Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 07.10.1965, Blaðsíða 10
Bormarm Framhald af 2. síðu. Bormann faldi sig aftur á heim- ili G.T. þegar ísraelsmenn leituðu Adolfs Eichmanns. Þegar Eich- mann var tekinn höndum og kvað Bormann enn á lífi, flúði Bormann og settist að hjá innfæddum ætt- flokki mitt inni í frumskógum Brazilíu. Bormann kvað á sínum tíma hafa flúið frá Berlín til Merano á ít- alíu, þar sem hann átti að hafa viðað að sér peningum, skartgrip- um og skjölum áður en hann þélt ferð sinni áfram til Venezúela um Spán. Herforð Framhald af 3. síðu. alstrætis er bíllinn, sem ekið var á á Langholtsvegi aðfara- nótt sl. laugardags. Orsök: Ofsa hraði og ölvun við akstur. Af- leiðingar: Ungur maður beið bana, kona hans slasaðist og bílstjórinn slasaðist einnig, fjórir bílar stórskemmdir. Við Gimli í Lækjargötu er bíll, sem lenti I árekstrl í Kolla- firði. Bíllinn er gerónýtur. Or- sök: Of hraður akstur. — Á Hlemmtorgi er bíll, sem réttur var tekinn af með þeim afleið- ingum, að hann lenti í árekstri og stórskemmdist. Við Borgar- tún er enn einn bíllinn. Ekið var beint framan á hann á miklum hraða og á*öfugum kanti. Bílar þessir verða til sýnis fram yfir helgi og er von um- ferðarnefndar, að þessi óhugn- anlega sýning megi vera öðr- um til viðvörunar, og að bíl- stjórum lærist að taka tillit til annarra í umferðinni, því með góðum vilja og meiri til- litsemi má lækka tölu árekstra og slysa að miklum mun. Rannsókn Frh. af 1. síðu. hins vegar ekki til þess fallin að ræðast nema að takmörkuðu leyti fyrir opnum tjöldum, sumum atrið um er lögum samkvæmt ekki toægt að skýra frá, og starfsaðferð ir rannsóknadeildarinnar er ekki heppilegt að upplýsE\, ef þær eiga að ná tilsettum áran'gri. Þótt embætti ríkisskattstjóra hieyri undir fjármáliaráðuneytið, iþá eru ríkisskattstjóri og skatt- rannsóknastjóri algerlega sjálf- stæðir í rannsóknum sínum á skattaframtölum. Ber ráðuneytið enda fyllsta traust til þessara em- bættismanna og hvorki vill né get ur gefið þeim nein fyrirmæli um, hverhig þeir vinni að sínu vanda- sama hlutverki. Hefir ráðuneytið aðeins lýst við þá þeim ákveðna vilja sínum, að þeir beiti öllum tiltækum ráðum til að uppræta skattsvikin og muni ráðuneytið beita sér 'fyrir þeim ráðstöfunum, sem nauðsynlegar kunni að vera taldar til að 'greiða fyrir störfum þeirra. Vegna umræddra blaðaskrifa þykir ráðuneytinu rétt að birta eft irfarandi greinargerð ríkisskatt- stjóra um starf rannsóknadeildar- innar. Er að sjálfsögðu á þessu stigi málsins ekki hægt að birta nöfn þeirra aðila, sem at'hugun hefir beinzt sérstaklega að. „Að beiðni yðar, hæstvirtur fjár málaráðherra, leyfi ég mér að senda yður svohljóðandi greinar- gerð varðandi störf rannsóknar- deildar við embætti ríkisskatt- stjóra: 1. Frá því að rannsókhardeildin við embætti ríkisskattstjóra tók til starfa hafa verið toafnar rann sóknir hjá 122 gjaldendum. 2. Rannsóknardeildin hefir lok ið rannsókn 34 mála! Þar af gaf rannsókn í 11 málum eigi tilefni ti'l frekari aðgerða. 3. Ríkisskattstjóri toefir vísað 23 málum til meðferðar lijá ríkis- skattanefnd. Af þeim málum hefir nefndin afgreitt 7 mál. Eitt þess ara mála gaf eigi tiiefni til breyt inga á gjöldum gjaldþegns þess, sem rannsakaðar var, en gefur hins vegar tilefni tiL framtoa-ldsathugun ar hjá allmörgum öðrum gialdend um og er sú framtoaldsathugun í gan'git og eigi taldar með í fjölda rannsókna skv. 1. tölulið) a. til hækkunar tekjuskatts hjá fimm tgjaldendum á tveim gjald árum og tojá einum gjaldanda á einu gjaldári, b. tii hækkunar eignarskatts tojá einum gjaldanda á tveim gjald árum og hjá fjórum gjaldend- um á einu gjaldári, e. til hækkunar söluskatts hjá tveim gjaldendum í tveim gjald árum og tojá tveim gjaldendum á einu gjaldári. d. til toækkunar aðstöðugjalds hjá tveim gjaldendum á tveim gjald árum og hjá tveim gjaldendum á einu gjáldári, e. til toækkunar iðnlánasjóðsgjalds tojá einum gjaldanda á einu gjaldári. 