Skólablaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.09.1914, Blaðsíða 3
SKOLABLAÐIÐ 131 Skólagjald Barnaaðstandendur borga fæði kennara. í öðru tölubl. þessa (8.) árgangs Skólablaðsins, er þannig hljóðandi spurning til blaðsins: »Farskóli fær 100 kr. slyrk úr Iandssjóði, lil barnafræðslu, og barnaeigendur bo ga fæði kennara. Hvað miklu hærri styrk úr landssjóði mundi téður skóli fá, ef fæði kennara yrði borgað úr sveifarsjóði ?* Þegar eg las fyrirspurn þessa, sagði eg við sjálfan mig: »Nú, það eru þá til á landi hér fræðslunefndir eða hrepps- nefndir, er leggja sérstakt skólagjald á aðstandendur barna; skyldi mega finna heimild til þess í fræðslulögunum?« Eg fíeíti því upp lögum frá 22. nóv. 1907 um fræðslu barna, en hvergi gat eg þar fundsð ákvæði, er veitir fræðslu- eða hrepps- nefndum slíka heimiid, — Þvert á móti mælir 8. gr. téðra laga svo fyrir, að hinn sameiginlegi kostnaður við barnafræðsluna, veitist ókeypis og greiðist úr sveitarsjóði. Það er að vísu ekki Iögbannað, að barnaeigendur leggi fram með fúsum og frjálsum viíja eða gefi, meira eða minna af farskólakostnaði fræðsluhéraðsins t. d. fæði kennara; en þar sem eg þekki til má eg fullyrða, að barnaeigendur eru yfirleitt ekki gæddir þessum »fúsa og frjáisa« vilja og leggja als ekki annað af mörkum til fræðslu barna sinna á farskólunum, en það, sem á þá er lagt í aukaútsvörum þeirra. Hinu get eg miklu betur trúað að til séu þær hreppsnefndir eða fræðslunefndir, sérstaklega ef í þeim sætu efnamenn, er eigi ættu börn á aldr- inum 10 —14 ára, er vildu sem mest skjóta sér og barnlausum jafningjum sínum undan útgjöldum til styrktar kenslu fjölda barna fátæku mannanna og léti þá því, sérstaklega, borga í minsta lagi svo sem: »fæði kennara«, í því trausti að þeir, fá- tæklingarnir, eigi viti með víssu hvað sé lög í því efni; enda má vera, að sumar hreppsnefndir muni skilja svo fátækralögin, að fœði kennara geti talist sveitarstyrkur veittur barnaeigendum, samkv. 53, gr. fátækralaganna; því í þéirri grein sé svo ákveðið, að ekki eigi sveitarstjórn rétt á að krefjast endurgjalds á styrk

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.