Skólablaðið - 01.02.1913, Page 11

Skólablaðið - 01.02.1913, Page 11
27 SKÓLABLAÐIÐ F.g óska Skólablaðinu, lesendum þess og öllum löndum heima heilla og farsælda á komandi ári og árum: »Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein og stein, styðjum hverir annan. Plöntum saman rein og rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? allar leggið saman.« Kristjaníu 31. des. 1912. Védís Jónsdóttir frá Litlu-Strönd. Hvað er að? i. Húsaleysið í sveitum. Það mátti fyrir sjá, að hentug kensluhús mundi víðast vanta til sveita, þegar fræðslulögin kæmu hl framkvæmda þar. Reynsl- an hefur sannað þetta. Þau húsakynni, sem notast hefur verið við, eru mörg hver óhæf til að kenna í, baðs/ofan sakir þrengsla og ónæðis, framhýsi sakir ónógrar upphitunar og birtu, þinghiís og önnur samkomuhús sakir súgs og kulda, þar sem þau eru oft bygð einungis til suinarnotkunar og alls ekki auðið að hita þau upp, enda ofnlaus. Áhugasömustu sveitirnar hafa séð að við þessi húsakynni var ekki unandi; þær hafa því ráðist í að reisa sérstök skólahús á hentugum stöðum í hreppnum, sumstaðar jafnvel tvö, svo sem í Hörgslandshreppi, Dýrafirði og Tálknafirði. 'Þar sem áhuginn er minni og hugsunarleysið um það, hvernig fer uin kentiara og nemendur er of mikið, er enn verið að basla við að koma far- skólunum fyrir hjá bændum. Víða hepnast þetta svo að varia

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.