Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.09.1910, Blaðsíða 4
132 SKÓLABLAÐIÐ og heyra munu þessa fyrirlestra í sögu íslendinga. Er því mörgu slept í útdrætti þessum, sem betur skýrir efnið og ýmislegt það, sem þér virðist sakna í bókinni. Þegar eg tók saman bókina vakti það aðallega fyrir mér, aðþræða söguefnið sem best og koma sem mestum sögufróðleik í bókina, sem þó fyrirfram var ákveðin að stærð, vegna kostnaðarins. Var yður vorkunnarlaust að skilja þetta, ef þér Hafið lesið bókina, sem telja má vafasamt. Á þvf má fræða yður Jónas minn, að í fornöld gat mann- dráp og hemaður vel farið saman við drenglyndi og göfugleik; höfðingja synir, af göfugustu ættum, fóm f víking engu miður en misindismenn og smámenni. Lesi þér fornritin og taliö við sagnfróða menn Jónas minn. Get eigi ásakað mig, þótt eigi kannist þér við: Ptólemœus Klaudios« eða hið frægas*a rit hans: »Constraction mathcmaticka« er arabiskir stjörnufræðingar þýddu á sitt mál 827 e. Kr. — Kenning Ptólemæusar haggaðist litið í hér um bil 13 aldir; eða þar til Kópernikus hrundi henni. Hefir því þessi Ptólemæus verið talinn frægastur stjörnufræðingur fornaldarinnar. — Reynið að sanna hið gagnstæða! Þér hallið réttu máli Jónas minn þar sem um goðin og Jötnana er að ræða. Eg hefi að eins sagt, að sumir héldu að insti kjami í Ásatrúnni sé skoðun feðra vorra á mannlífinu o. s. frv. — Þetta minnir yður á danskan sagnfræðing, sem þér illa hafið misskilið; en eigi gat það mint yður á Jón sagnfræðing í Gullöld íslendinga eða gamla Grundtvíg í Nordens Mythologi. Eigi verður þess vart í skrifi yðar, að þér hafið lesið þessi tvö ágætisrit né heldur mikið í íslenskum fræðum. Þess má heldur eigi vænta af svo ungum manni, sem þér eruð, og þar á ofan hafi þér fengið mesta yðar fræðslu í erlendum skóla; — þar eru eigi ísl. fræði höfð um hönd til muna. Er það því nokkuð undarlegt, að þér reynið að rita dóm um íslendingasögu. Heiðarlegir ritdómarar reyna að gera greinarmun á prent- villum og efnisvillum. Þetta lætur yður illa Jónas minn. Staður á Reykjanesi er t. d. prentvilla; innan handar fyrir yður að skilja það, svo framarlega sem þér hafið lesið allan kaflann um Gissur jarl. — Eg færi eigi einokunarverslunina hálfa þriðju öld aftur í

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.