Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 3

Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 3
SKÓLABLAÐIÐ ekki geta gefiö um þá annað vottorS. FræSslunefndarmenn hurfu þá frá því, að láta nokkra læknisskoöun fara fram, þar sem það yrSi einber kostnaöur, en landssjóSsstyrkur tapast engu síöur, er hjeraðslæknir mundi telja staöina óhæfa. En nefndin hjelt, aö hjer lægi ekki annaö við en missir lands- sjóösstyrks. Rjeð hún síðan tvo kennara og fór kenslan fram á 7 stööum líkt og að undanförnu. Um vorið sækir þó fræöslu- nefndin um landssjóösstyrk, en tekur það fram, að læknis- skoðun hafi engin verið g'erö, „því eftir áliti hans sjálfs (þ. e. hjeraöslæknis) og okkar, var hún að engu nýt.“ Reynir nefnd- in með mörgum orðum að sannfæra stjórnarráðið um gagris- leysi slíkrar skoðunar. En stjórnarráðið vill ekki sannfærast láta, en höfðar sakamál á nefndina og hjeraðslækni fyrir van- rækslu á embættisskyldu. Mál þetta var á döfinni i 3 ár, og var loks útkljáð með hæstarjettardómi 28. júní s. 1. í hjeraði voru allir hinir ákærðu sekir fundnir, og fræðslunefndarmenn dæmdir í 50 kr. sekt hver, en hjeraðslæknir í 75 kr. sekt, og að auki 10 kr. sekt fyrir „ósæmilegan rithátt“ í garð fræöslumálastjóra og stjórn- arinnar. Yfirdómur staðfesti sektardóminn um fræðslunefndar- mennina, og sömuleiðis meiðyrðasekt hjeraðslæknis, en sýkn- aði hann að öðru leyti, með ]>ví að það þótti ekki sannað, að fræðslunefndin hefði nokkurntíma b e ð i ð hann að fram- kvæma skoðunina. Ákærðu hlýttu þessum dómi fyrir sitt leyti, og stjórnarráðiö ljet við svo búiíf standa unr fræðslunefndina. En máli hjer- aðslæknis áfrýjaði stjórnin til hæstarjettar. En hæstirjettur staðfesti yfirrjettardóminn, þ. e. sýknaði lækninn af ákæru stjórnarinnar, en staðfesti sektardóminn fyrir meiðyrði, „krón- ur 10, að hálfu til Patrekshrepps að hálfu til landssjóðs“, svo sem í hjeraðsdóminum segir. En mörgum mun að vonum finn- ast þetta hjákátleg niöurstaða í svó harðsóttu máli, og svo mikilsvert málefni sem þetta er í sjálfu sjer. En alt þetta málavafstur lenti í hártogunum, og sýknudómur er bygður á þessu, hvort fræðslunefndin hafi skýlaust b e ð-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.