Vestri


Vestri - 28.10.1913, Blaðsíða 2

Vestri - 28.10.1913, Blaðsíða 2
V E S T R I 41. tbl. 162 segir sagan. Stjórnpailurinn hafði og brotnað til muna og bátana hafði skipið mist lika. Vélarbátur Kolbeins hreppstj. Jakobssonar í Unaðsdal hér við Djúp, hvarf þar ai höfninl Hatði legið þar við stjóra áður en veðrið skall á, en var horfinn eftir garðinn og hefir eigi sést siðan. Erlend tíðindi. Stórkostlegt kolanámuslys varð f svonefndri Senghenydd kolanámu í Wales á Bretlandi 14, þ, m, Hafði komið upp eldur i námunni af illum rafmagnsljósa- umbúnaði, og olli það sprenging um til og frá um námuna og jókst það á svipstuudu svo, að eftir nokkurn tíma stóð ölinám an i björtu báli; hrundi náman sumstaðar niður svo ai byrgt var fyrir útgöngu. Bjargað varð 489 manns, 360 ifk hötðu fundist i rústunum er sfðast fréttist, en búist við, að als kafi 423 menn beðið bana. Er þetta eitt hið mesta kolanámuslys, er sögur fara af. Madsen Mygdal landsþings- maður, gamall og nafnkunnur þingmaður úr liði vinstrimanna f Danmörku, er nýlátinn. Brnnar. Tjöruverksmiðja brann nýskeð i Frijsenborg á Jótiandi. Skaðinn talinn um 160 þúsund kr. — Eldsvoði gerði og allmik* inn usla í bsenum Middeltart á Fjóni og brann þar meðal annars sœsimaverksmiðja; skaðinn talinn 750 þús. krónur. I)r. Bndolph Diesel, sá er fyrstur gerði hinar svonefndu >dieselvélar< sem nú er faríð að nota i stór miiliferðaskip, hvarf á leiðinni frá Antverpen til London og veit enginn með hverjum hætti það hefir orðið. Helst gisk- að á að hann hafi óviljandi fallið útbyrðis. Dr. Diesel var heims- frægur maður og stórauðugur orðinn, hatði grætt um 9 miljón* ir á fáum árum á vélum sínum. Upphlanp í Brasilía. Það er ekki nýtt að óeyrðir séu fBras- iiiu, Nýskeð hfóst upphlaup i borginni Manos í Amosonrikinu. Upphlaupsmenn óðu um borgina, brendu og rændu og gerðu mörg spellvirkl Drápu þeir að þvi er mlæt er borgarstjórann og alla bæjarstjórnina, og héldu þeir siðan til fleiri bæja og vildu ieggia landið undir sig. Stjórnin sendi herlið móti þessum óaldarflokki og tókst loks að brjóta þá á bak aftur. Forsetakosnlng fór nýskeð fram i Kina og var Yuan-Shi- Kai endurkosinn forseti með miklu atkvæðamagni. Næstur varð Li-Yang-Cheng. —- Margir voru f kjöri, þar á meðai dr. Sun* Yat-Sen. Aldaratmæii eins helsta tón- skálds heimsins Giesuppe Verdi var 9. þ. m. Eyjar sokknar. Tvær af Vin* áttueyjunum í Kyrrahafi, Falcon og Hope eru sagðar sokknar. Vináttueyjar liggja f mðju Kyrra- hafinu. Þær eru hátt á annað hunhrað að tölu og margar smáar. Eldfjöll eru þar víða og skaut annari af eyjum þessum, Falcon, úr sjó árið 1835. Eyjar þessar allar eru eitt konungsrfki en ibúar eigi nema um 20 þús. íbúar eru flestir blámean. en þó er eitthvað af hvitum mönnum þar. Ekki er kunnugt hve margir hata verið á þessum eyjum sem sukku, en liklegt þykir að þeir skifti hundruðum. Frá heiði að hafsbrún. Dáin i Rekjavik