Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Blaðsíða 16
Allt sem er mikiJsvert í líf inu er afleiðing játunar. Að lirista höfuðlð og neita hefur aldrei komið neinu stóru til leiðar. Mánudagsblaðið. Ungdómurinn verður stöð ugt verri og verri. Og svo verður hann íika stöðugt eidri- . . . Kallinn var fullur í gær og söng: 'Wein, Weib und Gesang- Það er víst þýzka og þýðir: Vín, konur og sæng. ÞAÐ ER erfitt að tolla í tízkunni. Nú er tízkan að taka sér glerfíb erstöng í hönd, festa á hann a£ skaplega merkilegu hjóli og lang ah nælonþjáð með einhverju fiskasælgæti á endanum. Að visu fylgir böggull skammrifi, fyrir fisk inn, því að í sælgæ‘.inu er faiinn öngull með agnhaldi og hver sá fiskur sem bítur á, hlýtur að fest ast og vera samasem dauður. Ég þekki mann, sem fór í fyrra með tveimur öðrum mönnum á svona fiskirí- Þeir voru skamm sýnir og fóru í Kleifarvatn. Að vísu þurfti fyrst að koma við á bílastöð, — ekki tii að kaupa b. . • . . . ., heldur til að kaupa veiðilevfi. Síðan bílstjórarnir hættu að mestu að selja b ...... . hafa þeir tekið upp veiðileyfa sölu. Þetta var einvalalið. Þrír menn og þrjár stengur og maðkabox og úrval af spónum. í Kleifarvatni áttu að vera að minnsta kosti þrír íiskar sem Hafnarfjarðarbær ku hafa sleppt þar fyrir nokkrum ár um í tilraunaskyni, En það rúmaðist sitthvað fleira í biinum- Bjó . . ., Vod . • . og Kon . . . og í veiðimönnunum þrem ur rúmaðist sitthvað fleira en veiðivonin ein Þeir völdu sér stað, lygnt lón, milli klettadranga og svo stóðu mennirnir þarna í nokkrar klukku stundir og köstuðu spónunum langt út á lónið, meðan fiskarnir þrír léku sér við fæturna á þeim. Það er semsé, að áliti sérfræð inga í svona veiðiskap, tilgangs laust að dorga með spónum. Þeir urðu þv: að vona að fiskurinn liti upp, sæi á eftir spóninum, synti á móti honum á landieið og gleypti hann í tilraunaskyni- Eftir því sem fór að þrengjast um í maga veiðimannanna, þar sem vejðivonin átti sér ekki sama stað, (hún er í hjartanu), urðu þeir bjartsýnni á tilveruna. Tveir hættu sér út á afskaplega tak markað þurrlendi undir öðrum klettadranganum og urðu að fara á hæpnu vaði, vægast sagt. Sá sem ekki hætti sér út fyrir meginland Hafnarfjarðarumdæm is reyndj að húkka í færi hinna draga þau að sér og festa þar í Kon . . •. það gekk bærilega og bar ákaflega mikinn sýnilegan á rangur. Sá hinna tveggja, sem stóð á hinni mjóu þurrlendisræmu und ir dranganum veiddi loks % fiski stofnsins í Kieifarvatni. Eftir því að dæma samanstóð silungastofn inn í Kleifarvatni af þriggja manna fjölskyldu og blessaður maðurinn þurfti náttúrulega að drepa barnið- Það er bezt að taka það skýrt fram, áður en lengra er haidið^ að hann hefur ekki bílpróf aðeins skipstjórapróf á olíuskipum- Hinn maðurinn, sem ekkert fékk, vildi ekki una þessum ur slitum og kastaði spóni sínum í fagurlegan boga, langleiðina út í Selvog en foreldrar silungakrakk an" hafa sennilega verið búin að missa matarlys^ina í sorg sinni. Hann lagði af stað til lands, en eins og fyrr er greint er vað ið ákaflega hæpið. Hann lenti á bullandi sund og náði ekki and anum í nokkur hræðileg augna blik, meðan maðurinn á megin landinu var að vel*a því fyrir sér hvort hann ætti að kasta sér útí og drukkna með honum til sam læ*ús. Þess þurfti ekki með. Hinn drukknandi veiðimaður kom fyr ir sig fótunum í botni og óð til iands. Hann var vitanlega hund blautur og sá sem veiddi silunga barnið óð í land á eftir honum, áfallaiaust. Va af stangakosti veiðimannanna lá á botni Kleif arvatns þegar hér er komið sögu. Hún náðist án þess að froskmað ur kæmi þar nokkurssiaðar nærri. Blauti maðurinn var færður í bílinn, vafinn í teppi og hellt í hann vod . . •, sem ku vera gott í svona tilfellum. Svo var brennt í bæinn án þess að koma við á nokkurri bílastöð. Daginn eftir þurfti maðurinn, sem veiddi silungabarnið að út skýra fyrir konu sinni, hversvegna hann kom sjálfur nær dauða en lífi inn um þvot^ahúsgluggann, í þann mund, sem sólin var veru lega farin að hækka flugið. Maðurinn með olíuskipaprófið Framhald á 15. híSk oooooooooooooooooooooooooooooooo Um stjórnarinnar höfuðverk | Á höfuðbólinu heyri ég sé hamfarir nætur og daga. Foringi liðsins, Bjarni B vill búskapinn efla og laga. Heldur með lýðnum Hafstein ró. Herskapinn Gylfi fræðir. Emil er þeirra aflakló. Ingólfur holtin græðir. Guðmundi í tekst afarvel erlenda linúta að leysa. Svo reynir, af alúff, hann Magnús á Mel margfallna krónu að reisa. KANKVÍS. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* fi- -u.---------.........j. . ' ' . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.