Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 08.07.1965, Blaðsíða 14
Langholtssöfnuður. Sumarstarfs nefnd I/angholtssafnaðar gengst fyrir 1 dags ferð með eldra fólk úr sönuðinum eins og undanfarin ár með aðstoð bifreiðastöðvarinn ar Bæjarleiðir farið verður frá Safnaðarheimilinu miðv.d. 14. júlí kl. 12.80. Ferðin er þátttakendum að ko.tnaðarlausu uppl. í símum 38011, 33580, 35944, 35750. Verið velkomin Sumarstarfsnefndin. Sextug verður í dag frú Anna Þórarinsdóttir Hólum við Klepps veg í Keykjavík. Árbæjarsafn opið daglega nema mánudaga frá kl. 2.30 til 6.30. Strætisvagnarferðir kl. 2-30, 3.15, 515. Til baka 4.20, 6.20, og 6.30. Aukaferðir um helgar kl. 3,4, og 5. Bre?kir bin^menii Framhald af 1. síðu son deildarstjóri í Utanríkisráðu- neytinu. Meðan á lieimsókn brezku þing mannanna stendur munu þeir ferð ast talsvert um, fara m. a. til Ak- ureyrar og Mvvatns. Húsavík. Eg- ilsstaða og Seyðisfjarðar. Einnig munu þeir skoða Sementsverlc- smiðju ríkisins á Akranesi ‘og Hvalstöðina í Hvalfirði. Sti^rmiti p^etur Framhald af 2. síðu. deildinni. þegar þetta skeði, og get því ekkert um það sagt. — Haldið þér að stjórnin muni verða langlíf, þegar meirihlutinn er svona naumur? — Það skiptir hreint engu máli, sagði Lomás, stjórnin getur setið eins lengi og hún vill. Það að meirihlutinn er svona naumur þvðir aðeins að menn verða að sækja bingfundi mjög vel, en það háir stjórninni ekki hið minnsta og hún kemst klakklaust fram hjá öilum erfiðleikum þrátt fyrir það að meirihlutinn skuli ekki vera meiri en raun ben vitni. Geimfararnir Framhald af 2. síðu. sem fyrr segir á laugardag, en eru 11 í stað 13. Með þeim koma þrír jarðfræð- ingar í viðbót, þjálfari, Ijósmynd- ari og fleiri aðstoðarmenn. — Á mánudag munu þeir svo halda til Akureyrar með flugvél, og þaðan með minni vélum að Öskju, eða næsta lendingarstað við hana. — Þaðan fara þeir svo með bílum það sem eftir er, um tveggja tíma akstur. Þeir munu vera við Öskju fram á miðvikudag en þá koma aftur, og fljúga yfir fleiri eldfjallasvæði. Ekki er ákveðið hvað þeir taka sér fyrir hendur að lokum, en að líkindum munu þeir líta á Heklu, og framkvæma einhverjar æfingar við Krýsuvík. Þeir halda svo utan á föstudag í næstu viku, vonandi einhvers fróðari um hvernig tunglið lítur út. T8L HAMINGJU IVIEÐ DAGINN Hinn 5. júní sl. voru gefin sam- an í hjónaband í ísafjarðarkirkju af séra Sigurði Kristjánssyni ung- frú Kristín B. Kristmundsdóttir, ísafirði og Richard O. Þórarins- son, Reykjavík. Heimili þeirra er á Hvassaleiti 6, Reykjavík. (Ljósm. B. L, G. ísafirði.) Hreindýr Framhald af 3- síðu kvæmt skýrslum hreindýraeftir- litsmanna, Egils Gunnarssonar á Egilsstöðum í Fljótsdal, sem hef- ur eftirlit með hreindýraveiðun- um hefur tala veiddra hreindýra undanfarin sex ár verið sem hér segir: Árið 1959 484 hreindýr, árið 1960 384, árið 1961 268, árið 1962 285, árið 1963 338 og árið 1964 300. Rannsóknum Guðmundar Gísla- sonar læknis á heilbrigði hrein- dýrastofnsins er ekki svo langt komið að hann hafi gert um þær heildarskýrslu, en ekkert bendir til annars en að hreindýrastofninn sé hraustur og hafist vel við. Menntamálaráðuneytið, 7. júlí Styrkir Framhald af 3- síðu Styrkir verða veittir til náms bæði í raunvísindum og hugvís- indum. Umsóknir, ásamt afriti af stúd- entsprófsskírteifcii, svo og með- mæli, ef fyrir liggja, eiga að hafa borizt skrifstofu Menntamála- ráðs, Hverfisgötu 21, fyrir 10. ág. næstk. Skrifstofan afhendir um- sóknareyðublöð og veitir allar nánari npplýsingar. Yfirmannaskipti Framhald af 3- siðu. en hann var sendur til íslands, var liann siðast við störf í þeirri deild flotaáætlana í Washington, sem fjallar um baráttu gegn kaf- bátum. Jafnframt því sem Pierre skip- herra hefur gegnt störfum í flot- anum, hefur hann stundað nám við Maryland-háskóla, sem sendir kennara til ýmissa bækistöðva bandaríska hersins og flotans. — Slíkir kennarar eru starfandi á Keflavíkurflugvelli, og mun hinn nýi yfirmaður stöðvarinnar þar verða meðal nemenda skólans. Pierre skipherra er kvæntur maður og á þrjú börn. NAF Framhald af 3. síðu. samvinnufélögin í Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð. ísland og F'nniand bættust ekki í hóp- inn fyrr en seinna. Á síðasta ári fór velta NAF í fyrsta skipti yfir hálfan milljarð danskra útvarpið Fimmtudagur 8. júlí. