Vestri


Vestri - 01.07.1905, Blaðsíða 2

Vestri - 01.07.1905, Blaðsíða 2
V E S T R I. 35- tbL RödcL vorsins. („Yoice of spring.“) Eptir Mrs. HEMANS. Eg kem! eg kem! Þjer kallið á mig opt. Eg kem, um fjöll og dal og haf og lopt. Með ljós og söng jeg lífga allt á fold, og ljúfir vindar þíða fræ í mold! Sem bjartar stjörnur glitra blóm á grund og grænka laufin er jeg snerti mund. Um suðræn lönd minn andblær ijettur leið og lífgaði þar ótal blóm á meið. Um sljettur Galla glitrar blómskrúð þjett. A grafir. rústir, hef eg blómvönd sett; en ekki sæmir að eg ræði um slíkt, yrki um rústir, gröf nje þvíumlíkt. Til norðurs fór jeg, fjöllin yfir leit, og fögur bartrje anga þar um sveit. A sljettan sjóinn sjómaðurinn rær, og svifljett hreindýr stökkva byggðum fjær, og furan sveiflar grein í blíðum blæ, og bjart og hlýtt er allt um lönd og sæ. Minn andi leið svo ljett um skógarg-öng og loptið fylltist unaðsríkum söng, er hljómar snjallt og hátt utn sjó og lönd, frá hvítum svönum íslands fram með strönd, til. næturgalans hátt í laufgum lund, sem ljóðar blitt um kyrra aptanstund. Ur klakaböndum braut jeg vötn og fljót, þau brjótast fram og hend .'t sævi mót; þau fossa niður fjöllin brött og há, og faðma blómin, sem að til þau ná. Um grænar engjar sveigjast silfurbönd og syngur aldan dátt við mararströnd. Ef gleði unnið, komið börn min blíð! Jeg bjó upp rúm þar angar rósin fríð! Nú, flýtið ykkur, út að mæta mjer, og munið vel að eg á flugi er. Með blómum, hörpu, hoppi, dans og söng, ó, hlaupið út, — því dvöl mín er ei löng! Þýtt hefir: Björn SlGURÐSSON. 138 _____________________ er kærast. Uinn forni snillingur íslendiiiga, Snorri Sturluson, hefir haft meiri áhrif á mál hans, en nokkur annar maður. Heims- kringla hreif huga hans og hjarta þegar í æsku, orðfæri Snorra varð fyrirmynd hans. En svo hs-fir einnig hjartalag og mannkærleiki B. Björnsonar snortið hjörtu margra hinna beztu íslendinga. Hann hugsar heitt og hreint, örar og iunilegar um velferð landa sinna og annarra manna en aorir menn. Hann berst fyrir vinnufriði og vinar- þeli manna á meðal þjóðu. flan:) er meðal skáldanna eins og Gladestone er á meðal stjórnmála- mannanna. Rjettlæti og ástuð, mantikærleiki og mannúð er hið sterkasta afl í hug þeirra og hjarta, og kemur jafnan fram í verkum 'þeirra. Nú er komin út á íslenzku dálitil en góð bók um Björn- stjerne Björnson. Jeg hef verið svo heppinn að ná í hana til lesturs á leiðinni yfir Atlantshafið. Hún er eptir norska prestinn, síra O. P. M o n r a d, sem ferð- aðist hjer í fyrra og hjelt fyrir- lestra um Björnstjerne Björnso»'. Hann er sonur prófessors Mon- rads, sem var mjög lengi kennari í heimspeki og fagurfræði við Kristjaníuháskóla og hafði fegr- andi áhrif á hugarfar landa sinna. Sjáffur er síra Monrad heimspek- ingur og fagurfræðingur, og hefir nú fengið lausn frá prestsembætii j til þess að gefa sig eingöngu r.ð vísindum og ritstörfum. Hann er og kunnur um Norðurlönd fyrir hina andríku fyrirlestra, sem hann hehr haldið um ýms mái- efni. Hann ann fornsögum okkar og kvæðum; í fyrra fór hann til íslands að kynna sjer landið og þjóðina, og fræða oss um B. Björnson. Hann hjelt. fjóra fyrirlestra um hann, hinn fyrsta um B. Björnson sem skáld, annan um hann sem stjórnmálamann, þriðja sem þjóðmenningarfrömuð og fjórða sem mann. Ölium þessum hliðum skáldsins og þjóð- skörungsins lýsir síra Monrad vel og glögglega, enda hefir hann þekkt B. Björnson í 40 ár, Öll er bók hans fjörlega rituð. Monrad segir um B. Björnson að hann sje norskastur allra Norðmanna; að mínu áliti er hann ágætastur maður sem nú er uppi eigi einungis í Norvegi, heldur og á öllum Norðurlöndum. Verk hans og áhrif sýna það bezt; andlega ástandið í Norvegi var hvorki fagurt nje gott áður en B. Björnson byrjaði að vinna (sbr.; 58 bls.; ritsins). Það er gaman að sjá hann sjálfan. Jeg hel heimsótt hann á Aulestad, og opt heyrt hann tala, bæði halda fyrirlestra og segja sögur. Aldrei gleymi jeg því. B. Björn- son talar með meiri snild, blíðu og krapti eptir ástæðum, en aðrir menn; sjálíur er hann og manna glæsilegastur, einkennilega fríður og