Skólablaðið - 31.10.1908, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 31.10.1908, Blaðsíða 4
80 Iystin verði almennings eign. En þá verðum vjer að leggja meiri rækt við barnaraddirnar. Barnakennararnir eru þá mennirnir, sém verða að leggja hönd á plóginn. Peir verða að afla sjer þekkingar til þess að geta kent söng. Kennara- et'nin, sem nú og hjer eftir ganga í kennaraskólann, fá þessa þekkingu þar, væntanlega. En hinir eldri geta og með góðum vilja, og dálítilli fyr- irhöfn aflað sjer hennar. Peir, sem ekki hafa söngrödd sjálf- ir svo góða, að þeir geti kent að syngja hljóðfærislaust, verða að læra að leika á eitthvert hljóðfæri, ef þeir vilja verða barnakennarar. Erlendis er fiðlan mjög víða brúkuð við söngkenslu; er líka hentug hjer fyrir sveitakennara, sakir flutningsins meðal annars; en hægt er og að fá sjer smá »orgel« (harmoníum) sem halda má á í hendinni, og vel má nota við söngkenslu. F*au hljóðfæri eru líklega hentugri fyrir þá kennara, sem ekki hafa næmt söngeyra. Fyrir þeim kennurum, sem koma frá kennaraskólanum þarf ekki lengi að prjedika þetta með blaðagreinum. Skólinn gengur svo frá þeim, von- andi, að þeir vita að þeir þurfa að geta kent söng, og að þeir hafa löng- un til þess og yndi af því að æfa barnaraddirnar. Óg það er ekki nóg að æfa þær í sösigkenslustundunum, þar sem einhver tími er þó ætlaður söng á stundaskránni, heldur verða þau að syngja við ýms tækifæri önn- ur, og þau munu brátt venjast á að syngja í sinn hóp. Margir góðir kennarar hafa þann sið, að lofa börnunum að taka eitt lag sjer til hressingar, þegar þeir sjá að þau eru orðin löt eða þreytt við námið. Það hjálpar. Fyrir nokkrum árum var eg að skoða skóla einn er- lendis og hlustaði þar Iítið eitt á kenslu. Eg kom inn í miðri kenslu- stund í eina kenslustofuna. Einn af kennurum skólans var með mjer. Við vórum að skoða handuvinnu barn- anna. »Viljið þjer lofa honum að heyra, hvernig þau syngja?« — sagði kennarinn við kénslukonuna. »Jú, með ánægjul* —Og allur hópurinn stóð upp og söng ættjarðarkvæði fullum rómi og eins óhikandi og æfður söng- flokkur. Mjer datt fyrst í hug, að þessi hávaði mundi gera ónæði í næstu stofu, og spurði, hvort svo væri ekki. Kenslukonunni þótti spurningin auð- sjáanlega í meira lagi óþörf, og svar- aði brosandi; »o, nei, nei; þau eru þessu svo vön.« Petta var sára lítil tímatöf; en mikil hressing. Mjer var það nýnæmi og mikil ánægja. Söngurinn í barnaskólunum er lækn- ing á þreytu og leti. SKOLABLAÐIÐ Sveitakcnslan 1907-0$. Peir hafa verið tvö hundruð rúm (201) sveitakennararnir í fyrra vetur og koma þannig niður á sýslurnar: N. M. 6, S. M. 12, A. S. 8, V. S. 3, Rv. 13, Árn. 11, Kjósar. 3, Gullbr. s, 1,* Mýra og Bf. 7, Snf. 6, Dala 9, Brðstr. 12, ísafj. s. 6, Strs. 8, Húnav. 27, Skf. 26, Eyjafj. 34, N. P. 3, S. P. 16. Lengsti vinnutími kennara hefir verið 31 vika, stysti 8 vikur. Lengsti námstími fyrir börn 26 vikur (örfá) en stysti ein vika (talsvert mörg). Lang algengasti námstíminn verður 4 — 8 vikur. Vinnutími kennara á degi hverjum 6 — 7 stundir, stysti vinnutími 3, lengsti 11 stundir. Námsgreinar: Móðurmál, krist- indómur og reikningur alstaðar kent að einhverju leyti. Það er undirbún- ingurinn undir ferminguna, sem fyrst og fremst er heimtaður. En svo hafa kennararnir þó verið að fást við að kenna ýmislegt fleíra. Par mætti nefna ýmsar tölur eftirtektaverðar: Dönsku hafa 100 kennarar kent samtals 338 börnum. Sögu (Veraldarsögu eða íslands- sögu) hafa 65 kennarar kent 285 börnum. Landafrœði hafa 95 kennarar borió við að kenna að einhverju leyti. Náttúrufrœði hefir verið kend á 46 stöðum. Söngur