Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.02.1914, Blaðsíða 5
SKÓLABLAÐIÐ 21 sem amast við burtrekstri fornmálanna og telja breytinguna í heild sinni til lítilla bóta. Svo varð dómur Árna sagnfr. Páls- sonar í fyrirlestri einum, er hann hélt nýlega. Aðrir hyggja að lækna megi kaunin með öðru en fornmálunum; færir Böðv. kennari Kristjánsson nokkur rök fyrir því í síðasta tbl. Skóla- blaðsins, og þykir mér sem hann muni hafa rétt fyrir sér. Hefur þá stofnun gagnfræðadeildar komið að tilætluðum notum? Það er öðru nær, ef marka má nokkuð aðsóknina að deildunum. f lærdómsdeildinni eru altaf fleiri nemendur en gangfræðadeildinni, því að varla kemur fyrir að nokkur nemandi hætti hér námi að afloknu gagnfræðaprófi, og á ári hverju bæt- ast í hópinn margir utanskólanemendur og menn frá gagnfræða- skólanum á Akureyri. Ej því gagnfræðadeildin enn sem fyr ekkert annað en undíibúningsbekkir undir Iærdómsdeildina og sé á það eitt litið, mun verri en áðurað dómi flestra kennaranna, því að samræmið milii deildanna er miklu minna en milli bekkjanna áður, lærdómsdeildin fullþung, en gagnfræðadeildin of létt. Og hvernig mundi fara, ef breytt yrði kennsluaðferð í lærdómsdeiid- inni? Einhverntíma innan skamms rekur að því og þá yrði ósarnræmið enn meira. — Sök sér væri, þó að gagnfræðadeild- in hyrfi úr sögimni, ef menn gæfu varið svo miklu fé og tíma til almennrar mentunar barna sinna að láta þau taka stúdentspróf og hætta svo; sama máli gegnir, ef svo margir nemendur þyrftu að búa sig undir embættisnám; en þegar bæði brestur fé, tíma og embætti, verður tilhögun skólans áhyggjuefni og þarfnast bráðrar Iagfæringar. Þá kvarta kennarar skólans yfir því á ári hverju, að nem- endur þeir, sem 'þeir taka við í lærdómsdeildinni, séu mjög misjafnir að kunnáttu og dugnaði. Þeir segja, sem von er og sanna má með mörgum dæmum, að þeir geti ekki af gagnfræða- prófinu einu ráðið tneð íullri vissu, hvort utanskólanemendur, sem þeir hafa aldrei áður augum htið, séu því vaxnir að fara í lærdómsdeildina; sumir eru ílla undirbúnir, en reynast bestu nemendur, þegar fram í sækir. Heiil hópur nemenda frá gagn- fræðaskólarium á Akureyri, sem kennarar hafa ekkert atkvæði urn, bætast við á ári hverju; skal þeim vera veitt viðtaka og hefur þó stundum reynst ábótavant kunnáttu þeirra og þó einkum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.