Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 71 12 kr. og kenslugreinir: lestur, kver, biflíusögur, skrift, réttritun, reikningur og ennfremur undirstaða í dönsku, sögu og landa-: fræ'ði og söngur tvisvar í viku, og kenslustundir 4 á dag og 5 er söngur væri, Umsjón skólakenslunnar skyldi vera í höndum 5 manna nefndar. Þessari reglugerð var fylgt fram til fræðslu- laganr.a 1908, þó svo að náttúrusögu var bætt við og leikfimi þegar hægt var að koma henni við, og síðan hannyrðum, er kvenkennari kom til skólans 1901. Danska var þó eigi ætíð kend. Endurskoðuð og umbætt var sú reglugerð með nýrri reglugerð 17. nóv. 1894. Kensluáhöld hafa jafnan verið nokk- ur við skólann og nú að mestu til sam’cvæmt kröfum fræðslu- málastjórnar. Orge! hefur skólinn átt siðan 1906. 4. Börn. Á þeim 33 árum, sem skólinn hefur staðið, hafa gengið í hann samtals 1476 börn, eða tæpt 45 börn að meða'tali á ári, fæst 19 (1884—85), flest 71 (1908—09). 5. Kennarar. í 9 ár af þessum tíma hefur verið 1 kennari við skólann, 14 árin 2 og 10 árin 3 kennarar. Kaupgjald til kennara fram til 1908 var vanalega frá 400 kr. a!t niður í 90 kr. á ári. Fram eftir urðu kennararnir sjálfir að heimta inn kenslugjald hjá foreldrum með aðstoð skólanefndar; þó eru mörg ár síðan það lagðist niður. Þessir hafa verið kennarar: 1. Þorgrímur Ouðmundson 2 ár 2. Steingrímur Sveinbjarnarson 1 — 3. Sigurður Thorarensen 1 — 4. Oddur Guðnrundsson 5 — 5. séra Þorvaldur Böðvarsson 1 — 6. Albert Þórðarson 1 — 7. Snæbjörn Þorvaldsson 1 — 8. R. Þorsteinn Jónsson 8 — 9. Þóra Níelsdóttir 3 — 10. Sveinn Oddsson 27 —- 11. Petrea Sveinsdóttir 10 — 12. Sænrundur Guðmundsson 6 — 13. Hervaldur Björnsson 1 —

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.