Vestri


Vestri - 21.05.1910, Blaðsíða 1

Vestri - 21.05.1910, Blaðsíða 1
0 ISAFJÖRÐUR, 21. MAÍ 1910. 29. tbl. IX. árg. Þjóðareign og þjóðarauður. Það er nýstárlegt, nú orðið, að sjá í blöðunum hugvekjur, sem snerta efnahag eða tjárhags- ástæður þjóðarinnar. Stórpóli- tíkin, svo nefnda, tekur upp alt rúmié að heita má. Og þó það sé ekki vanþörf á, að leiða lýðinn í allann sannleika um stjórnar- horfur okkar nú, þá liggja þó jaíniramt mörg önnur mikilsverð máletni í þagnargildi, sem telja verður í röð fremstu þjóðmála. Er þar sérstaklega að nefna skatta og tollmálið, sem verið hefir á dagskrá þjóðarinnar nú undantarið, en ekkert verið rætt eða ritað um, að heita má. En bæði þessi mál snerta al- menning meira en nokkurt annað mál; það gerir sem sé hvorki meira eða minna, en seilast otan í vasa einstaklinganna — bein línis eða óbeinlínis — og heimta svo og svo mikið til almennings- þarfa, a]t eptir því hve mikið landsbúið þarfnast, og hvar skatt- arnir eru lagðir á. Grein hr. Hannesar Jónssouar í 23. tbl. >Vestra< er að ýmsu leyti þörf og í tíma töluð. Það hefir lengi verið við brugðið hve Landhagsskýrslur vorar væru ó- nákvæmar. En menn hafa jafnframt búist við að vér íslendingar stæðum ekki öðrum þjóðum það á baki að framteljendur myndu með tímanum telja nokkurnvegin rétt fram til tíundar, enda hefir tölu- verð breyting orðið til batnaðar í þessu tilliti á síðari árum. Auðvitað ætlast höí. (H. J.) ekki til að þar með sé bætt við hið vanalega framtal eins og verið hefir. En ætlunin er sú að hinir lögskipuðu menn kanni eignabirgðir hvers einsstaklings í íandinu og á þessu á svo ið byggja áætlun um þjóðareig'nir.a. Ymislegt mælir með og móti þepnig löguðu íyt irkomulagi og má margt um það segja. Eg hefi verið að glöggva mig á ýmsum agnúum á þessu fyrir- kontuiagi - — ekki til þess að svæfa málið heldur til þess að skýra það. Eignir einstaklinganna eru matgar hverjar enginn auður heldur áhöld sem tiiheyra þessum eina manni t. d. fatnaður o. fl. Svo er og um mörg áhöld, sem notuð eru á heimilum; þau talla óðum úr giídi og verða ekki uotuð framar, en önnur hag kvæmari koma í þeirra stað og svo er um marg t fieira í vörslum einstakra manna er áður hefir tærið keypi allháu verði, en er aú verðlaust að kalla þar eð enginn hefir not at því framar. En hver sá hlutur í eigu ein- staklingsius sem ekki getur kom- ið náunganum að gagni eða eru ónothæfar, hann eykurekkert við auðlegð þjóðarinnar; hann er að vtsu til í eigu hennar, en hefir ekkert (realt) virkilegt gildi. Margir einstaklingar vita ógerla um hag sinn, einkum skuldir; þetta á einkum við lausingjana sem taka út hér og þar og eru á flökti Iandshornanna á milli. Auðvitað skiftir slíkt ekki máli þar sem um hina almennu þjóðar- eign er að ræða, því að skuldir þeirra eru oftast víð verzlanir, þar sem þær eru bókfærðar. Höf. stingur auðvitað ekki beinlínis upp á að eignabirgðir hvers einstaklings séu kannaðar, heldur að eftirlit sé haft með að framteljendur telji rétt taram til tíundar, en þóætlasthöf. jafnframt til að framteljendur segi til um skuldir sínar jafnframt, svo að nákvæm eignaskírsla úr hverjum hreppi á landinu sé til; skýtur þetta nokkuð skökku við þá hugmynd höfundanna að viðhafa þessa aðterð til að vita hið sanna um etnahag manna, þar sem þeir, hvað skuldir snertir verða að tara eftir