4. Þeim málum, er ríkisskatta- nefnd hefir lokið að úrskurða mun nú verða vísað til tolutðaeigandi framtalsnefnda til úrskurðar á breytingum á álögðu útsvari. 5. Þeim málum er ríkisskatta- nefnd toefir lokjð að úrskurða mun nú verða vísað til meðferðar nefnd ar, sem stofnsett var skv. ákvæð- um 7. gr. laga nr. 70, 1965 til úr- •skurðar um skattsektir." Vegna fullyrðinga um það, að með stofnun skattsektanefndar sé opnuð leið til þess ,,að semja í kyrrþey" um skattala'gabrot, skal eftirfarandi tekið fram: í lögum nr. 46, 1954 um tekju- og eignarskatt segir um skattsekt ir: „Fjármálaráðfaerra ákveður sektina, nema toann eða hinn seki óski, að málinu sér vísað til dóm stólan-na.“ í -lögum nr. 70, 1962 um tekju- og eignarskatt er þetta ákvæði lög' fest óbreytt. í lögum um sama efni nr. 55, 1964 er sú breyting gerð, að ríkis skattstjóri ákveði sektina í stað fjármálaráðherra, en heimild til að vísa máli til dómstóla er ó- breytt. í lögum nr. 10, 1960 um sölu- skatt er -svo ákveðið, að fjármála ráðherra ákveði sekt, en sams konar heimild er um málskot til dómstóla. Varðandi sektir fyrir röng fram töl í sambandi við aðstöðu'gjald og útsvör voru engin ákvæði, þar til í lögum um tckjustofnp sveitar félaga nr. 67, 1965 voru sett ítar- leg og hörð refsiákvæði um undan drátt fjár við þessa gjaldheimtu. Með núgi'ldandi skattalögum nr. 70, 1965 var sú veigamikla breyt- ing gerð til þess að tryggja sam ræmda málsmeðferð, að ,nefnd, er í eiga sæti ríkisskattstjóri, skattrannsóknastjóri og lögfræðing ur, er fullnægir embættisskilyrð um héraðsdómara og ráðherra skipar", skuli ákveða sektir eigi aðeins vegna rangra framtala við ákvörðun tekju- og eignarskatts heldur einnig söluskatts, útsvars og aðstöðugjalds, en áfram er þó í gildi heimildin til að vísa máli til dómstóla. Efnisbreyting ei' því sú, að sektaákvörðun færist til einnar nefndar úr hendi fjármála ráðherra og ríkisskattstjóra qg lög festar eru sektir vegna undanskots fjár við ákvörðun útsvara. Er skatt sektanefndin engum toáð nema fyr irmælum skattalaga, og var eng- inn ágreiningur um það á Alþingi, að með stofnun þessarar nefndar væri fengin aukin trygging fyrir samræmdri og hlutlausri meðferð skattlagabrota. Fjármálaráðuneytinu, 6. október 1965. Hálf milljón Frh. af 1. síðu. — Voru ávísanirnar þannig úr garði gerðar, að þjófurinn geti haft gagn af þeim? — Sumar, já. En það er meira en beint fjárhagslegt tjón, sem ég verð fyrir með þessu. í kass- anum var einnig mikið af alls konar skjölum og pappírum sem ég má illa missa. Þar eru m. a. skýrslur yfir kaupgreiðslur starfs- fólks, rafmagnsreikningar fyrir allt húsið, sem ég átti eftir að gera upp við hina aðilana sem í því eru, bók, sem ég hefi skráð í víxilgjalddaga, og margt fleira. Eg yrði þjófnum mjög þakklátur, ef hann vildi vera svo elskulegur að póstleggja til mín það, sem hann getur ekki notað, í stað þess að eyðileggja það. Fréttamenn virtu fyrir sér gluggann sem þjóf- urinn hafði farið inn um. List- arnir voru snyrtilega teknir í burtu og platan hafði síðan verið tek- in úr í heilu lagi. Á kjallarahurð- inni mátti sjá þess merki, að reynt hefði verið að spenna hana upp, en það hafði ekki borið á- rangur. Surtsmynd Framhald af 2. síðu Undir skeytið ritar Grassi, sem er ritari kvikmyndahátíðarinnar. Trento-hátíðin er eingöngu fyrir landfræði- og náttúrumyndir. Hún er haldin í borginni Trento á Ítálíu, og hefur Ósvaldur áður sent þangað mynd. Var það kvik- mvnd hans um Öskjugosið, en hún fór á hátíðina í hitteðfyrra og var henni mjög vel tekið, jafnvel þótt hún-tolyti ekki verðlaun. Þáð er enska útgáfan af Surts- mymiínni, sem var á Trento-há- tíðinni núna, og hafði Sigurður Þórárinsson samið textann með hemjtejen tónlistin var sú sama og á jslenzku útgáfunni, samin af Magmisi Bl. Jóhannssyni, tón- skáldn í viðtali við blaðið í gærdag, sagði Ósvaldur Knudsen, að það væri auðvitað ánægjulegt, að Surtsmyndin hlyti svo góðar við- tökur, en hingað til hefði liann gert sig ánægðan með, að kvik- OOOÖOOOOOOOOOOOOOOOO<>ÖOO'I>OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓ< um eftir Puccini og Leoncavallo. 