Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.06.1965, Blaðsíða 6
LUEEINN Eru öruggar síg- arettur lausnin? EIN frægasta rannsóknastofnun :• heimi, Sloane-Ketteringstofnunin í New York, hefur sett heilan hóp vísindamanna í að rannsaka, hvort til sé svar við spurningu, sem orða mætti einhvern vegin.i svona: „Er 'hugsanlegt að framleiða síga- rettu, sem ósennilegt er að sé krabbameinsvaki?" Vandamálið er að sjálfsögðu margþætt. Fyrst og fremst vegna þess að vísindamenn, er rannsaka krabbamein, eru sammála um að oooooooooooooooo TOLSTOI í GRÁNÍT FIMIVI metra hátt minnis- merki um Leo Toistoi verð- ur reist í grennd við Tolstoi- safnið í Moskvu. Það verður ffert af myndhöggvaranum Alexej Portianko. Verður skáidið höggvið í dökkgráa granítblökk, sem vegur 180 tonn og á skáldið að Sitja í" þungum þönkum á mynd- inni. OOOOOOOOOOOOOOOO slá því föstu, að það sé „samhengi milli sígarettureykinga og lungna krabba“. En óvissan (og deilurn- ar meðal vísindamanna) eru mikl- ar, þegar kemur að því að finna út hvers vegna sígarettan er svona hættuleg, hvort bað eru ákveðin efni, hvort það er reyk- ingarmátinn, hvort síur komi að nokkru verulegu gagni o. s. frv. Sérfræðingarnir á Sloane-Kett- ering notuðu sem upphafspunkt þá staðreynd, að þær sígarettur, | sem framleiddar eru í dag, eru ; hættulegar — það var því ekki það, sem skyldi rannsakað í þetta skipti. Hins vegar kom til greina atriðið: er yfirleitt hugsanlegt að framleiða sígarettu, þar sem hætt- unni hefur annað hvort verið al- gjörlega útrýmt eða minnkuð svo verulega, að sígarettureykingar verði ekki hættulegri en vindla- eða pípureykingar. Markmiðið þurfti m. a. að vera að draga úr hinum föstu tjöru- efnum. kemísku efnum í sígarett- unni (tóbaki og pappír), sem ann- að hvort valda sjálf krabbameini eða skemma, a. m. k. lungnapíp- urnar. Það er nefn'lega hugsan- legt, að sígarettan sé ekkl krabba- meinsvekjandi, heldur veiki eða Nú er John — John litli Kennedy — orðinn fjögurra ára og var fyrir skömmu á ferff í London ásamt móffur sinni og Caro- line systur sinni. Þá heimsótti hann Tower of London og hinir skrautlega búnu verffjr létu sér sérlega annt um piltinn. Hér sést eian þeirra lyfta honum, svo aff hann sjái yfir vegginn niður í kastalagarðinn. OOOOOOC-OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCX >000000000000000 AÐGANGUR BANNAÐUR ÞEGAR spánska kvikmynd- in „Sjálfspilandi píanóið“ var sýnd um daginn á kvik- myndahátíðinni í Cannes, var 11 ára gamalli stúlku, Didier Haudipin, neitaff um affgang. Hún mótmælti og upplýsti, aff hún léki eitt af affalhlutverkunum, en þaff stoðaði ekki. Myndin var bönnuff börnum, vegna þess aff í henni voru sögff orff, sem ekki hæfffu eyrum barna, var sagt. Melina Mer- couri og James Mason. sem léku meff henni í myndinni, mótmæltu líka og héldu því fram, aff barniff hefffi heyrt þessi hræffilegu orff viff kvik myndatökuna. En hún slapp ekki inn. OOOOOOOOOOOOOOOC eyðileggi varnir gegn öðrum krabbameinsvekjandi efnum, Eftir larigar rannsóknir hafa vís indamennirnir tekið saman nokk- ur atriði í sambandi við ra insókn- irnar, sem hér skulu tilfærð: -f 1) Góð sía hjálpar. Sía úr trjákvoðu nær bezt föstum efn- um, en kolsía stöðvar bezt kemísk- ar lofttegundir. Sambland af hvoru tveggja væri ákjósanlegast, en það gæti endað með því, að sían yrði stærri en hinn reykjandi hluti sígarettunnar. = 2) Framleiðendur verða að einbeita sér að tóbakstegundum, sem gefa minnsta tjöru. Auk þess er mælt með, að tóbakið sé saxað mjög smátt, notaður sé miðstilk- ur tóbaksblaðsins (sem annars er talin „slæm“ vara, bæði af reyk- ingamönnum og framleiðendum) og loftþurrtcun blaðann í staff sól þurrkunar*. -f 3) Ýmis viðbótarefni, kopar- súlfat e.ða nikkel-acetat, sem breyta sjáífum brunanum. = 4) Notkun gisnari pappírs, sem fær sígarettuna til að brenna fljótar á milli soganna. (Ekki er nú víst, að reykingamönnum lítist á þessa lausn. Það gæti farið svo, að mikill reykingamaður reykti helmingi fleiri sígarettur til að bæta sér upp „tapið!