sögusögn hlutaðeigenda sjálfra. Sé svo, að höf. hugmyndarinn- ar hugsi til þess að rita nákvæm lega upp efnahag hvers einstakl- ings í landinu, þá verður þar auðvitað að byggja á sögusögn og lausum ágizkunum. Það er áreiðanlegt, að margir einstaklingar vita ekki hve mikið þeir eiga og því síður hve miklu það nemur í krónutali. Kvikfénað ættu heyásetning- armenn að tetja þegar þeir skoða heybirgðir maona, og ætti jafn- vei að sekta framteljendurna, ef framtal þeirra kæmi ekki heim við tölu hey isetningarmanna. Jarðabætur, húsabætur og því um Jíkt er erfitt að meta til pen- inga, nema eítir vinnukostnaði og efnivið. Hvað jarðabótunum viðvíkur, þá segja búnaðarskýrslurnar til um tölu dagsverkanna. Húsabætur eru, eins og kunn- ugt er, metnar til peninga við ábúenda- og eigendaskifti á jörð- um, en mjög eru þær virðingar óábyggilegar og bygðar í lausu lotti, og líkt myndi að líkindum fara, þó að þessir virðingarmenn framkvæmdu þetta, meðan engu föstu >Systemi« væri hægt að fylgja, heldur væri þetta metið eftir venju í viðkomandi héraði. Annars myndi að líkindum vera heppilegast að leggja húsin í jarðarhundruðin, þannig að eig- andinn ætti öll jarðarhúsin, en eftirgjald jarðarinnar færi þá og fremur eftir húsabyggingunum en gæðum hennar að öðru leyti. Heybirgðir manna að hausti hefði ekkert að þýða að meta til peningaverðs; þær eru fólgnar í andvirði búpenings að vorinu. — En heyfyrningar gætu auðvitað komið til greina. Annars er það svo erfitt við- fangsefni, að fara að meta landið og áhöfn þess til peningaverðs, að menn mundu verða lítils vis- ari, þó að málamyndavirðing færi fram. Landið er alt, eÍDs og það er, með lcostum og göllum, eign þjóðarinnar. Verðgildi hækkar og lækkar eftir framboði og eft- irspurn. Lóðir í Reykjavík og öðrum kaupstöðum landsins hafa stigið mjög mikið nú undanfarið, en það stendur ekki í neinu hlut- falli við hið s a n n a notagildi þeirra. Jarðir í sveit, sem áður hafa verið seldar við háu verði, eru nú verðlausar að kalla. Og þetta gengur svona á víxl, að ýmist hækka jarðeignir í sveit eða hús og lóðir í kaupstöðum. — Þetta ber því alt að sama brunni: Að pað verður að meta landið eftir framleiðslu þjóðar- innar t heild sinni. Það er því alt undir lands- mönnum sjálfum kotnið, hvort >þeir ganga til góðs götuna fram eftir veg« með því að tæra sér náttúruskilyrði landsins sem bezt í nyt, — eða hvort þeir >fljóta sofandi að feigðarósw með því að niðurníða það, sem feðurnir hafa bygt upp. Þetta verða menn því að hata hugfast, þegar ræða ber um þjóðarauðinn í heild sinni, að virða hlutina eftir notagildi þeirra, en ekki eftir gangverði þeirra í svipinn. Til þess að vita hið sanna um tjárhagsástand þjóðarinnar verða menn og að ransaka það, til hvers munurinu á aðfluttum og útfluttum vörum gengur. Við vitum, að við kaupum útl. vörur íyrir mikið meira, en við flytjum út at innl. vörum. Til hvers gengur sá mismunur? Gengur hann til þess að auka framleiðsluna, eða hvað? Því er vandsvarað. Sumt af honum gengur auð- vitað til þess að auka framleiðsl- una, t. d. til mótorbáta o. fl. — En aftur er mikið af þessu, sem nokkru verulegu verði nemur, 1 hússkrokkum, miður vönduðum, hér og þar, og það eykur auð- vitað ekki svo mikið við auð- legð þjóðarinnar. Það er engin skýring, þó að

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.