfirvöld að beita sér fyrir því að gjaldskrár Bifreiðaskoðunar íslands verði enn lækkaðar frá því sem nú er. 3. Skorað er á Dómsmálaráðherra að beita sér fyrir endurskoðun á gildandi umferð- arlögum. 4. Skorað er á tryggingafélög, Umferðarráð og ökukennara að auka fræðslu og kynn- ingu á því hvernig útfylla skuli tjóna- skýrslueyðublöð þau sem ökumenn hafa í bílum sínum. 5. Hvatt er til lækkunar hámarkshraða í íbúðagötum. 6. Beint er tilmælum til tryggingafélaga að kanna tjónatíðni 17-20 ára ökumanna með það í huga hvort hækka eigi ökuleyf- isaldur. 7. Skorað er á fjölmiðla að stórauka flutning á fræðsluefni um umferðarmál. 8. Skorað er á þingflokkana að taka upp að nýju frumvarp það sem ekki fékk af- greiðslu á síðasta þingi um lækkun leyfi- legs áfengismagns í blóði ökumanna. 9. Bent er á að akstur og áfengi fara aldrei saman. 10. Skorað er á yfirvöld að taka áfengislög- gjöfina til endurskoðunar. 11. Skorað er á Dómsmálaráðherra að ljúka sem fyrst endurskoðun á ökukennslu. 12. Skorað er á Dómsmálaráðherra að stuðla að löggildingu ölvunarsýnistækja, sem leysa af hólmi blóðprufur, þegar öku- menn eru teknir grunaðir um ölvunar- akstur. Á þinginu flutti Ómar Smári Ármannsson, lögreglumaður, mjög fróðlegt erindi um ölv- unarakstur og forvarnir í Reykjavík. Spunn- ust miklar umræður og fyrirspurnir af erindi Ómars Smára. Brynjar Valdimarsson var endurkjörinn forseti BFÖ fyrir næsta starfstímabil. Sambandsþing BFÖ samþykkti meðal ann- ars ályktun um aukna notkun hjólreiða- hjálma.

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.