Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 27.02.1965, Blaðsíða 5
|WWWW%W»WWW%WWMWWWWWM%W%MWMWMIWMWWM*W»<WWHWMWWHWHWWM%WWWWtWW Búnaðarþing og vanda- mál landbúnaðarins BÚNAÐARÞING er nýlega setzt á rökstóla hér í Reykja- vík. Er þess að vænta, að það ræði ýtarlega vandamál ís- lenzks landbúnaðar. En sann- leikurinn er sá, að ald,rei hef ur verið nauðsynlegra en ein- mitt nú, að þau mál séu íhug uð og rædd af skynsemi ,því að vandamál landbúnaðairins skipta nú meira máli í ícilenzku efnahagslífi en nokkru sinni fyxr . Þegar ég vakti máls á því á Alþingj fyrir ári, að stefnan í landbúnaða^rmálum þyrfti gagngerðrar endurskoð unar við, þar eð framleiðslu- kostnaður landbúnaðarins væri orðinn óeðlilega hár og opin ber stuðningur við hann færi að verða ríkissjóði um megn þá varð það tilefni til ýmissa ummæla og skrifa um land- búnaðarmál, sem voru eitt hið fráleitasta, sem sagt hefur ver ið um íslenzk efnahagsmál um langt skeið. Því var jafnvel haldið fram að í sambandi við landbúnaðinn væri alls ekki um nein efnahagsvandamál að ræða, landbúnaðurinn legði fyllileéa iafnmikið af mörkum í þjóðarbúið hlutfallslega og sjáv arútvegur og iðnaður, þannig að það væri ekki aðeins blekk ing, heldur bæri vott um beina óvild í garð landbúnaðar og bænda, að tala um það, að landbúnaðurinn nyti stuðnings arhálfu hins opinbera eða sam félgsins í heild- En auðvitað er þetta svo. íslenzkur landbún- aður nýtur sérstakrar vernd ar, sem fólgin er í Því, að bann að er að flytja til landsins þær eriendar landbúnaðarvör ur sem keppt gætu við íslenzka landbúnaðarframleiðslu, og hann nýtur beins stuðnings hins opinbera í margvíslegu fdrmi. Allir menn, sem skyn- bragð bera á þessa hluti, gera sér ljóst, að íslenzkur landbún aður þarf og á að njóta bæði verndar og stuðnings af marg- víslegum ástæðum. En því þurfa þá að sjálfsögðu að vera einhver skynsamleg tak mörk sett hversu mikil þessi vernd og þessi stuðningur á og má vera- Og það er kjarni vandamálsins, sem um er að ræða. Vandinn, sem við er að etja í landbúnaðarmálunum, kem ur glöggt fram í hinum sívax andi útflutningsbótum sem rík issjóður greiðir á þær landbún aðarvörur, sem fluttar eru úr landi. Bilið milli framleiðslu- kostnaðarins hér og söluverðs ins erlendis er orðið óeðlilega' mikið, og magnið, sem flytja verður út( er líka orðið meira en hæfilegt er. Á þessu fram leiðsluári er gert ráð fyrir því að útflutningsbæturnar í heild nemi 184 millj. kr. Heildsölu- verðmæti þess vörumagns, sem gert er ráð fyrir að flytja út, nemur 284 milij. kr. Ég held að menn hafi yfirleitt alls ekki gert sér grein fyrir, hversu gífurlegur munur er orðinn á útflutningsverðinu (fob.-verð inu) og innlenda heildsöluverð inu. En hér fer á eftir skrá um það, hversu mikill hundraðs- hluti útflutningsveð eða fob- verð einstakra vörutegunda er af heildsöluverðmætinu: Fpb- - verð í % af heild Sauðfjárafurðir. söluverð- mæti Dilka- og geldfjárkjöt 46,7% Saltkjöt 57,4% Ærkjöt 25,0% Nautgripaafurðir. Ostaefni 34,2% Ostur 45% 22,2% Nýmjólkurduft 22,3% Smjör 2)1,6% Undanrennuduft 23.6% Kýrkjöt 40,0% Ef sauðfjárafurðirnar eru teknar sem heild, nemur heild söluverðmæti útflutningsmagns ins 126 millj. kr., en útflutn- ingverðið (fob. - verðið) S1 milljón