Skólablaðið - 01.09.1913, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.09.1913, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐIÐ 17 Breyting á lögum um styrktarsjóð handa barnakennurum. Nokkrir kennarar höfðu sótt það allfast að fá breytingar nokkrar gerðar á Iögum um styrktarsjóð barnakennara, og komu tillögur um það til hins íslenska kennarafélags frá kennarafélagi barnaskólans í Rvík og frá kennurum barnaskólans á ísafirði. Nefnd var kosin til að undirbúa málið undir alþing 1911, og urðu tillögurnar aðallega þær, að lækka tillag þeirra kennara til sjóðsins, er hafa yfir 500 kr. árslaun, að hækka tillagið úrlands- sjóði og að heimila styrk úr sjóðnum til ekkna og barna lát- inna kennara og að hið íslenska kennarafélag skyldi kjósa einn mann í stjórn sjóðsins, þann er stjórnarráðið nú kýs. Frumvarp citthvað á þessa Ieið var samþykt í neðri deild þingsins 1911, en það varð ekki að lögum. Frumvarpið var vakið upp aftur í ár, og er nú afgreitt sem lög frá alþingi. Til glöggvunar eru lögin tekin hér upp eins og þau 'nú eru orðin. 1. gr. Styrktarsróð skal stofna handa barnakennurum Iandsins. Stofnfé hans, 5,000 kr., leggur landssjóður til. 2. gr. Hver sá kennari, sem ráðinn er til kenslustarfa samkvæmt lögum um fræðslu barna 22. nóvbr. 1907, greiðir í sjóðinn á ári hverju 1% af kennaralaunum sínum, séu þau ekki hærri en 500 kr., 17,% séu þau yfir 500 kr. og alt að 1,000 kr., ðg 2% ef þau eru yfir 1,000 kr. 3. gr. Sjóðurinn fær 2500 kr. styrk úr landsjóði á hverju ári, þar til hann er orðinn 50,000 kr. Innan þess tíma má ekki verja öðru til árlegra útgjalda en vöxtum af sjóðnum. Árgíaldið úr landssjóði fellur niður, þegar sjóðurinn er orðinn 50,000 kr. 4. gr. Þriggja manna nefnd skal stjórna styrktarsjóð þessum undir yfirumsjón landsstjórnarinnar. í nefndinni eru umsjónarmaður

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.