“ Þetta er raunverulega skylt kröfunni um hærri skatta til að hindra lunena- krabba, sem er í sjálfu sér ágæt röksemd, en ekki læknisfræðilega undirbyggð!). Tilraunir á dýrum hafa sýnt, að allt kemur þetta að notum (nema skattahækkunin, sem náungi, sem kallar sig Candide í Arbeiderblað- inu norska fann upp hjá sjálfum sér!). Nokkur af atriðum þeim, sem sérfræðirigarnir hjá Sloane- Kettering bentu á, hafa þegar ver Framh. á bls. 15. ★ Leigubílstjórar baða sig. FJÖf DI manns í Teheran, höfuðborg írans, hafði kvartað hástöfum við lögregluna yfir útliti leigubílstjóra þar í borg. Þegar lögreglustjóri var búinn að fá nóg af kvörtunum, tók hann þá ákvörðun, að eftirleiðis skyldi hver einasti óhreinn og illa klædduí' leigubílstjóri handtekinn og ekki sleppt úr haldi fyrr en buið væri að skrúbba hann hátt og lágt og hann væri búinn að útvega sér sómasamlegan klæðnað. ★ Óvanalegur smyglari. Á LANDAMÆRUM Póllands og Tékkóslóvakíu komst um daginn upp um dálítið óvanalegan smyglara: það var kýr, sem í verpokum bar vodka og spunavörur. Við iögreglurannsókn kom í ljós, að kýrin hafði verið al- in upp til þessara starfa með því að gefa henni fóður Pól- landi, seija á hana klyfjarnar og reka hana síðan yfir landa- mærin. Þar voru klyfjarnar teknar og í staðinn settar aðr- ar, sem i voru tékkneskir gimsteinar, og henni síðan sleppt Þá gekk hún heim aftur til að fá meira að éta. ★ Engin regla. RÚSSI einn var kominn til Parísar með vasana fulla af peningum. Hann gekk inn í eina af bílaverzlununum á Champs Élysées cg gaf sig á tal við verzlunarstjórann: — Ég vildi gjarna kaupa bíl, en ég er útlendingur og hef því ekki innkaupaleyfi. — Þess þarf heldur ekki. Bara borga — svo eigið þér bíl- inn. — Já, en ég á heldur enga benzínskömmtunarmiða. — Þér getið keypt eins mikið benzín og yður lystir. •— Jahá, en nú man ég, að ég hef ekkert ferðaleyfi. — Já, en herra minn, þér megið aka hvert sem þér viljið. Þá hristi Rússinn höfuðið og sagði: — Hvernig er þetta, er ekki nokkúr regla á hlutunum í þessu landi? ★ Stjörnugleði. GINA LOLLOBRIGIDE er hjátrúar- full, eins og margir ítalir og fór því til hinnar frægu spákonu Kall, er hún var á ferð í París fyrir skömmu. Sú hafði góð tíðindi að legja la Lollo: 1) hún mundi upplifa ævin- týri í Hollywood, 2) hún mundi á næsta ári eignast barn. La Lollo var sérlega hrifin af seinni spádómnum og vonast til að hann rætist. ,Hún á einn dreng Milko, sem er orðinn 8 ára og afar leiður á einverunni og er alltaf að nauða á mömmu sinni að útvega sér leikfélaga. ★ Þingmarniafrumvarp. EINN af þingmöimum á fylkisþinginu í Maine í Bandríkjun um bar fyrir skemmstu fram dálítið áhugnanlegt frumvarp, er binda skyldi enda á óhófslega langar ræður á þingi. í frumvarpinu stóð, að hver sá, sem talaði í meira en þrjár mínútur, skyldi umsvifalaust skotinn, stoppaður upp og komið fyrir á þjóðminjasafninu öðrum til skrekks og aðvörunar. Frumvarpið var hátíðlega fellt um leið og það var lesið upp, en það geri þó sitt gagn, því að enginn af andstæðingum þess talaði i meira en eina mínútu. ★ Hendi difið í kalt vatn. Lafði Adele Cavendish, systir dansarans Fred Astaire og vegna giftingar sinnar meðlimur háaðalsins í Bretlandi, vask- aði upp um daginn í þrjá daga á Round Hill Hotel, einu fínasta hótelinu á Jamaica — og með henni vöskuðu upp ekkja tón- skáldsins Oscar Hammerstein, sonur hertogans af Bedford og dóttir brezka blaðakóngsins Sacil Harmsworth. Ástæðan var ekki neinn yfirþyrmandi áhugi á húsverkum sem slíkum, heldur nauðsyn þess að duga eða drepast. Vegna verkfalls starfsfólks á hótelinu höfðu þessir ríku gestir um tvennt að velja: að fara umsvifalaust heim, því að ekki var um annað hótelpláss að ræða, eða taka sjá'líir til höndunum. ★ Fyrir framan kjötbúðargluggann. Amerski rithöfundurinn Mary McCarthy hefur misst nokk- uð vinsældir í Frakklandi eftir að hún sagði eftirfarandi um Parísarkonur og franskar konur yfirleitt: — Mér finnast Parísarstúlkur kaldar og kynlausar, illa klæddar og óþægilegar í framgöngu. Franskar konur eru yfir- leitt harðneskjulegar og leiðinlegar — og andlitin á þeim lifna aðeins við frammi fyrir kjötbúðargluggum. =ÍJ $ 10. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.