Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 11
Ritstjóri Örn Eidsson Ole Madsen, fyrrum miðherji danska landsliðsins er nú orðinn at- vinnumaður, eins og við höfum skýrt frá, og leikur með hollenzka liðinu Sparta. Hér á myndinni til hsegri sést hann í félagsbúningi. Fær ÍR athafnasvæði í Fossvogshverfi ? íþróttafélag Reykjavíkur (ÍR) hefur nú sótt um lóð fyrir starf semi sína í hinu nýja Fossvogs hverfi. Félagið á ófullkomið hús við Túngötu, en innan fárra ára verður það að hverfa og ÍR, sem er eitt af stærstu íþróttafélögum landsins, kemst í mikinn vanda Umsókn ÍR er nú til athugunar hjá borgaryfirvöldunum og ekki er að efa, að henni verður tekið af velvild, enda er ráðgert íþrótta svæði í þessu hverfi, sem verður mjög fjölmennt í framtíðinni. Það er rétt stefnt hjá borgar yfirvöldunum að staðsetja athafna svæði íþróttafélaganna í hinum ýmsu hverfum borgarinnar og jafn framt auka samvinnu þeirra og skólanna, þannig að skólarnir noti íþróttahús hverfisins á daginn en íþróttafélögin á kvöldin. Á þann hátt notast mannvirkin mun betur Það eru fleiri félög en ÍR, sem eru í vandræðum. Bæði Fram og Þróttur hafa fengið lóðir, en fram kvæmdir eru ekki hafnar, þar sem félögin hafa ekki fjárhagslegt bol magn til slikra milljónafram kvæmda. Skilningur Reykjavíkurborgar er og hefur ávallt verið mikill á starf semi íþróttafélaganna og því von ast forráðamenn þeirra til þess, að borgaryfirvöldin í samráði við félögin, hraði eins og frekast er kostur, framkvæmdum við íþrótta húsbyggingar í hverfum Fram og Þróttay og úthluti ÍR lóð undir starfsemi sína í Fossvogi. örg mál a döfinni hjá stjórn UMF! NÝKJÖRIN stjórn Ungmennafé- lags íslands kom saman til fundar í Reykjavík nú nýlega. Sambandsstjóri, sr. Eiríkur J. Eiríksson, stjórnaði fundi. Drap hann í upphafi fundar á þau mál, er fyrir fundinum lágu, þ. e. starf- skiptingu stjórnar, samþykktir síð- asta sambandsþings, fjármál og framkvæmdastjórn Sambandsins, svo og athugun um næsta lands- mót o. fl. Hann færði þakkir öllum, er á einn eða annan hátt hefðu stuðlað að undirbúningi og framkvæmd síðasta landsmóts, sem háð var á Laugarvatni 3.—4. júlí sl. Þakkaði hann sérstaklega landsmótsnefnd og stjórn Héraðssambandsins Skarphéðins fyrir frábær störf. Þá færði hann þakkir til íþróttakenn- araskólans á Laugarvatni og allra þeirra aðila annarra þar á staðn- um, fyrir ómetanlegt framlag til mótsins. Þátttakendum öllum frá héraðs- samböndum og félögum svo og starfsmönnum öllum og mótsgest- um þakkaði hann ágætt starf og góða framkomu. Allt þetta kvað hann hafa ásamt góðu veðri hjálpað til þess að gera landsmótið að stærstu og glæsileg ustu æskulýðsliátíð sem nokkru sinni hefði verið haldin hér á landi. Þá fór fram starfskipting stjórn ar og er hún nú þannig skipuð: Sambandsstjóri sr. Eiríkur Ei- ríksson. Gjaldkeri Ármann Pétursson. Ritari Hafsteinn Þorvaldsson. Varasambandsstj. Guðjón Ingi- mundarson. Meðstjórnandi Sigurður Guð- mundsson. Fundurinn tók til athugunar ýms aðkallandi verkefni varðandi f járhag og framkvæmdastjórn sam- bandsins, útgáfu Skinfaxa, rekstur Þrastalundar, næsta landsmót o. fl. Þá var gjaldkera sambandsins falið að annast skrifstofu- og framkvæmdastjórn, þar til önnur skipan verður á þeim málum, en þau eru nú í athugun hjá stjórn sambandsins. Skrifstofa UMFÍ er í Lindarbæ við Lindargötu. Skrifstofutími 5— 7 e. h. alla virka daga nema laug- ardaga. Sími skrifstofunnar er 1 25 46. — Heimasími gjaldkera 5 07 72. íslenzku sfúlk- urnar æfa vel EINS og kunnugt er tekur ís- lenzka kvennalandsliðið þátt í und ankeppni HM í handknattleik inn- anhúss í lok október og mæta Dönum. íslenzku stúlkurnar æfa mjög vel og eru hinar bjartsýn- ustu, þótt Danir telji sér sigurinn svo visan í keppninni, að dönsku blöðin ræða um möguleika dönsku stúlknanna í lírslitakeppninni og tali ekki um, að til þess að komast til V-Þýzkalands, þurfi þær fyrst að sigra ísland. ★ Brian London, fyrrum Eng- landsmeistari í þungavigt sigraði Bandaríkjamanninn Roger Rischer á rothöggi í fyrstu lotu í fyrra- kvöld. ★ Dukla, Prag, vann Rennes, Fraklandi, 2—0 í fyrri leik félag- anna í Evrópubikarkeppni bikar- meistara. ★ Á sunnudag leika Svíþjóð og Vestur-Þýzkaland í undankeppni HM í knattspyrnu. í æfingaleik 1 fyrrakvöld lék sænska landsliðið lélega. Trúlegt er að það liðið serú sigrar á sunnudag fari til Eng- lands. ★ Tékkóslóvak(a sigraði Rúm- eníu 3—2 í undankeppni HM 1 knattspyrnu um helgina. Rúmenía vann fyrri leikinn 1—0. Portúgal hefur forystu í riðlinum með 8 stig eftir fjóra leiki. Rúmenía hefur 4 stig eftir fjóra leiki, „Tékkósló- vakía,2 stig eftir þrjá leiki og Tyrkland ekkert stig eftir þrjá leiki. ★ Aarhús vann Setubal, Portú- i gal 2—1 í báðum leikjum í Evr- ópubikarkeppni bikarmeistara og heldur áfram keppni. OOOOOOOOðOOOOOðOOOðOOOOOOOOOOOOOO 0 / » Erlendur Valdimarsson, IR meistari i 26 greinum! EINN af okkar ungu og efni- legu frjálsíþróttamönnum heit- ir Erlendur Valdimarsson og er félagi í ÍR. Erlendur er aöeins 17 ára gamall og hefur unnið það einstæða afrek á þessu ári að hljóta 26 meistaratitla. Á drengjameistaramóti íslands innanhúss sigraði hann í ölluni sex greinum mótsins. Á Ung- lingameistaramóti íslands inn- anhúss bar hánn sigur úr býtum í tveim greinum. Sigurganga Erlendar hélt á- fram í sumar. Á Drengja- og Framhald á 10. síðu. ooooooooooooooooooooooooooooooooo ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 23. sept. 1965 ||

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.