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir. Tónleikar. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Á frívaktinni. Dóra Xngvadóttir stjórnar óskalagaþætti fyrir sjómenn. 15,00 Miðdegisútvarp. Fréttir, tilkynningar, íslenzk lög og klass- isk tónlist. 16.30 Síðdegisútvarp: Veðurfregnir. Létt músik, 18.30 Danshljómsveitir leika. 19.30 Fréttir. 20,00 Daglegt mál. Svavar Sigmundsson stud. mag. flytur þáttinn. ><r><><><><><><><><><><><><>C>-<><>0<><><><><><>< 20,05 Lög úr Kórsöngvabók Mörikes op. 19 eftir Hugo Distler. Norður-þýzki kórinn í Ham- borg syngur. 20,25 íslandi allt. — Nokkur dagskráratriði frá hátíðarsamkomu 12. landsmóts Ungmenna- félags íslands að Laugarvatni. Sig. Sig. sér um dagskrána. 21.10 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í út- varpssal. 21.30 Norsk tónlist. Samtímamenn Griegs og Sindings. Baldur Andrésson cand. theol. flytur erindi með tóndæmum. 22,00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Vornætur eftir Dostojevski. Arnór Hannibalsson les (5). 22.30 Kvöld í Reykjavík. Ólafur Stephensen stjórnar djassþætti. 23,00 Dagskrárlok. Ooo- Vö J 4 S. júlí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ötboð veitingasölu á Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1965. Þjóðhátíð Vestmannaeyja verður haldin dagana 6., 7. og 8. ágúst 1965, Félagið óskar eftir tilhoðum í veitingasölu. Boðin er út sala á eftirfarandi: — Sælgæti og tóbaki (saman). Öli og gosdrykkjum. — Pylsum. — ís. Einnig sala á blöðrum og skrautveifum. Tilboð berizt félaginu fyrir 15. júlí 1965. Réttur áskil- inn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Knattspyrnufélagið Týr, Vestmannaeyjum, Sími 1060. — Box 21. króna, en heildarveltan varð 512 milljónir d. kr. og er það um 24% aukning frá 1963. Sú vörutegund, sem NAF kaupir einna mest af fyrir sam vinnufélögin á Norðurlöndum er kaffi, og hefur sambandið skrifstofu í Santos í Brasilíu vegna kaffiviðskiptanna. Á sl. ári flutti NAF inn 40 milljón kíló af kaffi til Norðurlanda. Ebbe Groes skýrði blaða- mönnum svo frá að á fundin* um, sem nú er nýlokið hefði verið ákveðið að opna skrif- stofu í Buenos Aires einkum til að annast ávaxtainnkaup. NAF liefur nú skrifstofur í San Fransisco. London og Valencia, auk fyrrgreindra staða, en höf- uðstöðvar sambandsins eru í Kaupmann ahöf n. Auk þess að vera sameiginleg innkaupastofnun þjónar NAF einnig öðrum og ekki ómerk- ari tilgangi, þar sem á fund- um sambandsins hittast sam- vinnleiðtogar allra Norður- landanna og ræða þar ýmis sam eiginleg vandamál. Öll Norð- urlöndin eiga fulltrúa í stjórn sambandsins. Fulltrúi SÍS þar er Erlendur Einarsson forstjóri. í fréttatilkynningu um fund inn er frá því greint, að SÍS hafi gengið í NAF árið 1949 og hafi síðan fyrir þess milligöngu flutt inn vörur fyrir um það bil 100 milljónir danskra króna. Einnig er þar frá því greint að heildarvelta allra samvinnufé- laganna á Norðurlöndum hafi verið um 100 milljarðir danskra króna sl. ár og í félögunum séu samtals um 10 milljön fé- lagsmenn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Sveinborg Ármannsdóttir, andaðist að heimili sínu, Mánagötu 24, hinn 5. þ. m. Skapti Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Faðir okkar, afi og langafi, Sigurður Einarsson, lézt að heimili sínu, Starhaga 14, 6. þessa mánaðar. Vilhelm G. Kristinsson, Sigfríður Sigurðardóttir, Jólianna Sigurðardóttir, Erla Wíium og fjölskylda. Hjartanlegar þakkir færum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför, Einars Bærings Ólafssonar, rafvélavirkja. Margrét L. Ingimundardóttir, Sigurður H. Einarsson, Guðmundína Einarsdóttir, systkini, tengdaforeldrar og aðrir vandamenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.