Skólablaðið - 01.05.1911, Side 4

Skólablaðið - 01.05.1911, Side 4
84 SKÓLABLAÐIÐ hafa náð framburðinum. Vélin þreytist ekki á að stagla! Nem- endur hafa og gaman af vélinni, og vélin styrkir þá í fram- burðinuin, því að hún talar altaf eins, og er aldrei í vafa. Og ef í nauðir rekur getur bókin og vélin í sameiningu komið í staðinn fyrir kennara: Gætinn og hljóðnæmur nemandi ætti að geta lært af vélinni upp á eigin spýtur. Gæti vélin þannig komið að haldi mörgum sveitamanni sem ekki á völ á tilsögn. Til athugunar fyrir þá sem kynnu að vilja fá sér málvjel skal eg vitna til orða A. Wernes: »Af málvélum vil eg einkum benda á F. Ms. Duplex (Pathe’) er leikur bæði meðalstór kefli og smákefli'. (Verð: 75 kr.) Af ódýrari vélum vil eg benda á Lyra-málvélina. (Verð: 10 kr.). Hún leikur aðeins smákefli. Mismunurinn á framburði Lyra-vélarinnar og annara dýrari véla, á smákeflum, er furðulítill, að því er snertir skýrleik, meiri að því er snertir hljómfegurð.c Það er hinsvegar ókostur við »Lýra«, að hún getur aðeins ráðið rist kefli, en ekki rist þau sjálf. Dýrari vélar geta aftur á móti bæði ráðið og rist kefii. Geta menn þá keypt sér órist kefli og fengið útlendinga til að tala í vélina. Verða það auð- vitað að vera mentaðir menn, sem tala mál sitt skýrt og vel. Dansk Fonograf-Magasin Amagertorv 16, Köbenhavn sendir verðskrár þeim sem óska. Fást þar einnig ræðu- og :öng- textar á ýmsum tungumálum. Guðjón Baldvinsson. Handbækur kennara. Þeim peningum er ekki illa varið, sem kennarar og skóla- nefndir nota til að kaupa fyrir góðar bækur til leiðbeiningar við kensluna. Svo sein kunnugt er, stunda margir menn og konur kenslu hér á landi án þess að hafa fengið nokkra leiðbeiningu til þess starfa sérstaklega, og finna þeir margir sárt til þeirrar vöntunar’ ‘) Smákeflin eru algengust og kallast einnig almenn kefli. (Nor- malvalser.)

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.