höfðinglegur. En það er líka gaman að lesa um hann annað eins rit og kver síra Mon- rads; jeg þykist viss um að það muni gleðja margan landa minn. Það má fá af því svo glögga mynd af þjóðmæringnum að hún gleymistseint. Fróðlegt er það einnig fyrir Islendinga að sjá. hvernig út- lendir rithöfundar rit.i um landa sina og lýsa þeim. Það má læra af því. Bók þessi er lærdómsrík og vekjandi á ýmsan hátt. Björn ritstjóri Jónsson á þakkir skilið fyrir að hafa komið bók þessari út á íslenzku. Það hefir verið erfitt að þýða hana á ís- lenzku, og hefir það tekist vel, þá er á allt er litið. Þýðandinn er orðríkur, en einstaka setningar eru heldur flóknar og eigi dugar að þýða dönsku orðin iFingrene klör efter« eptir orðunum, því að Islendingar, sem kunna eigi dönsku, vita Ugi að það þýðir að haja löngun til að rila. Jeg vil óska að margir landar mínir lesi þessa bók, því að hún rr þess verð. Um síra Monrad skal þess getið að hann er nú kominn til íslands, og ætlar að koma til Isaíjarðar í fyrri hluta júlímán., og halda þar fyrirlestra um endur- reisn Norvegs og Henrik Werge- land. Þá gefst ísfirðingum færi j á að heyra hann og það er ómaksins vert. Bogi Th. Melsted. Htórskipabryggja. Verzlun Leonh. Tang & Sön’s, er nú að láta lenga bryggju sína svo fært verði hverju stór- skipi að liggja við hana hvernig sem á sjó stendur. En bærinn hefir ekki fram- kvæmdarsemi á að láta búa til bátabryggju, hvað þá stórskipa- bryggju Þótt ekkert sje nema sandurinn að lenda við, þar sem þörfin er mest, (við Sundið) eða ljelegar lausa-bryggjur einstakra manna. Hejíting saiuifoks. Nýlega kom upp til Reykja- víkur Dahlerup yfirumsjónar- maður sandgræðslunnar á Jótlandi. Hafði stjórnin útvegað hann til 1 að athuga hver ráð væri heppi- legust að hepta sandfok í Rangár- valla og Arnessýslu. Frysti-rúm í flutningaskipum. Sameinaðagufuskipafjel. ætlar að flytja smjör frá Reykjavík og til Englands í frystiklefum þrjár ferðir í sumar. (2. og 22. júlí og 8. ágúst). SjómaniiaMað segir >Bæykjavík< að sje í ráði að setja á stofn í Reykjavík í haust. Utgefandi verður herra Matthías Þórðarson. Úr Eyjafirði er skrifað 17. júní: >Þingmaðurvor Eyfirðinga, ráð- herra H. Hafstein, hjelt þingmála- fund á Hraínagili 12. þ. m. Komu þar saman múgur og margmenni. Talaði þingmaður vor (H. H.) þar langt og snjallt málumýms þingmál. — í undirskriftarmáiinu var borin upp svo hljóðandi til- laga og samþykkt með 50 átkv. gegn 15: »Fundurinn lýsir yfir því, að rjettindum íslands sje ekki mis- boðiðað nokkrumeðundirskriít forsætisráðherra og finnur ekki ástæðu til að vekja nokkra þrætu út af því, enda álítur fundurinn, að íslands-ráðherra hafi alla pólitíska ábyrgð á út- nefningunni gagnvart íslandi.< í ritsímamálinu var eptirfar- andi tillaga samþykkt með 58 atkv. gegn 11: »Fundurinn lýsir yfir því, að hann eptir atvikum ber fullt traust tií ráðherra íslands, fyrir samninga hans í ritsíma- málinu íyrir íslands hönd, og telur þá vera fullkomlega eptir óskum þings og þjóðar.i Mörg fleiri mál voru til um- ræðu og ályktunar á fundinum. í fundarlok var svo borin upp svo hljóðandi tillaga og samþykkt með eindregnu lófaklappi fundarmanna: »Fundurinn lýsir eindreginni ánægju sinni yfir því, hvernig ráðherra íslands hefir komið fram í áhuga og velferðarmál- um þjóðarinnar, kann honum þakkir fyrir og ber hið bezta traust til starfsemi hans fram- vegis.< — — — Nú er fiskur að gauga inn Eyjafjörðinn þessa dagana, og horfur hinar bez.tu, því allslags áta er og hefir verið á firðinum í vor, eínnig smáhvalir: I rjetta átt sýnist horfa, því mótor- bátarnir eru fljótir að sækja beitu, sem hjer fæst nú nóg, einnig að sækja lengra til fiskjar út á hafið. — —“ >Coneert.< Eins og auglýst hefir verið hjer með götuauglýsingu, er von á þeim hr. P. Bernburg, hr. Brynj- ólfi Þorlákssyni dómkirkjuorgan- leikara og froken Guðríði Jó- hannsdóttir, hingað til bæjarins með »Ceres< í dag, til þess að halda hjer »Concert< í bæjar- þinghúsinu á morgun (sunnud.) kl. 8^/a, og máske optar. Hr. P. Bernburg leikur á fíólín og er það allra dómur, sem héyrt

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.