20.20 Raddir skálda: Elin-borg Lárusdóttir Flytjendur: Ævar R. Kvaran, :séra Sveinn Víkin/gur og skáldkonan sjálf. In-gólfu-r Kris-tjánsson sér -um efnisval og ikynni-ngar. 21.05 Samleikur á tvö píanó: Vitya Vronsky og Victor Bakin leika Rondó í C-dúr op. 73 -eftir Chopi n og Fantasíu í moll op. 103 eftir Shubert. 7.00 12.00 13.00 15.00 16.30 18.30 18.50 19.30 20.00 20.05 útvarpið Fimmtudagur 7. október Morgunútvarp: Hádegisútvarp. Á frívaktinni Eydís Eyþórsdóttir stjórnar óslkalaga-þætti fyrir sjómenn. Miðdegisútvarp: Síðdegisútvarp: Danshljómsveitir leika. Tilkynnin'gar. — 19.20 Veðurfregnir. Ftoéttir. Daglcgt mál Svavar Sigmundsson stud. mag. flytur þátt- inn. ......... Einsöngur: Annolise Rothenberger syngur aríur úr óper 21.30 Maðurinn og dýrið Grétar Fells rithöfundur flytur érindi. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsa'gan: „Kona Pótífars“ eftir Kristján Bender 22.10 Valdi-mar Lárusson leikari les fyrri hluta sög unnar. 22.30 Djassþáttur Jón Múli Árnason kynnir músikina. 23.00 Dagskrárlok. oooooooooooooooooooooooo oooooooooooooooooooooooo myndir hans væru teknar inn á slíkar hátíðir, en ekki gert sér vonir um verðlaun. Fjallabgll Framhald af 2. síðu. úr lága drifinu, þegar mest á ligg ur, eins og stundum vill koma fyrir í bifreiðum við erfiðar að- stæður. Friðrik Kristjánsson sagði fréttamönnum, að þeir myndu verða með 3 tegundir af Bronco: Wagon, Pick-Up og Roadster, en áætlað söluverð þeirra er 188 þús. 179 þús. og 168 þús. Lagði hann sérstaka áherzlu á, að með því að kaupa Bronco, fengju menn í rauninni tvo bíla, fyrsta flokks fólksbifreið, og fyrsta flokks fjalla bifreið. Leiðrétting SMÁVEGIS misskilningur kom fram í frétt hér í blaðinu í gær, um Pure-Pak mjólkurumbúðirnar. Sagt var, að Kassagerð Reykja- víkur hefði umboð fyrir þessar umbúðir hérlendis, en það er ekki rétt að öllu leyti. Einkaleyfið á Pure-Pak var bandarískt, og var aðtins í gildi i 17 ár. Þau eru nu liðin fyrir tæpum þremur árum, og mega nú allir framleiða Pure- Pak umbúðir og þær vélar, sem nauðsynlegar eru til að setja mjólkina í þær, án þess að þessir aðilar þurfi að greiða nokkurn einkaleyfisskatt eða önnur gjöld til þeirra, sem fundu upp Pure- Pak. Af þessum sökum eru um- búðirnar nú mun ódýrari en áður og háfa fjölmörg fyrirtæki í Bandaríkjunum hafið framleiðslu á áfyllingarvélunum. Athugasemd Framhald á 10. síðu tök á miðjunni, en gefa eftir svæðin fyrir framan mörkin — það er auðvitað mál livers og eins. KR-liðið hefur valið þann kost- inn, að leika til vinnings, nýta þá krafta, sem það hefur yfir að ráða, á skynsamlegastan og beztan hátt — og það hefur fært því sigra. Spyrja skal að leikslokum en eigi að vopnaviðskiptupi. Þess má að lokum geta, að ég og félagar mínir höfum haft lúmskt gaman af þeim frásögnum, sem um leiki okkar liafa verið birtar í blöðum í sumar. Yfirleitt I hljóða þær á þá leið, að liðið leiki litla sem enga knattspyrnu og sé nær undantekningarlaust lakari aðilinn á vcllinum. í dag hrósum við hins vegar sigrinum, bæði í Reykjavíkur- og íslandsmóti, og erum reyndar Bikarmeistarar að auki, og meðan árangurinn af leik okkar er slík- ur, þá sættum við okkur ágætlega við það hlutskipti, að vera „lak- ar'a liðið á vellinum.” Bifreföaefgendur Sprautum og réttiun Fljót afgreiðsla Bifreiðaverkstæðið Vesturás hf. Síðumúla 15 B. Sími 35740. 10 7. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.