Skólablaðið - 01.10.1913, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.10.1913, Blaðsíða 10
154 SKOLABLAÐIÐ fræðslumálastjóri skrifað, fyrst í »Tímarit um uppeldi og mentamál«, og síðan í »Skólablað'ð«. Um innlendan heima- iðnað hefur Ólafur Friðriksson skrifað ágæta grein í »Eim- reiðina«. í síðasta hefti »Andvara« er mjög rækilegur og góður fyrirlestur »um heimilisiðnað á Norðurlöndum«, eftir I. L. Lárusdóttur. í sumar var stofnað félag i Reykjavík til eflingar heim- ilisiðnaði og um sömu mundir komu góðar greinar um málið í »Skólablaðinu« og í »ísafold«. Félagið er að vísu ekki mann-margt enn þá, og sakar það í sjálfu sér minst. Hitt er meira um vert, að hreyfingin er komin af stað og það í góðra manna höndum. Ásetningurinn er ákveðinn, sá að vinna málinu gagn eftir megni. Pað mun vera ætlun stofnenda félagsins að snúa sér að skólunum með þetta mál, enda er það þeim skyldast að taka það að sér, en skólarnir eru þar ekki einhlítir, alþýða manna verður að aðhyllast málið og taka það að sér. Barnaskólarnir geta ekki áorkað nema nauðalitlu í þessu efni nema alþýðan krefjist þess. Starfskraftar þeirra víðast hvar eru svo veikir, að þeim veitir fullerfitt að uppfylla þær skyldur, sem þeir nú hafa að lögum. Upp til sveita kemur það varh til mála að setja þetta mál í samband við barna- fræðsluna. Málið verður altof lengi á leiðinni ef það verð- ur látið fara barnaskólaleiðina eingöngu, hér þarf ’oráðari aðgerða við. Allir unglingar, sem tíma hafa til, þurfa að kynnast þessu máli og hjálpa til að koma þvf á framfæri. Petta er tilvalið verkefni fyrir félög sem lítið hafa að starfa, þess eru líka dæini, að félög hafi sint því ótilkvödd og óstudd. Allir unglingaskólar, hverju nafni sem nefnast, og námsskeið ættu að láta til sín taka í þessu máli. Þörfin er brýn, svo sem áður er sagt. Því hefur verið spáð, að þetta málefni mundi lógnast út af eins og margt annað gott hjá okkur, en það verður þá líka fyrir samtakaleysi eða eitthvert annað ólag, sem algengt er vor á meðal. Líka hefur því verið haldið fram, að verkefni niundi þrjóta, þar sem eigi sé til efni í landinu sjáifu nema ullin. Nokkuð er víst hæf' í þessu, en hitt er þó öllu trúlegra, að á sínum tíma skorti

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.