Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.05.1916, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 7i aftur og hættu, er ófriSurinn mikli hóf.st. I neðri bekkjunum er nú fjöldinn aftur oröinn samur og áður. Kennarapróf tóku: 1. Anna Guðmundsdóttir frá Hóli 78 stig 2. Ásgerður Guðmundsdóttir frá Lundum 87 — 3. Guðjón Guðjónsson frá Skarfhóli 88 — 4. Guðmundur Skarphéðinsson, Siglufirði 86 — 5. Guðmundur Þ. Guðmundsson frá Finnbogastöðum 69 — 6. Gunnlaugur Björnsson frá Enni 78 — 7. Kristrún Haraldsdóttir frá Hrafnkelsstöðum 85 — 8. Svanhildur Jóhannsdóttir úr Ólafsey 77 — 9. Sæmundur Sæmundsson frá Víðilæk 67 — 10. Valgerður Guðnadóttir frá Bálkastöðum 79 — Hæsta einkunn áður frá skólanum 91 stig, en þarf 48 til aö standast prófið. Skólastjóri mælti að lokum: .... Eg hef orðið þess var, að suma furðar á því, að menn skuli vera að sækja þenna kennaraskóla, finst það lítið ráðdeildarmerki. Og það er von að þeim finnist það, sem leggja auramatið sitt á alla hluti. Því er ekki að neita, að margt starfið er févænlegra nú um stundir heldur en kennara- starfið, og verður svo um hrið ef til vill. Botnvöpungar og vél- bátar gefa meira fé í aðra hönd en barnaskólar. Vitanlega er mikils vert um efnahaginn og sjálfsagt að óska þess, aö fiskiveiðar og aðrir atvinnuvegir blómgist og beri sem mestan arð, en þó þvi að eins að ekki gleymist fyrir þeim það :sem æðra er og eitt er nauðsynlegt. Eg er viss um, að ekkert okkar vildi vinna það til fiskjar né fjár, að þjóðmerkið, sem ei.tt sinn var sett upp á okkur, flatti þorskurinn, yrði sönn ímynd þjóðarinnar: þorskur, flatur, höfuðleus og hjartalaus. Mér dettur í hug vísan, sem séra Jón Þorláksson kvað um ein- hvern Pál, líklegast útvegsbónda: Páll er orðinn mesti mann. Meður sínu hyski situr, stendur, sefur hann og seinast deyr — í fiski. Ekki langar mig að slíka grafskrift mætti setja andlegu lífi okkar íslendinga. En ef sí og æ er setið og staðið, vakað og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.