hefir verið kendur á 9 stöðum. Ensku hafa 5 kennarar k *t. Handavinnu hafa 7 kenslukönur kent. Heilsufrœði l.eikfimi og Bókmenta- saga hefir verið kend á einu heimili hver námsgreinin um sig. Danskan í öndvegi; sagan skör lægra, og námsgreinar eins ogsöng- ur og handavinna svo að segja al- veg á hakanum. Víst gætu þessar tölur gefið tilefni til margvíslegra hugleiðinga; dragi hver sínar ályktanir. Kenslan fór fram á 691 heimili, og nutu hennar 462 unglingar fermd- ir, og 3154 ófermdir, eða samtals 3616 börn. ---------------- Millli hafs og hlíða. Þorails Triðriksson heitir efnalítill bóndi í Knararhöfn. Hann mun hafa fengist meira eða minna við barnakenslu á hverju ári um 30 ár. Að- eins þrisvar hefir hann sótt um styrk úr landsjóði. Síðastliðinn vetur hefir hann kent 11 börnum á heimili sínu 20 vikna tíma. Hann hefir haft skilning á hvað barnafræðsla þýðir. Hann hefir ekki þurft að láta lögbjóða sjer að kenna ung- lingunum dálítið í landafræði, sögu og náttúrufræði, og ættjarðarljóð. Kensluá- *) Þar er fasur skóli (heimangönguskóli) i hverri sveit. halda hefir hann og aflað sjer ótilkvadd- ur af öðrum, þrátt fyrir fátæktina, og þrátt fyrir það, að hann hefir ekki ver- ið settur til kennaramenta. Hann hefir mentað sín eigin börn »aðdáanlega vel« — segir sóknarpresturinn. Tund með frceáslunetndarmönnum úr nokkrum hreppum Árness- og Ratig- árvallasýslu átti umsjónarmaður fræðslu- málanna 11. október við Þjórsárbrú (úr Holtahr., Skeiðahr., Villingaholts- og Ásahreppi). I þeirri ferð átti hann og tal við fræðlunefndarmann úr Landmanna-, Sandvíkur-, Ölves- og Hraungerðishrepp- um. Umræðuefnið var auðvitað hin nýju fræðslulög og væntanlegt fyrirkomulag barnafræðslunnar. Alstaðar var fræðslulögunum tekið með góðum vilja og áhuga á því að koma þeim sem fyrst til framkvæmdar, — nema í Hraungerðishreppi. Par heyrð- ist hljóðið helst það, að láta reka á reið- anum, semja enga fræðslusamþykt og Ieiða fræðslulögin hjá sjer að svo miklu leyti sem auðið er. Rar í sveit var þó kósin fræðslunefnd, og hafði fræðslu- nefndin ráðið einhverja manneskju til að eiga eitthvað við barnakenslu í vetur; það er nýmæli, því að undanfarin ár hefir ekki verið mikið við það átt, öðruvísi en að lofa heimilunum að gera það sem þau vilja og orka. Oott og vel, ef fræðslumarki laganna verður náð með þessu lagi. Prófin skera úr því. Landmannahreppur varð fyrstur til allra hreppa á landinu, svo knnnugt sje, að semja og samþykkja fræðslusamþykt. Sá hreppur er svo heppinn að eiga sjera Ófeig Vigfúason, hinn mesta áhuga- mann um barnafræðslu. Vonandí að þá sveitunga hans iðri aldrei að þeir fylgja honum svo vel að þessum málum. I öllum þessum hreppum stendur til að hafa farskóla. Á fundinum var rætt farskólafyrirkomulag frá ýmsum hliðum, og með ýmsu sniði, og uppkast að fræðslusamþykt (sem prentað er í seinast útkomnu Skólablaði) var rætt grein fyrir grein. — Sjerpreitufl Iðg um frœðslu barna geta skólanefndir og fræðslunefndir fengið með því að snúa sjer til umsjónarmanns frœðslumálanna. S Æ r Æ ******** 'Æ/Æ/S/JT/*. æ Æ Æ/Æ/Æ/Æ. Æ æ/æ/a 3W Kaupendur Skólablaðsins,-^! eru vinsamlega mintir á, að gjalddagi annars árgangs var 1. október. Peir sem eiga ógreitt andvirði fyrsta árgangs muna og væntanlega eftir því. Æ/Æ/Æ/Æ/Æ.ÆÆ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ'Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/ÆI/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/Æ/*/Æ/Æ/Æ/Æ; , Utgefandi: HIÐ ISLENSKA KENNARAFJELAG. Ritstjóri og úbyrgðarmaður: /ÓN ÞÓRARINSSON. Erentsmiðja D. Östiu«ds.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.