eða um það biil helm ingi. Ef nautgripaíifiprðirnar eru teknar sem heild, nemur heildarverðmæti útflutnings- magnsins 158 millj. kr., en út flutningsverðmætið (fob. verð ið) 39 millj- kr. eða sem næst aðeins einum fjórðungi. Hér er um svo alvarlegar staðreynd ir að ræða, að öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera ijóst að hér er nauðsyn gagngerðra ráðstafana. Við getum ekki haldið áfram að framleiða sauðfjárafurðir, sem selja þarf úr landi fyrir hálfvirði, og þó enn síður haldið áfram að framleiða nautgripaafurðir sem selja þarf úr landi fyrir fjórðung innlends heildsölu- verðmætis. Engum er gerð- ur meiri ógreiði en ein mitt bændunum með því að loka augunum fyrir þes"u vandamáli. Og það er mikill misskiilningur, að í kjölfar eðlilegrar fólksf jölgunar í land inu muni sigla sá vöxtur á neyzlu landbúnaðarvöru, sem leysi þennan vanda. Hann er fyrir hendi nú í dag, og fólks fjölgun; sem orðin verður eftir t.d. 10 ár, leysir ekki þennan vanda. En það verður þegar í stað að bvrja að takast á við vandamálið, og það ætti að sjálfsögðu að vera meginverk efni Búnaðarbing'-ins að láta í iljós sina skoðun á því. hvern ig þennan vanda eigi að leysa- !%%%%%%%%%%M%%W%%%%%%%%%%%%%M%%%%%%%M%%%%%%%%%%%%%»%%%%%%WSM%%%%%%%%%%%%%%%%t%%%%%%%%%%%t%%t%%%%%%%%%%%%M%MWWWW*W* Tm og guðrækni á villigðtum MAÐUR nokkur er kvæntur og þau hjónin eiga hálf-uppkomin börn, sem þau hafa enga ástæðu til að kvarta yfir. Þau eiga nokkra kunningja, sem þau hafa komið til við og við, og fengið í heimsókn eins og gengur og ger- ist. Bæði hafa lijónin haft mikið að starfa, og er því ekki að leyna, að sérstaklega konan hef- ur unnið sér um megn, að dómi mannsins. Þó hafa þau stundum, er tækifæri gáfust, sótt skemmt- anir, bíó og dansa, og gátu notið þess, án þess að óttast nokkur eftirköst. Kirkju hafa þau sótt, reyndar með löngu millibili, og helzt „þegar eitthvað var um að vera”. Nú gerist það, að konan kemst í nánari kynni við vin- konur, sem eru mjög trúaðar, og halda þær , bænasamkomur á heimilum sínum til skiptis, Mað- urinn tók þessu vel fyrst í stað, en þegar á leið, fór honum ekki að falla þessi breyting meira en svo vel í geð. Konan hans fór að verða æstari og æstari, þegar trú inál bar á góma. Hún fordæmdi allt, sem ekki liafði á sér guð- rækilegan „stimpil”. Henni fahnst allt orðið synd, sem þau. höfðu áður haft ánægju af. Skemmtanir voru synd, bóklest- ur var synd, nema biblíulestur, og hvað lítið, sem út af bar, hélt hún reiðilestur yfir manni sín- um og börnum og hótaði helvíti og kvölunum. Kirkjugöngur vildi hún ekki heyra talað um framar, því að þangað væri ekkert að sækja annað en villutrú og hræsni. — Yfirleitt segir maður hennar, að þessi „trúarvakning” hafi gert hana harðari og óvægn- ari í tali sínu um fólk,og suma góða vini heimilisins virðist hún vera farin að fyrirlíta, af því að þeir séu ekki nægilega „heilag- ir”. Er nokkuð hægt að gera við þessu? Hver er ástæðan til þess að góð manneskja getur orðið verri við það að verða trúaðri? Auðvitað er konunni lýst hér frá sjónarmiði mannsins, og ekki er ómögulegt, að hann hafi til- hneigingu til að mála myndina með nokkuð sterkum litum. Ger- um samt ráð fyrir, að hún sé í aðalatriðum rétt. Tilfinningalíf