frú Sigriður Bruun forstöðukona kaifihússins >Skjaldbreið«, en dóttir Sig. heit. Jónssonar fangavarðar, myndar og dugnaðarkona. Slys* Unglingspiltur frá Tún> garði í Hvammssveit, Jón Hall. grfmsson að naíni béið bana af byssuskoti fyrir skömmu. Hatði verið á rjúpnaveiðum Í fjalli fyrir ofan bæinn og dottið á byssuna. Þessi slys af byssum eru orðin tfð, og ætti mönnum að skiljast, að það, hve hœttulegt er að bera byssuna með skoti f. Stórbrunl. 200 þús. kr. virðl brennnr. Sildarverksmiðjan á Dagverðar- eyri brann í gærkveldi. Kviknaði um kl, 7 í vöruum- búðum, er voru í skrifstofunni. í „Lagerhúsinu* var ógrynni af sildarmjöli, og brann það hús með öllu er i var. Skaðinn talinn 300 þús. kr. Að eins bjargaðist bryggja og sildarolia nokkur. (Vísir 36. okt.) Lög samþ. og afgr. frá alþ. Um frlðnn fngla. Enginnmá drepa æðarfugl at ásettu ráði. Brot gegn þvi varðar lokr. sekt fyrir hvern fugL Sektin tvöfaldist við hverja itrekun brotsins alt að 400 kr.. 8é fuglinn skotinn með byssuskoti, er byssan upp- tæk, og rennur andvirði hennar i sveitarsjóð þar, sem brotið er framið. — Engin má selja eða kaupa æðaregg, eða á nokkurn hátt af hendi láta til annara utan heimilic sfns, nema eggskurn til vfsindalegra þarfa. Grreiða má þó varpeigandi þelm mönnum, er varp hirða, borgun íyrir starf sitt með eggjum, ef þeir óska. Ekki má heldur selja eða kaupa æðarfugla, né hluta af þeirr. — Frá 15. apríl til 15. júlí eru, nema nauðsyn beri til, öll skot bönnuð nær friðlýstu æðarvarpi en 2 km- — Frá 15. apríl til 15. júní má enginn án leyfis varpeiganda ^eg’ffJa hrognkelsanet eða nokkur önnur net nær friðlístu varplandi hans en x/4 km. frá stórstraums' fjörumáli. Um hagstofu íslands. Það skal falið sérstakri stofnun að safna skyrslum um landshagi ísiands, vinna úr þeim og koma þeim tyrir almennings sjónir. Stofnunin nefnist hagstofaíslands og stendur beinlinis undir ráð- herranum. Um friðun fngla og eggja. Þessar fuglategundir skulu frið aðar vera átið um kring: 1. Erlur 2. Steindepiar. 3.Þrestir. 4.Músar- rindiar. 5. Þúfutitlingar (Grátitl- inflar). 6. Auðnutitlingar. 7. Sól- skríkjur (Snjótitlingar). 8. Svölur. 9. starar. 10. Óðinshanar. i1. Þórs> hanar. 12. Rauðbrystiugar. 13. Sendlingar. 14. Lóuþrælar. 15. Hrossagaukar. 16. Tildrur. 17. Sandlóur. 18. Jaðrakön. 19. Keldu- 8vín. 20. Heiðlóur. 21. Tialdur. 22. Steikar. 23. Vepjur. 24. Hegr> ar. 25. Svanir. 26. Æðarkongar. 27. Kríur. 28. Hettumáfar. 29. Haftyrðlar. 30. gnæuglur. — Þessar fuglategundir skulu ekki vera friðaðar á neinum tíma árs: Valir, smirlar, hratnar, kjóar, skúmar, svartbakar, hvítmáfar, grámáfar, helsingjar, skarfar, súlur, svatfuglar, ritur, álkur, sef* andir, toppandir, himbrimar og hrotgæsir. — Aðrar fuglategundir skulu friðaðar svo sem hér segir: a. Rjúpur altriðaðar á tímabilinu frá 1. febrúar til 20. sept., og auk þess alt árið 1915 og úr því 7. hvert ár. b. Sýslunefndum veitist