Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.06.1965, Blaðsíða 4
 Kltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Bencclikt Gröndal. — Ritstjój’ilai'ful!- trúi: Eiður GuSnason. — Síinar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. Aðsetur: AiþýSuinisið við Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðjá AlþýSu- blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I .lausasölu kr. 5.00 eintakið. tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn. Fegrum umhverfið SÚ VENJA hefur víða skapazt hér á landi, að íyrir 17. júní væri efnt til sérstakra herferða og menn hvattir til að hreinsa burt drasl af lóðum sín- um og snyrta hús sín og garða. Reykjavíkurborg hefur oft gengið hér á undan með góðu fordæmi og hreinsunarherferðin í fyrra hafði mikil áhrif. í vor hefur hins vegar minna borið á því, að fólk væri hvatt til að fegra umhverfi sitt. Aldrei má þó slaka á í þessum efnum og mættu starfsmenn borgarinnar vinna betur á þessum vettvangi en þeir hafa gert í vor og sumar. Það er ekki aðeins hér í borginni, sem víða er pottur brotinn í þessum efnum. Ruslahauga má oft sjá utan við kauptún og kaupstaði og við sveitabæi í þjóðbraut og jafnvel við veitingahús á aðalleiðum má oft sjá hauga af allskyns rusli og drasli til mikill- ar óprýði. Fagurt umhverfi er menningar- og uppeldisatriði, og er mörgum þetta ljóst, en þó ekki nógu mörgum. Það er því miður alltof algeng sjón hér í borginni, að sjá ófrágengnar lóðir við hús, sem löngu er lokið við áð byggja, og er slíkt ekki til neinnar prýði. Það er svo með f lesta, að boginn er spenntur til hins ýtrasta við húsbygginguna og er þá lítið fé eða ekkert eftir til að snyrta kringum húsið. Lóðarfrá- gangur þarf þó ekki í öllum tilfellum að vera sér- lega dýr. Mestu máli skiptir, að vilji sé fyrir hendi til að gera umhverfi sitt eins snoturt og völ er á. Máltækið segir að umgengni sýni innri mann. og vafalaust er talsvert hæft í því. Reykvíkingar og landsmenn allir ættu hver um sig að leggja fram sinn skerf til áð gera umhverfi sitt sem hreinlegast og snyrtilegast. Nýstúdenfar NÝSTÚDENTAR fagna þessa dagana merkum áfanga á lífsleiðinni. Stúdentsprófið er flestum nú á tímum aðeins áfangi á menntabrautinni; áfangi sem veitir rétt til sérmenntunar í háskóla. Stúdentahópurinn stækkar með ári hverju og menntunarskilyrðin batna stöðugt með auknum náms lánum og námsstyrkjum. Langskólanám er ekki leng- ur forréttindi örfárra stétta eins og einu sinni var. Fyrirgreiðsla ríkisins hefur þar jafnað aðstöðumun og aukið réttlæti. Alþýðublaðið árnar nýstúdentunum heilla á þess um tímamótum námsferils þeirra. 4 16. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ lllililffilit: NY CHAMPI0N KRAFTKVEIKJUKERTI HAFA ÞESSA KOSTl CHAMPI0N 1. 5 grófa ceramic einangrun 2. Eru ryðvarin 3. „KRAFTKVEIKJU“ neistaoddar eru úr NICKEL ALLOY málmi, og endast mun lengur en venjulegir oddar. NOTIÐ aSeins það bezta CHAMPION kraft- kveikju- kerti. Þeir auka endingu kertisins um 63%. itilliliLJI Jllfl item itiiiii II «1111»— hannes ©© a horninu ÉG SPYR í einfeldni minni. Er ekki hér skotið yfir markið? Er hér verið að bola ferðafólki bæði innlendu og erlendu frá því að nota þessa gististaði? Ég skal geta þess að ég og kona mín, dvöldum erlendis í april í stórborg nokkra daga. Höfðum gott herbergi sem fylgdi bað og W-C- með og borg uðum á dag um sem svarar 260 ísl. kr. .T.d. kostaði ágætis kvöld verður um 70 ísl. kr. Nú vissi ég að bæði fiskur og kjöt kostaði slzt minna út úr búð en hér heima, nema þá svínakjöt, sem var tals vert ódýrara. Er hér ekki eitt hvað bogið við verðlagið, þegar mirmunurinn er orðinn svona mikill? I»AÐ GETUR EKKI VERIB raunverulegt að veitingastaðirnir þurfi að liækka verðlag um 20—. 30% á einu ári- Ef að verðlag á veitingastöðunum er svona viða á landinu, þá þarf verðlagseftirlit ið að taka í taumana- Það þarf þá að skipa gististöðunúm i flokka og ákveða visst verð á hVerjum flokki. Þessi sölumáti veitingastaðanna fordæmir sig sjálfur, fælir útlendinga sem lang ar tii að koma hingað og dvelja hér, burtu. Ferðaskrifstofurnar kvarta undan verðlaginu og ætti þeim að vera kunnugast allra um það. HITT ER SVO ANNAÐ mál hvernig margir þessir gististaðir eru úr garði gerðir, sumir góðir aðrir miðlungs, en alltof margir óhæfir til að bjóða fólkj til gist ingar í. Um það skal ekki frekar rætt hér, en algerlega fordæmt hið liáa verðlag veitingastaða. Það verður 'að gera þá kröfu til æðstu ráðamanna að veitingastaðir séu settir undir opinbert eftirlit hvað verðlag snertir ella mun ísland verða frægt fyrir að vera dýrasta ferðamannaland í Evrópu. ÞAÐ NÁLGAST ÞAÐ, að t.d. hjón sem tækju sér 2ja vikna sumarfrí og vildu búa á sæmileg u gistihúsi, að litlu dýrara væri fyrir þau að fljúga suður á Spán Stórfelld hækkun á verðlagi gisti- og greiðasölu- staða. ★ Dýrara að dvelja á íslenzku gisti- húsi í hálfan mánuð en að fljúga til annarra Ianda og dvelja þar sama tíma. ★ Tvíeggjað sverð. Biti, sem ekki er hægt að gleypa. ★ Br ekkert eftir- lit með verð- Iaginu? eða suður á Svartahafsströnd og eyða frídögunum þar, þar sem líka þau könnuðu nýjar leiðir og Framh. á 15. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.