BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 5

BFÖ-blaðið - 01.07.1993, Blaðsíða 5
manna er, svo hrikaleg að heilbrigðisyfirvöld komast ekki hjá að taka af fullri alvöru á málum, ef satt er. Líkur eru á að 33,6% allra karla sem neyta áfengis greinist einhvern tíma með áfengis- sýki eða annan vímuefnavanda og 16,1% kvenna. Með tilliti til hins mikla kostnaðar, sem fylgir áfengismeðferð, að ekki sé talað um mannlega þáttinn, verður ekki annað séð en að hreinlega allt verði að gera til þess að koma í veg fyrir að þetta ástand skapist, t.d. með því að taka duglega á í forvarnarstarf- inu. Alls námu fjárveitingar ríkisins til með- ferðarstofnana árið 1991 557 milljónum króna. Til forvarnarstarfs fór minna en 5% af þeirri upphæð. Hve margir af þeim sem ekki neyta áfengis hafa farið í meðferð? í könnunum sem Hagvangur gerði í janúar og maí 1993 fyrir Bindindisfélag ökumanna og Afengisvarnaráð var spurt hvort viðkom- andi hefði einhvern tíma farið í áfengismeð- ferð. Af þeim sem neyta áfengis segjast 1,3% hafa farið í meðferð en hún augsýnilega mis- tekist; af þeim sem ekki neyta áfengis hefur sama hlutfall farið í meðferð og hún þá tek- ist. Einnig var spurt hvort viðkomandi hefði farið í langa eða stutta meðferð. Flestir, sem sögðust hafa farið í meðferð, fóru í langa meðferð. Engu máli virtist þó skipta hvort farið var í langa meðferð eða stutta; árang- urinn var svipaður, u.þ.b. helmingi hefur tek- ist að hætta. Þessar niðurstöður segja okkur að fjöldi þeirra, sem ekki neyta áfengis, er ekki fyrst og fremst tilkominn vegna þeirra sem fara í meðferð og tekst að hætta áfengisnotkun, heldur vega aðrir þættir þar þyngra. Með öðrum orðum: Af hverju hundraði fólks sem ekki neytir áfengis hafa 95 valið sér þann lífsstíl án afskipta meðferðarstofnana en 5 eftir að hafa farið í meðferð. Með þessu er ekki verið að kasta rýrð á það ágæta starf sem unnið er á meðferðar- stofnunum landsins, langt í frá. Við kom- umst hins vegar ekki hjá því að velta fyrir okkur hvort áherslur í viðleitni okkar til þess að draga úr neyslu áfengis séu þær sem bestum árangri skili. Árni Einarsson er framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar í fíknivörnum. Áfangar í umferðarmálum 1818. Karl von Drais barón fékk einkaleyfi á hlaupahjóli, svokallaðri „dræsínu“, sem var fyrirrennari reiðhjólsins. Hann sýndi hjólið í París síðar sama ár. 1865. Fyrstu hraðatakmörkin voru sett í Bretlandi. Samkvæmt þeim var hámarks- hraðinn rúmlega 3 kílómetrar á klukku- stund. Einungis tveir bílar voru þá til í Bretlandi. 1874. Englendingurinn H.J. Lawson smíð- aði fyrsta reiðhjólið sem var með tveimur jafnstórum hjólum og keðjudrifnu aftur- hjóli. 1885. Edward J. Claghorn fékk einkaleyfi á öryggisbeltum í bifreiðum í Bandaríkj- unum. 1893. Skráningarplötur voru kynntar í Frakklandi, þær fyrstu í heiminum. Sama dag gáfu þeir út fyrstu ökuskírteinin. 1896. Bretar seldu fyrstu bílatryggingar þar í landi. Þess má geta að þær náðu ekki til skemmda sem hrædd hross gætu valdið. 1903. Fyrsta bílferðin var farin þvert yfir Bandaríkin, frá San Fransisco til New York. 1904. Thomsensbíllinn kom til landsins, fyrstur allra bíla. Hann var af gerðinni Cudell, en Ditlev Thomsen hafði fengið styrk frá Alþingi til kaupa á honum. 1904. Louis Rignolly ók bíl á 103 mílna hraða á klukkustund (167km/klst.), og varð fyrstur til að aka hraðar en á 100 mílna hraða. 1906. Charles Rolls og Henry Royce stofn- uðu Rolls-Royce fyrirtækið. 1907. Heimsins fyrsta kappakstursbraut var tekin í notkun í Surrey í Bretlandi. 1908. Henry Ford hóf fjöldaframleiðslu á Ford T. Alls voru um 15 milljónir bíla framleiddir. R.J. 5

x

BFÖ-blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: BFÖ-blaðið
https://timarit.is/publication/234

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.