heimild til að ákveða frið- unartímann fyrir fýl, hverri í sínu héraði, þó má friðunartíminn ekki byrja síðar en 20, mars og ekki enda fyr en io ágúst. c. Lundi frá 10. maí til 20. júní d. Allar fuglategundir, sem hér hafa ekki verið taldar, nema triðaðar séu með sérstökum lögum, skulu friðaðar vera frá 1. apríl til 1. ágúst. e. Ernir skulu friðaðir 3 ár trá þvf lög þessi koma í gildi, en síðan ófriðaðir. — Fyrir hvern fugl, sem friðlýstur er f lögum þessum, skal sá, er brotlegur verður, gjalda 2 kr. sekt, er tvö< faldast við ítrekun nrotsins, alt að 32 kr. Brot gegn e. lið (3. gr.) varðar 25 kr. sektum. — Egg þeirra fugla, sem tyrst eru taldir skulu friðuð vera, nema kríuegg. Enntremur skulu rjúpnaegg og arnaregg vera triðuð. — Fyrir hvert friðað egg, er tekið er, skal sá, er brotlegur verður, greiða 1 kr. sekt, en tyrir arnar- egg sk«I greiða 10 kr. sekt Isafjörður, 1 gærdag voru liðin 50 ár síðanfyrv héraðslæknir Þorvald- ur Jónsson útbústjóri Landsbank- ans, fluttist hingað til bæjarins. Voru dregnir fánar á stöug víða í bænum og margir borgarar árnuðu honum heilla. t Helga Magnúsdóttir er um mörg ár var ljósmóðir hér í bænum lést í fyrri viku. Hún var háöldruð, komin yfir áttrætt. Silfurbi úðkaup áttu þau hjón Skúli Einarsson íshússtj. og Sig> rún Tómásdóttir 22. þ. m., og Ólafur Magnússon bókhaldari og Helga Jónsdóttir 28. þ. m. Botnviirpungurmu héðan seldi afla í Engtandi núna fyrir helg- ina fyrir 529 pd. sterling. Eimskipalélagið. Ennþá safn ast nokkuð til Eimskipafélagsins. Hnífsdælingar lögðu hátt á annað þúsund kr. í télagið á sunnudagi inn var og von á meiru þaðan, Tekið er á móti innborgunum til félagsins í Bankagötu 1. frá kl. 6—8 e. m. til 30. næsta mán. Kiabbaiucin og radium. Til> raunir hafa nýskeð verið gerðar í London með lækningu krabba- meins með radium. Segja læknar að þær tilraunir hafi gefist mun betur en nokkru sinni áður, ©g eru vongóðir um að takast megi að lækna þenua voða sjúkdóm á þennan hátt. En bæði þeir sjálfir og almenningur er orðinn vantrúaður á slíkar fregnir, því svo oftsinnis hefir hið sama borist út áður, en reynst óábyggilegt þegar til kastanna hefir komið. Tufldurspreiiging mikil varð á Bagdad brautinni í Asíu, 200 menn létu Iífið og nokkrir meidd- ust töluvert. Bifriðarslys eru tíð í stórborg> unum. Árið 1911 dóu í New— York af völdum bifreiða 532 menn og á sama tíma slösuðust þar af sömu völdum 13042 menu. Á sama tíma voru líftjón af völdum bifreiða í London 410, í París 236 og slasast höfðu þar auk þess 1*179 menn. Vetrarskör vatnsheldir, með flókafóðri fyrir börn og fuilorðna, frá 8,25 i BraunsTerslun. Eiríkur Kjerulf lækulr býr í húsi Sig. Hafliðasonar, uppi (Smiðjugötu nr. 5). Sími 46. Hittist venjul. heima 12—2 f. m.

x

Vestri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestri
https://timarit.is/publication/235

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.