Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 16
ÞAÐ BREYTIST allt í þessum heimi. Sú var tíðin, að það þótti „gróflegt óskikkelsi og menningar brestur ef konuökli sást undan pilsfaldi", svo að viðhaft sé frægt orðalag ónefnds dagblaðs hér í bæ. Yfirleitt þótti það ekki hæfa, að játað væri opinberlega í orði eða athöfn, að konur væru konur, og þaðan af síður mátti koma fram, að karlar ættu við konur viðskipti sérstaks eðlis. Allt slíkt voru hin mestu feimnismál, sem sæmilega OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOr Konstantín. Kóngur einn heitir Konstantín, kominn til valda npp á grín. Á hann sér dýra ektafrú, Anna María heitir sú. Settist á trón sem táningur, töluvert kræfur villingur. Landsfaðir Grikkja leit svo á að létt mundi að koma honum frá. í friði gekk alit hið fyrsta ár, en fyrir því lágu illar spár. Pappandreo sér hugsar hátt, hans er skaplyndi seyrt og flátt. Vildi hann fara völdin með, virtist kóngurinn lítið peð. En ungur Konstantín afréð það, að uppþotið skyldi forklúðrað. Réð hann sér annan ráðherrann, og rassskellti gamla svikarann. Allt fór þar síðan upp í loft. Andstæðingarnir rifu kvoft. Féll síðan aftur farið í, foringinn gainli réði því. Konstantín mátti kyssa þá kámugan, stóra vöndinn á. Kankvís. oooooooooooooooooooooooooooooooo uppalið fólk gekk á svig við, a.m.k. ódrukkið. En þessir dagar eru löngu liðnir svo að aftur sé vitnað í sama ónefnt blað, er. nú á dög- um „sú dama talin hreint afturúr- stang, ef hún hefur ekki til sýnis drjúgan skerf af sínum nælonsokk, sem þó er enginn bútur“. Nútíma- fólk telur ekki ástæðu til að leyna því, hvernig konur eru skapaðar, og um samskipti kynjanna er fjall að af slíku hispursleysi, að gamla fólkinu hefði þótt meira en nóg um. Það, sem var kallað feimnis- mál um aldamót, er það engan veginn lengur. En þar fyrir höfum við ekki út- rýmt feimnismálinu á okkar landi. Það er nefnilega mesti misskiln- ingur að halda, að feimnismál hljóti ævinlega að vera kynferðis- legs eðlis. Ættbálkur einn í Suðurhöfum er t, d. þekktur fyrir frjálslyndi í ástamálum. Fólk svalar þar> kyn- hvöt sinni, hvenær sem það fær löngun til þess, og enginn tekur til þess, ekki frekar en þegar vest- urlandamenn fá sér matarbita. En hins vegar hefur fæða löngum ver ið þarna af skornum skammti, og þar getur enginn sómakær maður látið aðra sjá sig að snæðingi. Allt sem viðkemur mat og máltíð- um er þar vafið innan í leydar hjúp, og mataræði þessa fólks er eins fullkomið feimnismál og kyn ferðislíf feðra okkar var. Af þessu má sjá, að feimnismál geta verið margskonar, og það væri synd að segja, að þau skorti hér á landi í dag, þótt hinar fornu dyggðir séu fyrir róða og hin gömlu feimnismál orðin opinber og þar með hversdagsleg. í pólitík inni er> t. d. nóg af feimnismálum, og það eru liálfgerð feimnismál, hvað sumir opinberir starfsmenn hafa fyrir stafni. Og það er feimnismál mikið, hvað menn bera úr býtum fyrin vinnu sína. Það er svo mikið feimnismál, að jafnvel skattstofan fær ekki af því nema einhvern pata, og hefur hún þó öll spjót úti til að afla sér upplýsinga um einmitt þetta atriði. Ég er hér ekki að fara með neitt fleipur. Það sýnir það, sem kunn- ingi minn sagði mér ,þegar ég hitti hann á götu nú fyrir skömmu. Þessi kunningi minn er ágætur maður, kannski svolítið hrekklaus, en harðduglegur til vinnu. Mér fannst liann vera eitthvað niður- dreginn, svo að ég spurði hann, hvort eitthvað amaði að. Hann tók lítið undir það í fyrstu, en svo tók hann sig á og leysti frá skjóðunni. — Þú veizt það aflaust, sagði hann, að ég skipti um vinnu fyrir nokkrum mánuðum. Mér likar nýja vinnan að flestu leyti vel, og samstarfsmaður minn, liann Jón er hreint ágætur. Hann var búinn að vera þarna í nokkra mánuði, þegar ég byrjaði, en annai’s vinnum við nákvæmlega sama starfið. Þegar ég réð mig, nefndi forstjórinn upphæð, og sagði mér, að þetta Það sem var kallaó feimnismál um aldamót er þaö engan veginn lengur ... væri venjan að borga fyrir starf af þessu tagi. Mér þótti upphæðin dálitið lág og lét það í ljós við for- stjórann. — Ja, sagði hann, þú ert nú svo ágætur maður, að það kem ur vel til greina að borga þér dá- lítið betur. Ég læt þig fá 30% upp bót á þetta kaup. Ertu ánægður með það? — Ég féllst á þetta, og þá lækkaði hann róminn og bætti við: — En ég ætla að biðja þig að hafa ekki orð á því við neinn, hvað ég borga þér. Það gæti haft óheppi leg áhrif, þú skilur. Jón, sem er búinn að vera í þessu dálítinn tíma, í Ilominu var sl. helgi sagt frá því, að Andrés Krist jánsson myndj leika á jazz kvöldi næsta mánudag ,en svo varð þó ekki. För Andrés ar tafðist um eina viku, en hann mun leika núna á mánu daginn. . . . Alþýðublaðið. hefur ekki nema taxtann, svo að þetta verður alveg að vera okkar á milli. Ég lofaði þessu, og svo liðu nokkrir mánuðir. Ég var ósköp ánægður með vinnuna og sérstak- lega þótti mér vænt um, að ég skyldi fá svona mikla yfirborgún. Það sýndi, að ég var talsvert mikils metinn. En þá fór fyrirtæk- ið í skemmtiferð, og eins og geng ur var dálítið viskí með í förinni. í þessari ferð fór Jón dálítið að slást upp á mig, og’þar kom að hann spurði, hvort forstjóranirf- illinn tímdi að borga mér nokkuð. Ég var orðinn dálítill lausmáll a£ drykknum, og svaraði heldur hróð ugur, að ég fengi 30% yfirborgun, og það væri víst meira en hann fengi sjálfur. Þá rak Jón upp skellihlátur. — Skelfingar ein- feldningur ertu, sagði hann. — Læturðu karlinn fara svona með þig. Éf ég fengi ekki nema 30% álag væri ég löngu hættur. Mér er borgað tvöfalt kaup, og það er langt frá því, að það sé ofborgað. Forstjórinn hefur verið í sumar fríi síðan þetta var, en hann kemur aftur á morgun, og þá ætla ég að heimta kauphækkun eða fara að öðrum kosti. Þessi var saga kunningja míns, og það er ótrúlegt, ef hún er eins- dæmi. r7ivj k/ //rr/. Kallinn fór til læknis og Sá seni hefur móðgað þig lionum var ráðlagt að taka er annað hvort sterkari eða sér nokkurra vikua fri frá aflminni en þú. Sé hann >afl minni skaltu sýna honum skrifstofunni. Ifann var sagð hlífð- Sé hann aftur á móti ur vera með FUNDAEITR sterkari skaltu hlífa sjálfum UN. . . ., þér. • . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.