manna er misjafnt, einnig að því er tekur til trúar og trúariðk- ana. Sumir virðast standa 'í þeirri meiningu, að trúin sé sann ari, ef hún brýzt fram með ein- hverjum ofsa, og einstrengings- skapur í lundarfari getur sagt til sín á þessu sviði sem öðrum. Trúarsagan og sálfræðin sýna einnig mörg dæmi þess, að mann lcg eigingirni láti til sín taka í trúrækni og guðsdýrkun. Jafnvel „bezta fólk” er furðu síngjarnt í bænagjörð sinni, svo að dæmi sé tekið. Því ber heldur ekki að neita, að sumir festa hugann frekar við lögmálið og refsing- una heldur en fagnaðarerindið, fyrirgefninguna og bróðurkær- leikann. Þegar eigingirni og stærilæti er samfara einstrengn- islegri lögmálstrú, verður út- koman ekki ólik þvi, sem lýst er I þessu dæmi. Ég hef á hinn bóg- inn þekkt heitfrúarfólk, sem gerði miklar kröfur til sjálfs sin, fórnaði sér fyrir aðra með tak- markalausri hjálpsemi og reyndi eftir megni að vera grandvart og heiðarlegt í allrl breytni sinni. Ef ég á að reyna að skýra dæmið, sem hér er um að ræða, virðist mér það helzt líta þannig út: Hér er um að ræða konu, sem hefur átt örðugt í tvennu tilliti. Framhald á 10. síöu. Rótaryhreyf- ingin 60 ára Rótaryklúbbar um heim allan minnast um þessar mundir 60 ára afmælig Rótaryfélagsskaparin*. Það var 23. febr. 1905, að ungup lögfræðingur i Chicago, Paul Harr is, kvaddi á sinn fund þrjá kuni ingja sína úr athafnalífinu og stofnaði með þeim fyrsta Rótary klúbbinn- Síðan komu fleiri slíkir klúbbar í kjölfarið, og brátt varð það föst reglgí, að í hvierjum kíúbbi skyldi vera aðeins einu fulltrúi fyrir hverja starfsgrein enda ek einn megintilgangur þessa félagsskapar að eflá kynn ingu og skilning meðal manna, sem vinna að ólíkum verkefnum og virðingu fyrir hverju þjóðnýtu og vel unnu starfi og öllu þvi sem til heilla horfir í því þjóðfél klúbbur starfar í . Rótaryfélagsskapurinn átti þeg ar í stað gengi og vinsældum að fagna, og það hefur sízt farið minnkandi með árunum. Klúbb ar voru stofnaðir víða um lönd, og nú eru í heiminum nær 1000 Rótaryklúbbur í 127 löndum, heildarfélagatalan er 560.000. Meðal félaga eru menn af ó- líkustu kynþáttum, trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum. Til íslands barst Rótary-hreyf- ingin 1934 og var fyrsti íslenzkl klúbburinn, Rótaryklúbbuí Reykjavíkur stofnaður 13. sqpt. það ár. Nú eru íslenzku klúbb- arnir 16 tálsins og félagar un* 550. Til samans mynda þeir eiti umdæmi, og er núverandi um- dæmisstjóri Haraldur Guðnason bókavörður í Vestmannaeyjum. Rótaryklúbbar í öllum löndunt hafa með sér alþ?jóðlegt sam- band, .Rotary International, og et forseti þe-s nú Charles W. Pett- engill í Greenwich, Connecticut. Auk hins almenna stefnumarkg hefur Rótaryfélagsskapurinn lát- ið margt gott af sér leiða. Má í þvl sambandi nefna Rótary Found- atíon, sem styrkir efnilega unga menn til náms og hefur unnið mjög merkilegt starf. Hafa aH« margir íslenzkir námsmenn feng ið góða styrki úr sjóði þessúrit tiil að stunda nám við erlendít háskóla. HióiborSoviððerSSr Cáramívinriastófan htt Bthhtlti. 3(, MtrkJttOc. tHðDALLADAOA. . (UKA LAUCAtkDAOA OQflUNNUDACA) FKAKL.AT1L22. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 27. febrúar 1965 ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.