Skólablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.11.1919, Blaðsíða 4
SKÓLABLAÉ)It) 164 sem laga mætti við barna hæfi. Þessa leiki mætti láta þau iðka sem íþróttir, vetur og vor, úti eða inni, eftir því sem á- stæður leyfa. Leikir eru börnum meira viröi en íþróttir, sem iSkaSar eru eftir föstum reglum og ákveSnum fyrirskipunum. Ánægjan af hinum reglubundnu iþróttum verSur ekki eins mikil og í leikjum, og áhrifin þvi lakari. I leikjum taka þau þátt meS óskiftum huga og lifandi fjöri. GleSin fær blóSiS til aS renna örar, hún gerir augun bjartari og hláturinn skærari; hún er sólskiniS, sem fær jörSina til aS gróa. Engum kemur til hugar aS neita því, aS skynsamlegar lík- amsæfingar sjeu nytsamar. En hverjum getur dulist hversu börnunum eru miklu nytsamari þær æfingar, sern þeim eru full-eSlilegar og alveg aS skapi. Öll börn, bæSi drengir og stúlkur, hafa löngun til leika, löngun til íþrótta í einhverri mynd. Hver sem bannar þeim aS fylgja þeirri löngun rænir þau þeirri guSsgjöf, sem náttúran hefir ætlast til aS gæfi þeim líkamlegan þroska. Þessir leikir gætu veriS mjög fjölbreyttir og erfiSir eftir því, sem þroski barnanna leyfSi. Kennararnir yrSu auSvitaS aS hafa umsjón meS leikjum þessum, þar sem þeir yrSu einn þátturinn í kenslunni. í stóru skólunum væri nauSsynlegt aS hafa kennara, sem hefSi enga aSra kenslu á hendi. Eftir þvi sem börnin þroskast mætti breyta leikjunum eSa venja þau viS aSrar hollar íþróttir, svo sem hlaup, sund, göngur, skauta- og skiSahlaup. Iþrótt eins og sund má kenna börnum úr því aS þau eru sex ára aS aldri, og væri því sjálf- sagt, aS venja þau viS þaS strax og byrjaS er aS kenna þeim eitthvaS. Hjer í Reykjavík væri innanhandar barnaskólanum aS sjá um, aS hvert barn, sem í honum er, kynni aS synda. Eti því er lítill gaumur gefinn sem öSru fleira í þessu efni. Hver einn smástrákur ætti aS kunna aS glíma íslenska glímu, og drengir og stúlkur, sem komin eru nokkuS á legg, ætti aS venja viS leikfimi og almenna knattleiki, sem háSir

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.